Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 57

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 57
5 manna fjölskyldubifreifi FÁLKINN H.F. Laugavegi 24. — Reykjavík C BJARTUR • ÞÆGILEGUR • VANDAÐUR • SPARNEYTINN KOMIÐ OG SKOÐIÐ PRINZINN ÁRGERÐ 1964 VERÐ kr. 124.200.- ÖRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. sem eitraðast svar, en Clare gaf henni ekki nægan tíma til þess. —- Þér hélduð, að ég væri jafn sjálfselsk og þér eruð sjálf. Þér hélduð að ég mundi reyna að gera allt sem ég gæti til að spilla trúlofuninni, þegar það yrði hljóðbært að eitthvað væri milli mín og Simonar. —- Ætlið þér að reyna að telja mér trú um, að ... — Já, einmitt, svaraði Clare fullum hálsi. — Ég gat sannað að þér færuð villur vegar, en mér var ljúft að játa, að ég hefði hitt Simon í sumarhúsinu kvöldið sæla. Og það hefur væntanlega valdið skekkju í reikningnum hjá yður, ungfrú Latimer. Joan tók öndina á lofti. —• En ég skil þetta ekki... Þér eruð ástfangin af Simoni, það hef ég vitað frá upphafi, og... — Þér vitið hvorki það né annað — nema yðar eigin brenglanir á staðreyndum, og þér dæmið alla aðra eftir sjálfri yður. Það eruð þér, sem viljið ná í Simon, og þér svífizt einsk- is til þess að ná takmarki yðar. Ég sé gegnum yður, eins og þér skiljið. — Það er eitthvað undarlegt í þessu... mjög undarlegt, sagði Joan tortryggin. — Simon og þér... ég sá ykkur standa í faðmlögum ... -—- Það kemur okkur einum við hve nærri við höfum staðið hvort öðru, sagði Clare rólega. — Þér eruð nokkuð bjartsýn, æpti Joan. — Ef þér haldið að hann verði yðar áður en lýkur, þá skjátlast yður herfilega! — Það vill svo til að ég er trúlofuð Ralph Mason, sagði Clare. Henni þótti leitt að nefna nafnið hans, en hún gat ekki hjá því komizt. Nú varð þögn rétt í svip, en svo rak Joan upp hæðnishlátur. -— Nei, nú keyrir um þverbak! Þér og Ralph! — Það er gaman að þér skemmtið yður. Finnst yður svona gaman að því? — Þér hafið ekki hugmynd um hve gaman er að því! sagði Joan og varp öndinni eins og henni létti. — Jæja, svo þér eruð þá trúlofuð Ralph. Ja, þá hafið þér sannarlega gert málið auð- veldara — fyrir mig! — Þér skuluð treysta því var- lega, sagði Clare aðvarandi. — Ef þér reynið að gera Faith illt — skal Simon fá að vita sann- leikann um yður. Líka um heim- sókn yðar til Hamden í gær. Og það mundi hann aldrei fyrirgefa yður. Aldrei! En Joan hafði ofmetnazt. — Ég hef ekkert á móti því að taka yður á orðinu. Ég heyri að Simon er kominn, svo að við getum spurt... — Simon! hrópaði Clare hrædd. — Datt mér ekki í hug að þér yðrðuð hrædd, sagði Joan ill- kvittnislega. Hún opnaði næstu dyr og sagði: — Ertu vant við látinn, Sim- on? Þegar Simon sá Clare snar- stanzaði hann. — Hvað ert þú að gera hérna? stamaði hann. Það var Joan sem flýtti sér að svara: •— Hún kom hingað til þess að ógna mér, Simon. Hún ímynd- ar sér að hún hafi af einhverj- um ástæðum tangarhald á mér. Kannske af því að ég fór til Hamden í gær til þess að tala við ungfrúna. — Hlustaðu á mig augnal)lik, Simon, sagði Clare biðjandi. — Lofaðu mér að gefa skýringu ... — Ég vil, að þú lofir Joan að tala út fyrst, tók Simon framí. — Hvað er eiginlega um að vera, Joan? — Veizt þú að Clare er trú- lofuð? -—■ Ég veit það, sagði hann og röddin var hrjúf. —- En þú skilur ekki, þú skil- ur ekki, sagði Clare í öngum sínum. Joan fann að nú varð hún að gera atlöguna fljótt. Hún reyndi að finna það, sem hitti naglann á hausinn. — Hvers vegna fórstu til Hamden, Joan? spurði Simon. — Ég fór þangað í þeirri von, að ég gæti fengið Faith til að slíta trúlofuninni ykkar. Af því að ég vissi að þú hafðir afráð- ið að fórna þér fyrir hana. Og ég hélt líka, að hún elskaði þig í fullri einlægni. Clare tók höndinni fyrir munninn, eins og hún vildi kæfa niðri í sér óp. Hvers konar manneskja var þessi Joan Lat- imer? Hún gerði hvítt úr svörtu, og lét sínar lágu hvatir hverfa eins og reyk. Og verst af öllu var það, að Simon virtist trúa henni. •—■ Þú hlýtur að hafa gert þetta í brjáiæöi! hrópaði hann. — Þú veizt hve lengi við höf- um þekkt hvort annað, Simon, hélt Joan áfram hin rólegasta. — Mér er ómögulegt að sjá þig ógæfusaman. Og ég vissi að þú mundir aldrei hafa kjark til að bregðast Faith. Auk þess hélt ég að Clare elskaði þig ... — Var það þess vegna sem þú tæptir á að Clare og Ralph ætl- uðu að giftast. Manstu ekki að þú minntist á það þegar ég var að leggja af stað til Salisbury? Joan heyrði kaldhæðnina í röddinni. Hún hafði gleymt þessu, og nú varð hún að reyna að bjarga því sem bjargað varð. — Þvert á móti, sagði hún. — Mig langaði bara til að sjá hvort þú yrðir afbrýðissamur, VIKAN 4. tbl. — gy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.