Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 2
ER BIFREIÐ VORRA TlMA — ER BIFREIÐ VEGA ALLRA LANDA SIMCfl II! SIMCA 1000 SIMCA 1000 SIMCA 1000 SIMCA 1000 SIMCA 1000 SIMCA 1000 er öruggur í akstri, léttur og sterkbyggður og óvenjulega hraðskreiður er fjögurra gíra áfram — allir samstilltir. hefur vökvaþrýstihemla, sem aldrei þarf að stilla. hefur hljóðláta 52ja hestafla vél, öflugt hita og kælikerfi, góða hljóðeinangrun, frábæra fjöðrun og undra góð sæti. ber með sér gæði efnis í hverjum hlut. er sérstaklega sparneytin og ódýr í viðhaldi. SIMCA 1500 SIMCA 1500 er stórglæðileg 5 manna bifreið af meðalstærð með öllum þeim þægindum, sem krafist er af „Luxus-bifreið“ en er þó ódýr. er með 81 hestafla vél, hámarkshraði 155 km. Þyngdarpunktur Simca 1500 er óvenju lár, sem gefur aukinn stöðugleika og Simca 1500 er með diskahemla, sem enn auka öryggið. Fjöðrun er afburðagóð. SIMCA SIMCA _ o — o — er sparneytinn. Það þ'arf aðeins að smyrja hann eftir hverja 20 þús. km og skipta um olíu á 10 þús. km fresti. Sameinar alla kosti háþróaðrar franskrar tækni. SIMCII umboðið á íslandi - Bergur Lárusson h.f. Brautarholti 22 — Sími 17379 — Reykjavík. í fullri alvöru Hversu þarfar eru parfirnar? Ernest Hemingway sagði í einskonar eftirmála við líf sitt, sem nýlega hefur verið birtur ásamt öðru, sem rithöfundurinn lét eftir sig af óprentuðu máli, að hann sæi það betur og betur með aldrinum, hversu þarfir mannsins væru fáar. Hann sagði líka, að sér virtist, að því fjöl- skrúðugra sem innra líf manna er, þeim mun fábreyttara er ytra Iíf þeirra. Það er gamla sagan um það, að allt sé þetta streð og kapphlaup um hin svo- nefndu lífsgæði, eftirsókn eftir vindi. Þetta sjá menn stundum þegar þeir gerast gamlir; jafn- vel menn eins og Hemingway, sem svo sannarlega lifði ekki neinu fábreytilegu ytra lífi fram- an af ævinni og raunar langt fram eftir henni. Ef það er rétt, að þarfir okk- ar séu raunverulega fáar og kapphlaup um veraldargæði komi upp um andlega fátækt, þá er ekki gott í efni hér á voru landi. Það, sem var kallað lúxus og hreinast óþarfi í tíð feðra okkar og mæðra, eru nú orðnar „þarfir“, já, hreint og beint brýnustu nauðsynjar. Enda eru margir hugsandi menn áhyggju- fullir yfir því, að andlegu lífi þjóðarinnar hnigni; að menn hafi aldrei tíma til að vera ein- ir með sjálfum sér við frjóa íhugun fyrir kapphlaupinu um hin efnislegu gæði. Ef til vill kemur það aldrei betur í ljós en einmitt um jól og áramót, hversu þarfir manna gerast um- fangsmiklar. Orsakast það mest af samanburðarástæðum; hver vill vera síðri eða geta leyft sér minna en fólkið í íbúðinni fyrir ofan eða í næsta húsi? Húsnæði og bíll eru grundvallarlífsgæði eða einskonar fyrsti áfangi. Ný- tízku húsgögn er önnur „nauð- syn“, en megna þó ekki að gera neinn hamingjusaman til fulls, því þá vantar ýmislegt til upp- fyllingar, helzt krystal eða kera- mik, myndlist og nokkra metra af bókum. Það þarf líka bæði stell og silfurborðbúnað, já, raunar líka stálborðbúnað. Svo fara staup og glös fyrir koníak og asna vel í nýju tekkskápun- Framhald á bls. 50. 2 VXKAN 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.