Vikan


Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 20
SR. JÓHANN HANNESSON SKRIFAR AFRAMHALDANDI SVIK - EÐA NÝ STEFNA GAGNVART ÆSKULÝÐNUM. Kjarni málsins í því, sem áður var að vikið, var í stuttu máli sá að vér höf- um sem þjóðfélag brjálað verðmætaskyn æskulýðsins. Þess vegna lærir hann hvorki að meta verðmæti, greina þau eða fara með þau. — Hvar er siðfræði í bókasafni eldra fólksins og hve oft er henni flett upp? Niðurgreiðslur, kauphækkanir, gengisfellingar, skattsvik, tildur og prjál í byggingum, skemmtanalífi og einkalífi, auglýsingaskvaldur útvarpsins, hrottaleg happdrættishyggja og ruddaleg pólitík hafa átt mikinn þátt í þessari þróun. Þessi fyrirbæri draga hugann burt frá málefnaleika og sönnum mannlífshugsjón- um. Unglingarnir verða hér hráefni. Þeir hafa oft komizt upp fyrir „hálauna- menn“ á undanförnum árum. En svo er stöðugt setið um þá, að tæma þeirra vasa, meitla utan úr ráðdeild þeirra og manngildi. í happdrættishyggjunni er stöðugt verið að spenna ágirndarbogann fastar og fastar og stinga sífellt girnilegra agni á öngul eyðsluseminnar, til þess að tæma vasa hinnar yngri kynslóðar. Þetta þarf hver unglingur að vita. Erlendir uppeldis- fræðingar vara æskulýðinn við happdrættiskaupum (ekki við merkjakaupum). Hvers vegna gera þeir það? Happdrættin ala upp með mönnum óraunhæfar draumvonir um að fá mikið fyrir lítið eða ekki neitt, og verður það hjá sumum mönnum að þráhyggju. Sem dæmi skal nefnt: Ef þú átt alla miðana í góðu happ- drætti, fær þú um 70% kostnaðarins í vinningum, en tapar um 30%. Ef þú átt fáa miða, þá vinnur þú oftast ekki neitt heldur leggur fram fé til að gera aðra ríka. Athuganir erlendis hafa sýnt, að oft verða hinir stóru vinningar til mikillar bölvunar þeim, sem vinna! Hjá oss gæti ríkisvaldið beitt áhrifum sínum í tvær áttir: Að fækka happ- drættunum og jafna vinningana, og mætti með því mikið spara. Skipa mætti velferðarráð til þess að skipta ágóða milli verlferðarstofnana og hafa aðeins eitt happdrætti. Eins og nú er komið, ala happdrættin á ráðdeildarleysinu og eigingirninnni. Og ef hugur fylgdi máli í tali ráðamanna vorra um sparnað, þá yrði hér breyting á. NVAÐ MÁ TIL VARNAR VERÐA? Æskulýður vor fæðist inn í verðbólguþjóðfélag og vex upp í því. Gamaldags ráðdeild dugir þar ekki. Hún leiðir aðeins til þess að „hinn heiðarlegi er svik- inn og hinn ráðvandi prettaður“ eins og St. Zweig komst að orði. Nú telur að vísu ríkisvaldið ekki rangt að spara, telur þá ekki seka, sem leggja sparifé í bankana. En það fer með þá eins og þeir væru sekir. Hins vegar hefir stjórnar- völdum verið kunnugt um margvísleg skattsvik, án þess að geta fært sönnur á þau og náð þeim skatti, sem greiddur skyldi. En samt hafa þessir menn slopp- ig — og hælzt um, líta enda á starfsmenn ríkisins eins og aumingja eða mýs undir fjalaketti, af því að ríkið sér svo um að þeir sjá aðeins tölurnar, ekki sjálfa peningana, sem þeir greiða í skatt. Ríkið lendir í því að iáta hinn seka sleppa, en framselja hinn saklausa. — Sparifjáreigendur hafa í senn verið háðulegir og nytsamir sakleysingjar í þjóðfélagi voru, einnig hinir ópersónulegu sparifjár- eigendur, svo sem tryggingasjóðir og menningarsjc'Air, sem bera nöfn mætra manna, kvenna og karla. Þegar auglýstir eru til umsóknar styrkir úr þessum sjóðum •— og enginn ungur maður nennir að setja nafn sitt á biað til þess að sækja um styrkinn (þetta hefir gerzt), þá er verið að halda upp til háðungar nöfnum sumra mætustu manna fortíðarinnar. Samt væntir sú kynslóð, sem þetta gerir, að æskan beri virðingu fyrir einhverju, jafnvel henni. í stuttu máli: 1. Sparnaður til langs tíma leiðir til þess að þið verðið féflett. Þau verð- mæti, sem þið vinnið fyrir, eru með verðbólgukerfinu afhent öðrum, sem ekki hafa unnið fyrir þeim, einkum bröskurum. 2. Sparnaður til skamms tíma er hins vegar nauðsynlegur, t.d. ef þið ætlið að kaupa einhvern verðmætan hlut, fara í skóla heima eða erlendis, safna til væntanlegs heimils o. fl. 3. Skynsamlegra er alð geyma fé í banka en í vösunum eða í skúffu heima, sökum þjófahættu. Látið hins vegar fé ekki vera lengi Framhald á bls. 40. 2Q — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.