Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 44
— Það vildi svo til, að það sprakk vatnsleiðsla, og kon- an mín biður mig að segja, að það sé áríðandi að gera við hana. fi I ur stefnu Roosevelts. Forsetinn hafði veður af fundinum, kallaði Kennedy til sín, og fékk hann til að stilla sig, ef svo má segja. Blaðamannafundurinn var aldrei haldinn. En næstu daga var Kennedy í Boston. Þar tók hann á móti blaðamanni frá einu borg- arblaðanna, ásamt tveimur kollegum hans, til að spjalla óformlega við þá um ástandið í heiminum. Hann sagði síðar, að samtalið hefði ekki verið til birtingar enda var vart við því að búast, jafn opinskár og hann var. Hann sagði við blaðamenn- ina, að það væri engin ástæða fyrir Bandaríkjamenn til að leggja út í styrjöldina, Bretland væri gersigrað og lýðræðið í landinu liðið undir lok. Hvernig sem á því stóð birti blaðamaðurinn frá Boston sam- talið sem vakti gífurlega athygli en batt jafnframt endahnútinn á sendiherraferil Joseph Kennedys og beina þátttöku hans í stjórn- málum og utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hann sendi lausnarbeiðni sína til forsetans, sem féllst á hana þegar í stað. Það fara ekki miklar sögur af smabandi Roosevelts og Kenn- edys eftir þetta. Þegar Japanir réðust á Pearl Harbour, sendi Kennedy forsetanum svohljóð- andi skeyti: „Nefnið vígstöðvarn- ar. Ég er yðar undirmaður". Hann fékk aldrei svar. Roose- velt kvaðst síðar ekki hafa feng- ið skeytið. Milli þeirra fóru síð- an nokkrar vingjarnlegar orð- sendingar. En Joseph Kennedy var aldrei kallaður til starfa. Svo virðist sem Roosevelt hafi verið búinn að fá nóg af honum. Allt um það hafði hann unnið mikið og gott starf, sem óheppi- leg andalok geta ekki skyggt á. Joseph Kennedy var meðal snillinga á sínu sviði. Afburða skipulagsmaður með írskan áhuga á stjórnmá'lum, ákafur, djarfur og óvenjulega heilsteypt- ur maður. Hann er einn þeirra manna, sem ef til vill bogna en brotna ekki. Hann hafði alið börn sín upp með það eitt í huga að þau gætu hvert á sinn hátt orðið ættinni til sóma og þjóð sinni til gæfu og gagns. Eftir að þátttöku hans í opinberum málum lauk, var komið að þeirra þætti í hinni sér- stæðu sögu Kennedy-ættarinnar, sögu, sem um tíma var samofin sögu bandarísku þjóðarinnar. Framhald í næsta blaði. ÞRIGGJA KOSTA YÖL FRAMHALD AF BLS. 25. þessu uppistandi, sem Joan Latimer gerði. Ég skil núna, að það eina sem hún vildi, var að spilla milli okkar. — Hefurðu minnst á við Sim- on hvaða álit þú hefur undir niðri á Joan Latimer? spurði Clare. - Nei, svaraði Faith. Mig langaði ekki til að valda meiri vandræðum. Joan hefur verið vinur Simons í mörg ár og er ágætur einkaritari. Mér finnst varla ómaksins vert að hræra meir í þessum óþverra. En hins vegar hef ég spurt hann um þig. Clare reyndi að tala rólega: — Um mig? Hvernig - - hvað áttu við? Henni tókst að spyrja eins og það væri gert af venju- legri forvitni. — Um tilfinningar hans til þín, svaraði Faith í einlægni. — Hann staðfesti það sem þú sagð- ir mér . . . Ég var svo hrædd um að þið elskuðuð hvort annað. Ég veit ekki hvað ég hefði átt að gera, ef svo hefði verið. Það hefði verið dauðadómur á mig að missa hann, en hins vegar hræðilegt fyrir ykkur að þurfa að afneita hvort öðru mín vegna og verða ógæfusöm . . . Heyrðu, ég held að ég hafi aldrei verið eins hamingjusöm og ég er núna. Svo glöð og sæl. Ég kvíði meira að segja lítið fyrir uppskurðin- um núna. — Það þykir mér vænt um, kreisti Clare upp úr sér. Og ef ég fæ sjónina aftur . . . Ó, þú getur ekki ímyndað þér hvers virði mér finnst það væri fyrir mig! Að fá að sjá Simon — og þurfa ekki að vera öðrum til byrði . . . Byrði! andmælti Clare. — Þú veizt að þú verður aldrei neinum til byrði, hvorki honum né öðrum. — Góða Clare, svaraði Faith bljúg. Clare fékk kökk í hálsinn. — Mér þykir svo vænt um að þú treystir mér, Faith . . . Að þú tókst orð mín góð og gild, eftir allt þetta ljóta, sem ég veit að Joan Latimer hefur sagt þér. — Fyrst var ég ekki mönnum sinnandi, sagði Faith. - Þetta er í rauninni skrítið, að þú og ég höfum eiginlega aldrei talað út um það mál. Ekki eins og núna, meina ég. — Mér þykir vænt um að við létum verða úr því, sagði Clare. — Það hefði verið óbærilegt ef þú hefðir efazt um tilfinningar mínar í þinn garð, og um hvat- ir mínar. Joan er ástfangin af Sim- oni, sagði Faith lágt. — Það var hún sem var það . . . Hún reyndi að gera allt sem hún gat til að spilla á milii okkar. Hefurðu minnzt á það við Simon? — Nei, ég hef ekki gert það. Það væri engum til gagns og mér er illa við að valda upp- námi. Iienni heppnaðist þetta ekki heldur, og á því valt allt, sagði Faith. Hún hallaði sér aft- ur í garðstólnum og lét sólina verma og upplýsa sinn dimma heim. Henni heppnaðist það ekki heldur . . . hugsaði Clare með sér. Jock, Meg og Gerry, bróðir Faith, komu labbandi upp flöt- ina til þeirra. Þetta var fulíkom- ið, hugsaði Clare með sér og fékk sting fyrir hjartað. Öll fjölskyld- an samstillt eins og einn maður. Það var aðeins hún sjálf, sem ekki átti þarna heima. Henni fannst hún vera eins og aðskota- dýr þarna, og hún vissi að Meg horfði stundum grunsemdaraug- um á hana, þrátt fyrir vinsemd- ina og einlægar þakkir fyrir að hún skyldi koma. Meg gat líklega ekki gleymt öllum róginum, sem Joan Latimer hafði borið á Clare. Hugsazt gat að þetta væri óaf- vitað hjá Meg, en samt gerði það Clare hikandi. —i Kemur Ralph hingað bráð- um? spurði Meg. — Já, svaraði Clare. — Hann þarf að tala um ýmsar fram- kvæmdir við Simon, og við Jock líka held ég. — Þá miðar hvíldarheimilinu eitthvað áfram geri ég ráð fyr- ir, sagði Jock ánægður. Ég veit ekki hve langt það er komið á leið, sagði Clare. Þér er líklega áhugamál að það verði tilbúið sem fyrst, svo að þú getir farið beint til Exet- er þegar þú ferð frá okkur? Clare muldraði eitthvað sem ekki var hægt að skilja. Hún fann að hún mundi aldrei geta tekið að sér starf, ef sá böggull fylgdi skammrifi að hún þyrfti að sjá Simon að staðaldri. Framhald í næsta blaði. ÁSTIN KEMUR AÐ LOKUM FRAMHALD AF BLS. 11. Ég hélt mig dálítið á hléborða sem hlutlaus áhorfandi á með- ££ — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.