Vikan - 06.02.1964, Blaðsíða 11
snertir, sem þið hafi'ð á boðstólum handa
mér?“
Mágur minn blimskakkaði á mig augun-
um og glotti. „Þú misskilur þetta“, sagði
hann. „Ég vel þá úr eingöngu vegna þess
að ég hef, því miður, ekki minnstu von um
aðrir mundu fást til að líta við þér. Allir
karlmenn, sem ekki eru kvæntir um þrí-
tugt . . .“ —• hann lagði áherzlu á orðið
karlmenn — en engu að síður skildi ég
sneiðina — „eru að einhverju leyti afbrigði-
legir. Ég vil þó taka það sérstaklega fram,
með tilliti til þess hve leikarastéttin, sem
þú umgengst öllum stundum, er gerspillt,
að ég á ekki þar með við það, að þeir séu
kynvillingar. En þeir eru að einhverju leyti
afbrigðilegir engu að síður. Einkennilegt,
en hverju orði sannara".
Ég lét sem ég væri sakleysið sjálft. „Þá
hljóta allir ungir og efnilegir menn, sem
kvæntir eru á þeim aidri, að vera einstak-
lega heilbrigðir og hamingjusamir á allan
hátt?“
„O-nei, ekki allir, því miður“, svaraði
hann. „A meðal þeirra fyrirfinnast menn,
sem orðið hafa fyrir því óláni að kvænast
annaðhvort svo elskulegum konum, að þær
þreyta þá þegar til lengdar lætur, eða svo
fluggáfuðum og ráðríkum kvenskössum, að
þær hefðu hvergi liðizt nema þar sem þeir
ágallar eru taldir til kosta — til dæmis
sem blaðafulltrúi leikistarmanna . . .“
Hafi hann gert sér vonir um að þarna
hefði honum tekizt að særa mig, mundi
hann hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Vesal-
ingarnir“, sagði ég hæðnislega. „Og vitan-
lega hafa þeir svo ekki mannrænu í sér
til að skil^a við kerlingar sínar, vegna þess
að eitt af boðorðunum hjá hlutafélaginu
hljóðar þannig, „þú skalt ekki skilja við
konu þína“.“
Dan urraði við. „Hlutafélaginu mundi
standa nákvæmlega á sama, svo framarlega
sem víst væri að það kæmist ekki í há-
mæli. En sérhver sá af starfsmönnum þess,
sem tæki upp á því að skilja við konu sína
eftir langt hjónaband, þyrfti þar ekki griða
að biðja. Hann yrði alltaf svo önnum kaf-
inn við að reyna að sýna öllum og sanna
að hann væri ekki skepna, að hann hefði
ekki tíma til að sinna störfum sínum“.
Þar með lauk fyrstu lotunni þannig að
Dan þóttist hafa betur, því að við ókum heim
að húsinu um leið og Phoebe var óðara
komin út til að taka á móti okkur. Systir
mín er einstök í sinni röð. Að vissu leyti
er hún dæmigerður fultrúi ungra kvenna,
sem giftar erp mönnum í vellaunuðum stöð-
um og á uppleið — vel klædd og snyrt,
glæsileg í framkomu og ákveðin í skoðun-
um og allt það. En henni er það svo ger-
samlega eðlilegt og ósjálfrátt, auk þess sem
hún ljómar öll af hamingju — það á hún
Dan að þakka, og það er ein af ástæðun-
um fyrir því, að ég held frið við hann á
yfirborðinu — að öllum bókstaflega hlýtur
að líða vel í návist hennar. Maður getur séð
hana fyrir sér í anda sem framkvæmda-
stjórafrú að tuttugu árum liðnum. Raunar
getur maður líka séð Dan fyrir sér í anda
sem framkvæmdastjóra. Hann er í senn
gæddur þessari heillandi framkomu og hóf-
lega dulbúnu einbeittni, sem ævinlega og
alls staðar tryggir mönnum sigur.
Phoebe var öll á iði, eins og stelpukrakki,
sem kmoizt hefur að leyndarmáli og getur
ekki með nokkru móti stillt sig um að segja
frá því. „Veiztu bara hvað“, hrópaði hún
upp yfir sig. „Dásamlegar og óvæntar frétt-
ir . . . reyndu að gizka á, hvað . . .“
Dan þreif hana á loft og sveiflaði henni
í kringum sig. „Mér kemur ekki til hug-
ar að fara að leggja það á mig, elskan", sagði
hann, „af þeirri einföldu ástæðu, að þú seg-
ir mér það . . .“
H
H 0 árrétt athugað“, sagði hún ólíkinda-
lega og smeygði sér úr örmum hans
til að kyssa mig. „Matthews-hjónin!“ hróp-
aði hún sem fyrr og sneri sér aftur að
honum. „Luke og María-gimsteinn eru kom-
in heim frá Bogota — loksins — og þau
eiga að búa og' starfa hérna í aðalstöðvun-
um“.
Dan brosti, svo að það leyndi sér ekki
að honum fannst þetta fagnaðarfrétt. „Hvar
eru þau?“ spurði hann.
