Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 22
— Þá setjumst við að í Exet- er? sagði Faith áköf. — Já, mundir þú amast við því? — Síður en svo. Ó, Simon, heldur þú, að ég geti nokkurn- tíma fengið sjónina aftur? Held- urðu það? Þetta var eins og neyðaróp frá hennar innra manni. Hann tog- aði hana upp úr stólnum og faðmaði hana að sér, en þoldi ekki að horfa í blind augun á henni. — Við verðum að trúa því, Faith! Þú veizt að nafnið þitt þýðir trú! Við verðum að muna að trúa. Grannur líkami hennar titraði í faðmi hans, og handleggir hennar vöfðust fastar að hálsi hans og munnur hennar leitaði að vörum hans. Hún varð allt í einu ofsahrædd. — Og þú lofar að láta Clare koma til mín aftur, hvíslaði hún er hann sleppti henni. — Hún gerir mig örugga . . . Hún er svo ábyggileg og róleg, Simon. Þegar ég var veik, nýlega . . . — Já, hún er ágæt hjúkrunar- kona, sagði Simon stutt. -— Hjúkrunarkona! hváði Faith áköf. —■ Hún er miklu meira en það. Ég held að ekk- ert ykkar hinna þekki Clare til fulls! Kaldhæðnisbros kom á varir Simons. — Það kann að vera að þú hafir rétt fyrir þér. En nú held ég að við ættum að fara inn, — ég er hræddur um að það fari að hvessa. Faith fannst svarið grunsamlegt og spurði hvort hon- um félli ekki við Clare lengur. Hann spurði hvaða grillur væru komnar í hana, en hún svaraði, að það væri ekki hægt að leika á sig. Hún vissi að einhver and- úð gegn Clare lægi í loft- inu, og það vildi hún ekki sætta sig við. — Barnið mitt, sagði hann hlæjandi. — Það er mál til kom- ið að þú hættir að vera svona tilfinninganæm. Þú verður að reyna að vera eins og annað fólk. Það er nærri því óhugnanlegt hve næm þú ert fyrir öllu. — Þá viðurkennir þú með öðrum orðum að ég ég hafi rétt fyrir mér? — Viðvíkjandi Clare, áttu við það? sagði hann til þess að draga þetta á langinn. — Já, að vissu leyti hefurðu það kannske. Það urðu ýmsir árekstrar milli okk- ar áður en lauk, en ég verð henni eilíflega þakklátur fyrir það, sem hún hefur gert fyrir þig — og mun gera. Það er það eina sem skiptir máli, góða mín. Allt annað er einskis virði. — Jú, fyrir mig. Ég vil að við verðum vinir — öll saman. Þetta er í rauninni dálítið broslegt, Nú stanzaði Kenneth og horfSi með aðdáun á hana. Og allt í einu hafði hann faðmað hana að sér og þrýst munninum ákaft að vörum hennar. Efffir SUSAN MARSH 9. hluti Teikning Gylffi Reykdal 22 — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.