Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 16
„HVER SÁ, SEM
GÆGIST ÚT UM
GLUGGA, VERÐUR
UMSVIFALAUST
SKOTiNN “ HRÓPUÐU
ÞÝZKU VARÐMENN-
IRNÍR OG BE8NDU
BYSSUM SÍNUM AÐ
FÖNGUNUM, SEM
SVÖRUÐU MEÐ
HLÁTRASKÖLLUM OG
SVfVIRÐINGUM, LOKS
RÖLTU VERÐIRNIR
NÍÐURLÚTgR OG
SKÖMMUSTULEGIR
f BURTU, OG QSIGUR
ÞEIRRA VAR ALGER.
FLOTTINN FRA COLOITZ
7. hluti - Eftir Ratriok Reid
„Jæja“, sagði hann. „Pat,
hvaða spil er það aftur, sem
Pólverjar kenndu ykkur? Gapin?
Jæja, ég hugsaði um gapin, og
þá sá ég lokið frá öðru sjónar-
miði“.
í tvö fyrri skiptin höfðu Hol-
lendingar efnt til bdblíules>rar
■ á lokinu! Áður höfðu þeir
tekið mál af boltanum og rónni.
Meðan biblíustundin stóð yfir,
losuðu þeir um lokið með heima-
gerðum lykli, og meðan athygli
varðanna beindist að knatt-
spyrnunni hinum megin á leik-
vanginum, laumuðust tveir Hol-
lendingar ofan í opið. Og nú
komum við að kjarna málsins.
Þegar eftir knattspyrnuna, og
áður en föngunum var skipað
að fara aftur til fangabúðanna,
könnuðu tveir eða þrír Þjóð-
verjar allan leikvanginn, jafnvel
með aðstoð sporhunda, en fundu
ekkert athugavert.
„Hvernig gátuð þið leynt því“,
spurði ég, „að hlemmurinn hafði
verið opnaður? Það fæ ég ekki
skilið“.
„Við gerðum bara nýjan bolta,
mjög merkilegan bolta“, svaraði
Vandy. „Hann var gerður úr
glersívalningi með trétappa og
loks málaður þannig, að hann var
alveg eins og fyrirmyndin."
Þetta var aðalatriði þessa hug-
vitsamlega og djarflega flótta.
Flóttamennirnir í „jarðhúsinu“
biðu síðan myrkurs, en þá skriðu
þeir upp á yfirborðið, gengu frá
hlemminum, svo að á honum sá
engin merki þess, að við honum
hefði verið hróflað, settu m.a.
réttu róna á aftur, og héldu leið-
ar sinnar. Milli þeirra og frelsis-
ins var þá ekkert nema lágur
steinveggur og dálítil gaddavírs-
flækja, en hvorugt var til veru-
legs trafala. Þegar svo var kom-
ið, var búið að telja fangana
tvisvar, en með blekkingum
tókst að koma í veg fyrir, að upp
kæmist um flóttann fyrri en
morguninn eftir.
Af fyrstu fjórum mönnunum,
sem struku þannig, komust tveir
bráðlega til Sviss, en hinir voru
handsamaðir skammt frá landa-
mærunum og sendir aftur til
Colditz. Mánuði síðar hurfu svo
enn tveir menn, og komust þeir
einnig heilir til Sviss.
Þjóðverjar voru alltaf sann-
færðir um, að þeir gætu gert
Oflag IV C algerlega „mannheld-
ar“. Flóttamenn, sem náðust,
voru þess vegna ekki sendir til
annarra búða, heldur rakleiðis
aftur til Colditz. Fyrir bragðið
fór föngum þar sífellt fjölgandi.
Fangar streymdu þangað úr öll-
um hlutum Þýzkalands, ef þeir
stefndu ekki í aðrar áttir með
eigin afli! Hér var því um virki
að ræða, sem krafðist sífellt
fleiri varða, og svo kom um síð-
ir, að fangaverðir voru orðnir
fleiri en fangar. Þetta voru þó
ekki fyrsta flokks hermenn, en
sívaxandi varðafjöldi var her-
stjórninni þyrnir í auga, svo að
efnt var til athugana á búðun-
um hvað eftir annað til að at-
huga, hvort ekki mætti draga úr
þeim mikla fjölda, sem þarna var
við gæz'u. Meðal eftirlitsmann-
anna voru til d.æmis þýzkir for-
ingjar, sem strokið höfðu úr
fangabúðum Breta og áttu að
notfæra sér reynslu sína til að
leggja á ráð um sparnað í manna-
haldi.
Ýmsir þekktir merin voru
sendir til Colditz. Meðal þeirra
var Giles Romilly, frændi
Churchills, sem sýndur var sá
vafasami — og erfiði — sómi,
að hann var hafður í einangrun-
arklefa öllum stundum og sér-
stakur varðmaður fyrir utan
dyrnar hjá honum. Um daga
mátti hann umgangast aðra
fanga, en klukkan níu á kvöldin
var honum stungið í klefa sinn,
og fyrir framan dyrnar stóð öll-
um stundum vopnaður Prússi.
Romilly hafði eðlilega hug á
að flýja eins og aðrir, en að-
staða hans var afleit, eins og gef-
ur að skilja. Einu sinni tókst mér
að „skipta“ á honum og frönsk-
um fanga, sem vann við kola-
burð, því kolarykið var ágætt
dulargervi. En Romilly komst
ekki einu sinni út um fyrstu
dyrnar á leið til frelsisins. Það
var augljóst, að fleiri fylgdust
með honum en þeir menn einir,
sem áttu að bera persónulega
ábyrgð á honum, enda komst upp
um það, að einn Frakkanna hafði
sagt til hans til að bjarga sjálf-
um sér. Við vissum aldrei ná-
kvæmlega, hvernig þetta vildi
til, en það var Priem höfuðs-
maður sjálfur, sem kom inn í
fangelsisgarðinn og skipaði Rom-
illy ofan úr kolavagninum, sem
hann ætlaði að fara með fyrsta
spölinn. Hann fékk þó ekki nema
vikuvist í algerri einangrun.
Komið var að lokum septem-
bermánaðar, trén voru að byrja
að fella laufið, en það eina sem
ég sá út um litla klefagluggann
minn, þegar ég sté upp á þvotta-
borðið, var veggurinn á þeim
hluta fangelsis okkar, sem við
kölluðum leikhúsblokkina. Ég
varð nefnilega — sem oftar -
að dúsa nokkra hríð í einangrun-
arklefa, að þessu sinni í þrjár
vikur. Það var meðan ég virti
þennan húsvegg fyrir mér, að
ég fékk snjalla hugmynd. Ef ég
hefði ekki verið útlærður verk-
fræðingur og vanur húsateikn-
ingum, jafnframt því sem ég var
vanur að kanna allar bygging-
ar þarna eftir mætti, jafnvel í
huganum aðeins, ef annað var
ekki unnt, hefði ég aldrei feng-
ið þessa hugmynd. Mér skildist
Jg — VIKAN 6. tbl.