„Þau eru á leiðinni hingað. Verða komin
eftir svo sem klukkustund. Ég hef sett
kampavínið í ís, og lagt mig fram við að
gera kvöldmatinn sem dýrlegastan. En kom-
ið þið nú inn“. Hún leiddi mig inn í hús-
ið. „Þú verður hrifin, þegar þú sérð Luke“,
fullyrti hún. „Hann er glæsilegri en nokk-
ur af þessum frægu leikurum þínum. Og
gáfaður. Og bráðfyndinn. Og heillandi í
framkomu".
„Það er helzt að heyra að þú sért sjálf
hrifin af honum“, varð mér að orði, um
leið og leit fyrst á hana og síðan á Dan.
Dan glotti en Phoebe skríkti af kæti.
„Karólína — mikill dómadagskjáni geturðu
verið. En það er þýðingarlaust fyrir þig að
reyna að gera Dan afbrýðisaman; hann veit
fullvel, að til þess er ekki minnsta ástæða.
Ég ann Luke eins og bróður — þú manst
hvað okkur langaði alltaf til að eiga bróð-
ur?“
„Við höfum þekkt þau lengi", sagði Dan.
„Kynntumst fyrst í undirbúningsdeildinni,
og unnum síðan samtímis í nokkrum fram-
leiðsludeildum hlutafélagsins. Nú hafa þau
dvalizt í Suður-Ameríku síðustu þrjú árin,
og ég held að Luke hafi verið orðinn hrædd-
ur um að hann yrði ekki kallaður heim
aftur. Það er nefnilega alltaf til í málinu,
þegar menn eru sendir eitthvað erlendis í
sérstökum erindum fyrir félagið11.
„Það kemur mér dálítið spánskt fyrir
sjónir að þú skulir fagna því svö mjög að
hann hefur verið kallaður heim. Mér
skilzt á öllu að hann geti einmitt orðið
þér hættulegur keppinautur á framabraut-
inni“, sagði ég.
Þetta þótti Phoebe ákaflega fyndið, en
Dan gætti sín og setti upp hlutleysissvip.
„Það er betra að berjast við vin sinn en
fjandmann", tautaði hann. „Það segjum
við að minnsta kosti, þarna hjá hluta-
félaginu. Og er það ekki líka þannig i
þinni styrjöld?"
„Svona, verið ekki alltaf að glettast
þetta“, sagði Phoebe, ssm hélt að þessi
skætingur væri einungis grín oklcar 03
glens. Og svo bætti hún við og lækkaði
röddina, eins og það væri fyrst og fremst
mér ætlað: „Það getur aldrei komið til
neinnar keppni þeirra á milli. Luke vinn-
ur í auglýsingadeildinni og ber ekkert
skyn á vélaverkfræði. Og þó svo ekki
væri, mundu þeir aldrei berast á bana-
spjótum".
„Ekki næstu árin að minnsta kosti“,
sagði Dan. „Ekki fyrr en við færum að
keppa um sjálft hásætið".
„Hún fer illa með menn, minnimáttar-
kenndin", sagði ég meinlega. „En meðal
annarra orða — hvers vegna hefur kon-
an hans fengið þetta viðurnefni . . . María
gimsteinn ,eða var það ekki svo, sem þú
kallaðir hana? Og hvernig er hún eigin-
lega?“
Það varð þögn rétt sem snöggvast, og
þau hjónin litu hvort á annað, sísvona
eins og hjónakorn gera á stundum.
„María gimsteinn? Jú, af því að hún á
það skilið, auðvitað. Hún er indæl . . .“
svaraði Phoebe 03 brá fyrir sig þessari
ljúfu ólíkindarödd, sem hún tamdi sér
krakki, þegar hún vildi leyna einhverju.
„Hún er bæði góð og falleg“, tók Dan
undir við hana, kannski helzt til inni-
leg. „Hún fellur að minnsta kosti ekki
undir þær kvengerðir, sem ég minntist
á við þig áðan . . .“
0 g vitanlega sá ég það líka um leið
og hún gekk inn. María gim-
steinn bar það með sér, að hún var ein
af þessum ástljúfu heimadúfum -— nema
hvað hún var hreint ekki smá í sniðum;
þvert á móti var hún öll í stærra lagi,
en ósköp góðleg og ekki laus við að vera
svolítið ,,sveitó“, þið skiljið hvað ég á
við. Gat helzt ekki um neitt talað ann-
að en eiginmann sinn — sem var alfull-
kominn og óskeikull — krakkana þeirra;
þau voru fjö.gur, hlaðin fjörefnum og gat
ekki orðið misdægurt - og svo auðvitað
heimilið; hún vildi eignast stórt hús, búið
húsgögnum af vönduðust gerð . . . Upp-
talið.
En Luke, maðurinn hennar, hann . . .
hann var eins og ég hafði heyrt honum
lýst — hundrað karata, að minnsta kosti.
Mikill vexti, karlmannlegur og fríður á
sinn hátt, og framkoman . . . í einu orði
sagt heillandi. Framhald á bls. 44.
Smásaga eftir John W. Smith
VIKAN 6. tbl. — -Q