Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 51
í FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. betur sjálfir með hverju árinu sem líður. í stað þess að auka spennuna í þreyttum taugum með Meginlandsferð og alltof miklum sólbruna í fáeina daga á baðströnd, þá fara fleiri og fleiri í öræíaferðir. Og enn mætti nefna þá, sem hafa komið sér upp reiðhesti til þess að njóta útiveru á óbyggðum slóðum. Þetta veit ég, að margir hafa gert að Jæknisráði, ekki sízt í höfuð- staðnum. Síðan um aldamót hefur verið talað um það sem mikið kapps- mál, að rækta landið, græða landið og klæða landið skógi. Að græða landið þar sem það er í þann veginn að blása upp, er að mínum dómi allra auðsynleg- ast af þessu. Það er eins og gera að sárum. En ekki kæmi það mér á óvart, að auðnin bjarta yrði drýgst fyrir ríkiskassann eftir svo sem fimmtíu ár og kannski miklu fyrr. Fyrr eða síðar beinast augu heimsins að þeim töfraheimi. Með hverri mínútu sem líður, verður óbyggt land og ósnortin náttúra jarðarinnar minni að vöxtum. í sumum löndum eins og til dæmis Bandaríkjunum er komin á laggirnar hreyfing til verndar hinni ósnortnu náttúru. Björgum því sem bjargað verður, segja menn; það er ekki seinna vænna. f Evrópu er varla til óræktaður blettur, þar þekkir fólk ósnortna náttúru að eins af afspurn og myndum. Það sama verður ekki sagt um okkur íslendinga, enn sem komið er. Jafnvel íbúar höfuðstaðarins geta brugðið sér á vit lands í ósnortinni og upprunalegri mynd á örfáum mínútum. Engin mannaverk jafnast á við litina og formin í íslenzku hrauni og mosa. Ég hef gengið um skraut- garðana í Versölum og Schön- brunn í Vín; hámark þess nátt- úruyndis, sem hægt var að útbúa handa kóngum og keisurum lið- inna alda. Þeir eru ósköp snotr- ir, en jafnframt skelfilega leiði- gjarnir. Enginn sem þekkir ís- lenzka náttúrufegurð, unir sér daglangt þar. Heimurinn er alltaf að verða minni og minni. Með hverju árinu sem líður, munu fleiri tugþúsundir manna úti í heimi fá grun og vissu um dýrð hinnar ósnortnu náttúru á ís- landi. Um auðnirnar, þar sem ekki sést eitt einasta tré, varla stingandi strá og engin hljóð verða greind utan kvak fugla og hjartslátturinn í eigin brjósti. Þau gæði verða kannski ekki látin í askana fremur en bók- vitið forðum. En sá tími kemur. Og það gildir enn sem svo spak- lega var mælt austur í Palestínu fyrir nærri tvö þúsund árum, að menn lifa ekki af einu saman brauði. GS. Bréfaviðskipti Christa Ehrlich, Friedrich-Ebert Strasse 28, 473 Ahlen/N.R.W., Vest Germany, óskar að skrif- ast á við pilta 17—19 ára. Skrif- ar ensku og þýzku. Arne og Petter Gottsohalk, Ská- dalsveien 9, Oslo 4, Norge, óslca að skrifast á við unglinga ná- lægt 13 ára aldri. Áhugamál: Frímerki. Við unglinga 19—24 ára: Eli Skjellnes, Kjöpsvik, Norge. Hún er 19 ára og skrifar ensku og skandinavisku. Við pilta 14 ára: Ross Champman, Box 595, Didsbury, Alta. Áhuga- mál: Frimerki. Margit Thomas, Box 7, Group 17, R.R.No. 1, Winnipeg, Man. Við stúlkur 15 ára. Við pilta 19—25 ára: Anne-Lie Bergström og Birgitta Carlson. Þær eru báðar á Folkhögskol- an, Bollnas, Sverige, og skrifa á ensku og skandinavisku. Við stúlkur í Reykjavík, fæddar 1948, mynd fylgi: Ragnar Jóns- son og Jón Ólafsson, Héraðs- skólanum, Laugarvatni. Við pilta og stúlkur 13—15 ára: Sigurjóna Jónsdóttir, Fellsenda, Þingvallasveit. Æskilegt að mynd fylgi. Við stúlkur 15—30 ára: Ólafur Gisli Axelsson, Gjögri, Stranda- sýslu, og Haukur Guðjónsson, Kjörvogi, pr. Gjögur, Stranda- sýslu. Við pilta 16—18 ára, mynd fylgi: Jóna Guðmundsdóttir, Grænu- götu 10, Akureyri, og Karólína Benediktsdóttir, Reykholti, Borgarfirði. Guðmundur E. Guðmundsson, Grettisgötu 64, Rvík, óskar að skrifast á við stúlkur. Hann er 29 ára. Við stúlkur 19—21 árs, mynd fylgi: Tryggvi H. Tryggvason, Syðri Hraundal, Álftaneshreppi, Mýrum. Við undiritaðar óskum eftir að skrifst á við pilta á aldrinum 17—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi: Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sylvía Ágústsdóttir, Sigríður Hannesdóttir og Auður Auð- bergsdóttir Allar í Skógaskóla A.-Eyjafjöllum, Rang. : I »' 1 ■ : ■ | | ■ § Gerð 4402-4 fáanlegar með 2 eða 4 hellum, glópípum eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hita- skúffu. Verð frá kr. 5.000.00 H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hafnarfirfii - Sirnnr: r>00$t;i <>;/ r>o:i;!2. - Rcykjnvik - Sírni 10:>2! - Vcsturcrr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.