Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 3
iHuni
Útffeíandi HUmir h.í.
Ritstjóri:
Cíisli SigurSsson (ábm.).
Auglýsingastjóri:
Gunnar Steindórsson.
Blaffamenn:
Guffmundur Karlsson og
Sigurffur Hreiffar.
Útlitsteikning:
Snorri Friffriksson.
Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33.
Simar: 35320. 35321. 35322, 35323-
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing. Laugavegi 133, sími
36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson.
Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð
er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist
fyrirfram. Prentun Hilmir h.í. Mynda-
mót: Rafgraf h.f.
ViAHí
í NÆSTA BLAÐI
MAÐUR VERÐUR AÐ GÆTA SÍN AÐ GERA
ALLT NÓGU VEL. Þetta á ekki sízt við,
þegar maðurinn gegnir jafn mörgum störf-
um og sá, sem þetta viðtal er við: Einar
Ágústsson, bankastjóri, alþingismaður og
borgarstjórnarmaður.
BRÉF í GULU UMSLAGI. Það getur komið
sér bagalcga, þegar ráðhcrrar týna ríkis-
lcyndarmálum. Þetta er tékknesk saga cftir
Karel Zapec, scm fjallar um svona glappa-
skot, og Zapec hefur lag á að gera svona
alvariegan atburð bráðskemmtilegan.
TEKK ER GOTT OG BLESSAÐ — cn hvenær
fáum við að sjá eitthvað annað? Undanfarið
hcfur ekkert þótt ffnt cða gott f íslenzkrf
húsgagnagerð annnað cn tekk, og nú þykfr
ýmsum mál að fara að hreyta til. Við bregð-
um upp myndum af faliegum, erlendum hús-
gögnum, gcröum úr ýmsum öörum efnivið.
ÆÐISGENGIÐ KAPPHLAUP VIÐ HRAUN-
FLÓÐIÐ — milljónaverðmæti í, yfirvofandi
thættu. Nú fer að síga á seinni hlutann með
mhinar vinsælu greinar Brennur hraun við
"Bláfjöll, en ennþá er ýmislegt spennandi
eftir.
ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ GOSI Á REYKJA-
NESI. í sambandi við „Brennur hraun við
Bláfjöll*, hcfur Jón Jónsson jarðfræðingur
skrifað grcin um hættuna á gosi í nágrcnni
Reykjavíkur, og það kemur margt athyglis-
vert fram f grcin hans.
DAGBÓKARBROT FRÁ AFRÍKU. Það cr
orðið langt síðan að skemmtileg grein hefur
dropið úr pcnna Sigurðar Magnússonar fuii-
trúa, cn nú hefur hann bætt um og kemur
með bráðskemmtilegan og fróðlegan greina-
flokk.
Auk þess: framhaldssögurnar: Flóttinn frá
Colditz og Þriggja kosta völ, þriðji hluti
greinanna um uppruna og ævi Kennedy for-
seta, kvennefnl, krossgáta, stjörnuspá, Undir
fjögur augu og ýmislegt fleira.
I ÞISSARI VIKU:
Dagbókarbrot frá Afríku.
Það er nýtt af nálinni, að íslendingar leggi leið sína
um Afríku. Þó gerðist það snemma í vetur, að Sigurður
Magnússon, fulltrúi hjá Loftleiðum, fór alla leið
til Suður-Afríku og ferðaðist þar víða um.
Sigurður er vinsæll ferðabókahöfundur og hér segir
hann frá kynnum af svörtu og hvítu fólki svo
og öðru, sem fyrir augu bar.
Gvendarbrunnar fyllast og borgin
er vatnslaus.
Þetta er fjórði hluti greinarflokksins „Brenn-
ur hraun við Bláfjöll“. Hér segir frá því er hraunið
flæðir niður hjá Gunnarshólma og mætir hinni
kvíslinni, sem kemur beint niður Ileiðmörkina.
Gvendarbrunnar fyllast og sömuleiðis Elliðavatn. Þá
er aðeins lokaáfanginn eftir; niður farveg
Elliðaánna.
Milljónamæringur í þjónustu
Roosevelts.
Við höldum áfram með greinarflokkinn um uppruna
og ævi John F. Kennedys. Hér segir frá mann-
dómsárum föður hans, Josephs; hvernig hann brauzt
áfram í kreppunni miklu, varð stórauðugur, fór
að taka þátt í stjórnmálum og varð ambassador
í Bretlandi. Ásmundur Einarsson, blaðamaður,
tók saman.
Rex Harrison og hans eigin
„Fair Lady“.
Það hefur mikið verið talað um tvo aðalleikarana í
kvikmyndinni Cleopötru, Richard Burton — sem nú er
oft kallaður Ríkharður fimmti — og Elizabeth
Taylor, en minna hefur verið rætt um þriðja
aðalleikarann, sem þó leikur hvorki meira né
minna en sjálfan Cæsar, Rex Harrison. Við bætum
úr þessu með grein um leikarann og að sjálfsögðu er
greinin myndskreytt.
CflDCillAM ..Þoradægur þykja liöng / þegar hann blæs á norðan“.
rUildlU M I* En þorradægrin geta orðið bæði bjartari og fegurri
viff það' að lesa VIKUNA og íklæðast góffum fatnaði
eins og peysunum á forsíðumyndinni. Svo er líka sá tími núna, að ef til vill
er hægt aff bregða sér á skíði og þá eru peysur nauðsyn. En sumir gera sig
ekki ánægffa meff þaff eitt aff horfa á fallega hluti á myndum og þess vegna
höfum viff útvegaff uppskriftina af þessum glæsilegu peysum. Þið l'innið þær
aftar í blaðinu.
VIKAN 6. tbl. — g