Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 22
ÞEIR VORU KOMNIR ALLIR OFAN í JARÐGÖNGIN, OG VONUÐUST TIL AÐ NÚ VÆRI ÞEIM OPIN L BIRTIST SKYNDILEGA FYRIR AFTAN HANN OG HRÓPAÐI ÆSTRI RÖDDU: „HÉNDE HOCH!“ OG M Flóttínn frá Colditz Framhald at blaðsíðu 21 ið og leggja til rúmfótanna. Þeg- ar hann hafði fengilð þannig út- rás fyrir tilfinningar sínar, slíðr- aði hann sverðið aftur, kastaði tölu á þjónana og fór við svo búið. Það glamraði í sverðinu, og hann brá því enn einu sinni, áður en hann skellti hurð- inni á eftir sér. Glundroðanum í svefnsal for- ingjanna verður ekki með orð- um lýst. Þeim var skipað að mynda röð á miðju gólfi, meðan Þjóðverjar höfðu endaskipti á rúmunum og tæmdu hvern skáp og báru innihald þeirra í haug á gólfið. Priem var rauður í framan af drykkju, og var hann ógur- Jega reiður yfir að hafa verið svikinn um að geta haldilð sumbl- inu áfram í næði. Hann þreif þess vegna haka, sem einn af mönnum hans hélt á og réðst síðan á gólfborðin með fítons- krafti. Hann hjó hakanum hvað eftir annað í gólfið og rak upp öskur mikið með hverju höggi: „Beng- hazi!“ hrópaði hann. „Derna! Tobruk!“ Þannig stóið á um þess- ar mundir, að Rommel var í sókn í Norður-Afríku, og um leið og Priem lét hakann ríða á gólfinu og kallaði Tobruk, reif hann gólfborð upp með hakan- um og þegar hann lyfti verk- færinu á ný, sat nýr, borgara- legur flókahattur á hakaoddin- um. Það var skozkur foringi, sem hafði keypt húfu þessa fyr- ir stórfé daginn áður af frönsk- um fanga, sem smyglaði henni inn í fangabúlðirnar. Þetta gaf Prime fyrirtaks hug- mynd. Hann skipaði, að hund- arnir skyldu sóttir. Þeir voru svo látnir hnusa af rúmum for- ingjanna, sem horfnir voru, og að því búnu voru þeir látnir ráða ferðinni. Þeir fóru rakleiðis ofan í eldhúsið, þar sem Gold- man var fyrir og rótaði í mat- arbirgðum, sem þar voru. Þeg- ar Priem kom auga á Goldman, þreif hann til hans og hrópaði: „Hvaða leife fóru horfnu for- ingjarnir?" Goldman svaraði þá: „Já, þetta er alveg rétt! Kennið mér bara um þetta, Priem höfuðsmaður. í hvert skipti sem foringja lang- ar til að strjúka, kemur hann til mín og segir: „Kæri Goldman, ég mundi víst ekki mega skreppa til Sviss?“ Priem skildi þetta, sleppti Goldman og rak hundana út. En þar sem hundarnir höfðu ekki fundið neitt, gaf Priem skipun um, að allir skyldu mæta til liðskönnunar tafarlaust. Þetta var klukkan tvö eftir miðnætti. Allt í einu kalla.ði Wardle, sem var kafbátsforingi, er kominn var fyrir skömmu og hélt vörð fyrir okkur: „Þeir eru á leið til matsalarins". Hann hafði tæp- ast tóm til að stökkva ofan í ganginn, eða ég að draga lokið á hann, en ég hélt því síðan með því að þrengja fingrunum í rauf- arnar meðfram brúnum þess, þegar Þjóðverjar komu inn í matsalinn. Þeir leituðu hátt og lágt í honum og reyndu meira að segja að opna brunnlokið, en mér tókst að halda því svo fast, að þeir gáfust upp við það. Jafnskjótt og ljóst var, að skip- un hafði verið gefin um liðs- könnun, skipaði ég Rupert og Dick (sem einnig voru þarna niðri) að gera strax falskan vegg í miðjum göngunum, en bak við hann földum við vistirnar og allt annað, sem við þörfnuðumst á flóttanum. Ólætin héldu áfram uppi í kastalagarjðinum í næstum klukkustund. Menn voru taldir fimm eða sex sinnum við eins mikil ólæti, og fangarnir treystu sér til að gera, án þess að eiga á hættu að verða skotnir, og við þetta bættist svo sá hávaði, sem Þjóðverjar gerðu sjálfir með því að þjóta fram og aftur um fangabi|ðimar, leita í hverju herbergi og hafa endaskipti á yfirleitt öllu, sem hægt var að hreyfa. Rupert og Dick héldu áfram vinnu sinni, eins og ekkert væri um að vera og höfðu að tveim stundum liðnum komið upp fölskum vegg með grjóti úr upp- haflega haftinu. Var hann slétt- aður með leir, sem tekinn var undan grassverðinum, og var ekki hægt að sjá nein missmíði á þessari ,,byggingu“. Klukkan fimm um morguninn var allt dottíð í dúnalogn aftur. Við komumst úr göngunum á sama hátt og við höfðum kom- izt þangað, og fórum rakleiðis að sofa, meðan við veltum fyrir okkur, hvað Þjóðverjar mundu segja, þegar þeir sæju, að við værum komnir á okkar staði aftur. Við höfðum bersýnilega bakað þeim margvísleg vand- ræði, því að við fréttum síðar, sem þarna var, en við gerðum að ekki hefði aðeins verið tal- ið í fangabúðunum, heldur og gengið úr skugga um, að hver fangi væri raunverulega sá, sem hann segðist vera. Varð talsvert umstang af þessu, en um okk- ur var sagt, að við værum horfn- ir, og skeyti um það voru send til OKW (Oberkommando der Wehrmacht eða yfirherstjórnar- innar), sem lét samstundis hefja að okkur leit víða um land, eins og venja var, þegar slíkt kom fyrir. Við liðskönnun um morgun- inn komst allt í uppnám aftur, þegar við reyndumst allir við- staddir. Prússar afréðu að fram- kvæma nýja könnun á því, hvort hver fangi væri raunverulega sá, sem hann segðist vera, og tók þetta hvorki meira né minna en hálfa þriðju klukkustund. Um síðir tókst að skilja okkur fjóra hafrana frá sauðunum, nöfn okkar voru kölluð og við vorum kall^ðir fram fyrir fylk- ingarnar. Aðrir fangar máttu fara til herbergja sinna, en við vorum leiddir til lítillar yfir- heyrslukompu, þar sem flestar skærur okkar og fangabúða- stjórnarinnar voru háðar. Við neituðum að segja orð um ástæð- urnar fyrir fjarvist okkar, og vorum við teknir fastir fyrir að hafa efnt til ókyrrfcar og verið fjarverandi við liðskönnun. Þjóðverjar voru æstir og mjög eftirtektarsamir næstu daga. Þeir komu oft í matsalinn, og nú tókst þeim að opna ræsislok- ið — með minna erfiði en okk- ur hafði tekizt það. En þeir klór- uðu mikið meðfram brúnum þess áður, svo að þeir héldu ber- sýnilega, að þeim einum væri að þakka, að þeim tókst þetta. í lok hvers „vinnudags" framvegis fylltum við svo í rifurnar með- fram lokinu, settum í þær sand og ryk, svo að ekkert virtist hafa verið hrófláð við því. Þjóð- verji var sendur niður í ræsið, og sagði hann, áð þar væri allt í lagi. Kenneth hlustaði á hann segja þetta, og létti honum 22 — VXKAN 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.