Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 14
Hraunstraumurinn, sem kom beljandi niður Heiðmörkina mætti nyrðri straumn- um á láglendinu nærri Gvendarbrunnum og- eftir það skipti engum togum að fyrsta hraunelfan rann út í Elliðavatn. Það gufaði upp jafnótt og þrjár klukku- stundir Iiðu unz glóandi hraunflóðið tók að byltast yfir stífluna þar sem Elliðaár renna úr vatninu. wsmMi '% ‘:'K ' M.'l WW' 'Wíi/ir . • ‘«í.l ,'-í'.- ■• i'., r!' ’■/ '.''i'íl1,'"'i.i" 5miim 0 •uMuíiiÍjitlfiÍ ''i-fltiflilj '' ■i, ffljÍOt&’ ififrHi . ■ ' /A.' >, ' kw&glj?! í " 'itílttt'' Frh. GVENDAR- BRUNNAR FYLLAST „Þessi fjandi dugar víst ekki lengur“, sagði hann og reyndi að sýnast hressari en efni stóðu til, „bezt að koma sér niður á ritstjórn“. Svo tók hann pelann og kláraði úr honum í einum teyg, en henti honum svo langt út í móa. Hann var orðinn slompaður, þegar þeir komu á ritstjórnina. Hann bað Jakob að koma með sér inn, og hjálpa sér að skýra frá atburðum, og þeir gengu báðir saman inn til ritstjórans. En þá fann hann að hann gat varla sagt honum frá slysinu, svo hann bað Jakob um að skýra frá því. Á meðan dreif hann sig í ískalt sturtubað og nuddaði sig allan með grófu handklæðinu þar til hann var orðinn eldrauð- ur frá toppi til táar. Svo settist hann við ritvélina og fór að skrifa frétt dagsins um gosið og hraunstrauminn, sem stefndi í áttina til borgarinnar, skýrði frá þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið hjá leiðangursmönn- um, en forðaðist að minnast á slysið. Hann treysti sér ekki til þess, og það varð annað hvort að bíða betri tíma, eða að ein- hver annar varð að taka að sér að skýra frá því. Þegar hann var að Ijúka við að skrifa fréttina, kom ritstjór- inn inn til hans, klappaði honum vingjarnlega á öxlina og spurði hvort hann vildi ekki fara heim og leggja sig. En hann kærði sig ekkert um það. Hann vissi að ef hann hefði ekki nóg fyrir stafni, þá mundi hann aftur fara að hugsa um þennan hryllilega at- burð og kannske missa stjórn á sér aftur. Nei, hann sagðist mundi skreppa heim til að hafa fataskipti, hitta fjölskylduna að- eins og fá sér eitthvað í svang- inn, — svo ætlaði hann uppeftir aftur, til að fylgjast með því, sem þar var að gerast. Og nú stóð hann þarna á hóln- um, með annan ljósmyndara við hlið sér, og fylgdist með rauð- glóandi hraustraumnum, sem byltist yfir Sandskeiðið. Rétt eftir að þeir komu á stað- inn hafði ljósmyndarinn ætlað að hlaupa af stað í áttina til hraunsins, en Styrmir hafði þá rifið í hann svo hrottalega, að hann féll kylliflatur. Þegar hann leit upp, hélt hann fyrst að Styrmir hefði misst vitið, því hann var afmyndaður í framan af vonzku og heift, reiddi hnef- ann framan í hann og stundi upp úr sér, að ef hann hreyfði sig eitt hænufet frá honum, þá mundi hann berja hann svo hrottalega, að hann yrði að fara í sjúkrahús í langan tíma. Eftir það hafði Styrmir alltaf gát á ljósmyndaranum, sem þorði ekki að hreyfa sig frá honum aftur. En þeir voru ekki aldeilis ein- ir þarna við Sandskeiðið. Frá því snemma um morguninn hafði verið stanzlaus röð bíla á veg- inum, svo að algjört öngþveiti varð þar um tíma, þar til lög- reglan tók til sinna ráða, og stöðvaði alla umferð austur veg- inn, nema þeirra, sem þangað áttu sannanlegt erindi. En samt voru hundruð, ef ekki þúsund- _ VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.