Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 26
 Sigurður Magn- ússon ferðaðist víða um Suður- Afríku og kynnti sér viðhorf svartra manna og hvítra. Ilann segir frá þcim og öðru sem á dagana dreif í þessu og næstu blöðum VIK- UNNAK. ndag er föstudagur 29. nóvember og klukkan er að verða 11. Ekki verður það sagt með neinum sann- indum, að upphaf ferðarinnar hafi verið með mikl- um glæsibrag. Við áttum að fara frá Luxemborg um hádegisbil í dag og þar beið ég flugvélarinnar, sem fór frá London á réttum tíma. Þegar við félag- arnir tókum að gá til veðurs i morgnn þótti okkur ískypgilega dimmt i lofti, og um hálf ellefu leytið flufti Einar Aakrann, forstióri Loftleiða í Luxem- fcorg, okkur þau tíðindi, að flugvél Trek Airways, sem sveimað hefði yfir Findcl flugvelli undanfar- inn hálftima, væri nú á leiðinni til Diisseldorf, en þnngað yrði þeim farþegum, sem biðu i Luxemborg, ekið í stórri bifreið. Hve langt? Um 300 kílómetrar. Ja. hver andskotinn. Á maður nú fyrst eftir að hrist- ast klukkutímum saman i bifreið áðnr en lagt verð- ur i þessa andstyggilega löngu flugferð? Það verð- ur ófrýnilegur Tslendingur, sem staulast út úr flug- vélinni í Jóhannesborg — ef hann kemst þá nokk- urntíma á leiðarenda. Og nú tek ég að vorkenna sjálfum mér að hafa ratað i það ólán að láta Jóhann- esborg frcista mín. Hvern fjárann er ég eiginlega að esnast lil Jóhannesborgar? Hefði mér ekki verið nær að aka stillilega austur i Hveragerði, parkera mér i svo sem hálfsmánaðar tíma hjá Árna góðvini minum í Grasagarðinum, lesa þar eitthvað af Jjeim góðu bókum, sem ég hef aldrei tíma til að njóta, velta mér þar í sundlauginni, éta gras, slæpast og koma svo aftur heim hress og sprækur. En þetta var ég nógu vitlaus til að vilja ekki, og þess vegna er mér nú straffað að makleikum. ftg fnr svo út á flugvöll i fylgd góðvina minna frá Loftleiðum, sern konm til fundar við mig í gær- kveldi. Við liittum þar von Mellanthin, Luxemborg- ar forstjóra Trek Airways. IJann er þar í hópi þeirra tæplega 30 farþega, sem héðan eiga að fara. Ég tek farmiðann minn og' tösku. Eftir andartak er ég form- lega skráður farþegi til Jóhannesborgar. Bifreiðin er væntanleg innan stundar. Ég kveð vini mína, sem árna mér fararhéilla, van Mellantliin býður upp á hressingu, og við setjumst saman og fáum okkur árbit, meðan j)ess er beðið að bifreiðin komi. Svört vetrarþokan grúfir yfir flugvellinum. Veður- spámenn fullyrða, að lienni muni ekki létla í dag o'> þess er þvi engin von að flugvélin komi til þess að sækja okkur. Longferðabifreiðin verður þvi eina úrræðið. En hvernig stendur annars á því, að þessi I)if- reið skuli ekki vera fyrir löngu komin? Hvað dvel- ur Orminn langa? Við göngum upp i skrifstofu van Mcllanthins. Hann fer að leita upplvsinga um bif- reiðina. Ég tek til að lesa pésa mína um Suður- Afríku, og veiti simtali van Mellanthins lilla at- hygli fyrr en hressilegt blótsyrði gefur til kynna, nð hér muni ekki allt með felldu. Það upplvsist nefnilega, að bifreiðinni hafi samvizkusamlega ver- ið ekið áleiðis til Diisseldorf, svo sem um var beð- ið, en þar sem stýrimaður hennar vissi ekki betur en að liann ætti að sækja l)angað Lundúnafarþega þessa suður-afrikanska flugfélags, ])á fór bifreiðin náttúrleta tóm. Og nú upphófst eltingarleikur að ná i aðra bifreið, sem vitanlega var ekki þar, sem hennar var fyrst leitað. Ekki myndi þetta verða til að flýta förinni suður á bóginn. Bölvuð slysni. Það fór svo sem bærilega um mig meðan ég beið í skrifstofu jaessa góða van Mellanthins. Ég notaði í'mann til þess að lesa grein, sem hann lánaði mér um „apartheit“ — mál þeirra Suður-Afríkumanna. Greinin var skrifuð af einhverjum blámanni, sem taldi sig þurfa að sanna, að ])að væri Svertingjum engu minna nauðsynjamál en hvítum, að múr að- 26 — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.