Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 10
sem ég b|ó, kyssti ég Luke systurlega á vang-
ann. „Þú mátt treysta því, að ég segi þetta af
fyllstu einlægni,“ sagði ég.
Aldrei hef ég séð slíkan feginleik í svip nokk-
urs manns ... jafnvel ekki þeirra karlmanna,
sem fegnastir hafa orSið að losna viS mig.
Þegar bíilinn nam staðar úti fyrir húsinu, þar
Phoebe systir mín, sem er nokkuð yngri en ég, hefur nú unnið
að því árum saman að koma mér í hjónaband. Þannnig hyggst
hún koma fram hefndum fyrir öll þau ár, sem ég var henni
til þreytu og leiðinda — það er að segja frá því að hún fæddist
og þangað til hún varð ástfangin.
Ég segi hvað eftir annað við hana: „Sjáum nú til — ef
mig langar til að skemmta mér eitthvert kvöldið, eru tugir
leiklistarmanna, sem allar stúikur tilbiðja, meira en röiðu-
búnir að veita mér alla þá aðstoð — enda skjólstæðingar mínir.
Ef mig langar til að lenda í harka’egri sennu, þá eru keppinaut-
ar mínir — aðrir blaðafulltrúar leiklistarmanna i New York
—■ óðara til taks. Sjálf þreytist þú aldrei á að gefa mér góð ráð
í öllum hugsanlegum og óhugsaniegum málum. Hvað hef ég þvi
við eiginmann að gera?“
En Phoebe lætur eins og hrm heyri ekki til mín. Nú er hún
orðin svo ákaflega gáfuð — og ákaflega hamingjusöm, auð-
yitað. Hún er að minnsta kosti nógu skarpskyggn til þess að
sjá, að ég er ekki hamingjusöm, og tekur því ekki mark á
neinum undanbrögðum. Síðan hún og Dan komu heim aftur
úr dvöl sinni erlendis, en þangað var Dan sendur á vegum
hlutafélagsins, sem hann starfar hjá, þá hefur verið óslitinn
straumur af ókvæntum og glæsilegum samstarfsmönnum hans
heim til þeirra, hverja þá helgi, sem ég hef heiðrað þau hugul-
sömu hjón með návist minni.
Það er svo sannarlega ekki henni systur minni að kenna
— og raunar mér ekki heldur — að enginn af þessum ókvæntu
og glsæilegu samstarfsmönnum mágs míns hefur verið mér
að skapi, eða ég þeim. Það var ekki heldur þeim eða mér að
kenna, að ég skyldi einmitt koma í heimsókn til þeirra sömu
helgina og þau Mathewshjónin komu aftur heim frá Suður-
Ameríku.
Þessi helgi byrjaði ekki sérlega gæfulega. Um leið og ég kom
auga á Dan, þar sem hann stóð á brautarpallinum og beið komu
minnar, svo að hann gæti ekið mér heim í bílnum, sá ég það
á svip hans, að hann leit á mig eins og eitthvað óhjákvæmilegt.
„Það er ekki laust við þig ólánið", varð mér að orði um leið
og ég rétti honum töskuna mína. Hann tautaði eitthvað um leið
og hann setti töskuna í aftursætið og settist undir stýri, án
þess að hann væri að hafa fyrir bví að opna fyrir mér bíldyrnar.
K
I »annski ætti ég strax að taka það fram, að við lögðum
hatur hvort á annað við fyrstu sýn. Við höfðum borið
vopn hvort á annað æ síðan Phoebe dró hann heim til okkar í
fyrsta skipti og tilkynnti fjölskyldunni að hún hefði sem sagt
ákveðið að giftast honum. Hins vegar höfðum við samið eins-
konar vopnaðan frið með okkur í viðurvist Phoebe, sökum þess
að henni — þó skarpskyggn sé — mundi það með öllu óskiljan-
legt að tvær manneskjur, sem hún ann svo mjög, séu ekki sjálf-
ar vinir. Það hefur orðið þegjandi samkomulag með okkur að
svipta hana ekki þeirri sjálfsblekkingu.
En þegar hún hvorki heyrir til né sér eru öll vopn óðara dreg-
in úr slíðrum. Sérhver setning er eins og hárbeitt sverð, sér-
hvert augnatillit leit að berskjölduðum stað. Þetta kvöldið var
það ég, sem brá sverðinu fyrr. „Hvað heitir hann sá, sem á
að verða fórnarlamb mitt yfir þessa he!gina?“ spurði ég og brosti
mínu blíðasta brosi. „Segðu mér annars eitt, Dan — hvernig stend-
ur annars á því, að allir þessir ókvæntu, ungu menn, sem eiga
svo glæsilega framtíð hjá fyrirtækinu, eru svo gersamlega svipt-
ir öll u því, sem með þarf til að öðlast kvenhylli? Eða eru það
kannski eingöngu þeir, sem lakast eru af guði gerðir hvað það
JQ _ VIKAN 6. tbl.