Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 17
Tefkníng Baltasar nefnilega allt í einu, að timbur- leiksviði leikhússins var komið þannig fyrir, að það náði út fyrir nokkurn hluta kastalans, sem var einangraður frá föngunum, en þaðan lá gangur til efstu hæð- ar fangavarðabyggingarinnar, úti fyrir kastalagarði okkar. Þessi upgötvun reyndist sann- kölluð gullnáma. Ég afréð að segja engum frá þessu leyndar- máli og athuga möguleikana öllu nánar, jafnskjótt og mér yrði hleypt úr einangruninni. STORMSVEIXIN ,,Alltaf eitthvað að gerast“, hefði vel mátt letra í skjaldar- merki Oflag IV C. Ég var naum- ast búinn að velta fyrir mér upp- götvuninni frá kléfaglugganum, þegar ég heyrði skothríð neðan úr garðinum. Ég var að sálast af forvitni. Rétt á eftir kom „stormsveitin“ æðandi inn í kastalagarðinn og stefndi að ensku dyrunum. Þegar Þjóðverj- ar beittu sveit fangavarða, sem gengu um með brugðna byssu- stingi, voru þeir alltaf kallaðir þessu nafni. Þjóðverjar voru stundum sam- an í kastalanum, og voru þá mikil hróp og köll, en einkum á frönsku. Loks frétti ég um atvik frá Harry Elliott, sem gat smyglað til mín miða, þar sem sagt var frá tíðindum. Hann var staddur í hollenzku deildinni, þegar hann heyrði skyndilega skothríð og háreysti neðan úr skemmtigarðinum. All- ir stukku út að gluggunum til að sjá, hvað um væri að vera. Menn komu auga á tvo belgíska fanga, sem geystust upp bratta brekkuna að veggnum, sem um- lukti garðinn. Þeir höfðu klifrað yfir gaddavírinn eða skriðið und- ir hann, og verðirnir skutu á þá. Þar sem verðirnir mynduðu hring, voru þeir, sem hærra stóðu, í hættu af skotunum frá hinum, er voru á neðri stöðum í garðinum. Verðirnir umhverfis kastalavegginn tóku undir skot- hríðina, svo að allt ætlaði brátt vitlaust að verða. Þjóðverjar miðuðu illa eins og venjulega, og urðu brátt alveg ringlaðir. Þetta var tilvalið tækifæri fyrir hina fangana, sem létu heldur ekki dragast að reyna að rugla fanga- verðina í ríminu með því að hella yfir þá óbótaskömmum. Hollend- ingar, sem voru alltaf háttprúð- ir, voru engan veginn eins æst- ir og Englendingar. Harry hljóp þess vegna út til að taka þátt í glensinu. Þegar hann var kom- inn niður í skemmtigarðinn, var skothríðinni að nokkru beint að kastalagluggunum, og kúlurnar lentu á veggjunum. Belgarnir voru komnir að veggnum, en gáu ekki komizt yfir hann þar, svo að þeir gáfust loks upp og réttu upp hendurnar. Þjóðverj- ar héldu samt áfram að skjóta á þá, en hæfðu ekki til allrar hamingju. Næst urðu verðirnir umhverfis kastalamúranna fyrir skothríð varðmannanna í skemmtigarðin- um, sem tóku til við að skjóta á öskrandi fjöldann í kastala- gluggunum. Kúlurnar fóru að vísu yfir höfuð manna, en lík- lega hefir föngunum fundizt, að þær kæmu of nærri, svo að þeir fóru að verða dálítið tauga- óstyrkir. Englendingum fannst þetta hin ágætasta skemmtun og héldu áfram að gera hróp að vörðunum. Loks náði einn þeirra í enskan fána, sem notaður hafði verið við jólahátíðina veturinn á undan og hengdi hann út um glugga. Þessu var samstundis svarað. Hás hróp Þjóðverja urðu að ógurlegu öskri, og skothríðin var hert. Nú var henni einungis beint að fánanum. Þar sem veggirnir voru úr steini, köstuðust kúlurnar, sem komu inn um gluggana, af þeim í ýmsar áttir um herbergin. Fangarnir töldu því hyggilegast að leggjast á gólfið. í sama bili kom „stormsveitin", sem í voru sex Þjóðverjar auk næstæðsta foringja fangabúðanna, majors að tign, hlaupandi inn i kastala- garðinn og höfðu þeir stingi á byssum sínum. Þeir ruddust hik- laust inn til ensku fanganna. Majórinn fór fyrir með skamm- byssu í hendi, og skalf hann all- ur af taugaóstyrk. Sama máli gegndi um menn hans alla. „Takið fánann niður", skipaði majórinn á þýzku. Enginn fanganna sinnti hon- um — þeir lágu á gólfinu og mösuðu, litu ekki einu sinni upp. Þeir sögðu sín á milli hárri röddu. „Þeir virðast vera skit- hræddir núna“, eða „Hver skratt- inn hefir hlaupið í þá“, eða eitt- hvað þvílíkt. „Herra majórinn segir, að þið eigið að taka fánann niður“, sagði nú túlkurinn, sem var með majórnum. Enginn bærði á sér, en majór- inn gekk þá að áströlskum flug- foringja. MacColm, miðaði skammbyssunni á hann og sagði: „Takið fánann niður“. „Hvers vegna gerið þér það ekki sjálfur?" svaraði Ástraliu- maðurinn. Majórinn hélt áfram hótunum sínum, unz MacColm taldi hyggi- legast að skríða fram að glugg- anum og taka fánann niður. Síðan voru allir fangarnir í herberginu reknir ofan í garðinn, þar sem þeir urðu að fylkja liði, en Þjóðverjar slógu hring um þá, tilbúnir að skjóta, ef á þurfti að halda. Elzti brezki foringinn krafðist að fá að vita, hvað Þjóð- verjar hyggðust fyrir gagnvart piltunum hans. Þjóðverjar sögðu: „Þeir skutu fyrst!" og vakti það ekki litla kátínu meðal fanganna. Fangarnir biðu þolinmóðir, sendu Þjóðverjum ýmsar glósur, en ekkert gerðist. En þá byrjuðu Frakkar, sem voru í gluggunum á herbergjum sínum, að kyrja það, sem algengast var hjá þeim: „Ou sont les allemands?“ (Hvar eru Þjóðverjarnir?). „Les allemands sont dans le merde (Þjóðverjar eru í skítn- um)“, gall við frá um 40 glugg- um. „Qu‘on les y enforce", (neyð- um þá í hann), og þá var svarað. „Jusqu' aux oreilles" (alveg upp að eyrum). Þetta hleypti Þjóðverjum alltaf upp, því að þeir skildu orðaskiptin. Þess vegna byrjaði venjuleg sýning, þegar Frakkar höfðu kyrjað þetta tvisvar eða þrisvar. Majórinn hrópaði á móti, en fangarnir svöruðu með hlátra- sköllum og sendu honum mörg óþvegin orð. Síðan kom venju- legt hróp: „Hver sá, sem gægist út um glugga, verður umsvifalaust skotinn!" Varðmennirnir voru alveg ruglaðir. Þeir vissu ekki, hvort þeir áttu heldur að miða á fang- ana í gluggunum eða þá, sem þeir höfðu verið látnir slá hring um niðri í garðinum. Loks mið- uðu þeir allir á gluggana, og hleypt var af nokkrum skotum. Þetta var merkið, sem Englend- ingar biðu eftir. Þeir settust all- ir í garðinn, fjórir tóku upp spil og byrjuðu að spila, eins og ekk- ert væri, en hinir horfðu á og mösuðu. Þegar Þjóðverjar tóku eftir þessu, urðu þeir örvita af bræði og neyddu fangana til að standa á fætur aftur, en ekki Framhald á bls. 48. VIKAN 6. tM. — jy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.