Vikan


Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 25.06.1964, Blaðsíða 39
— Draugar? Nei, hér eru ekki draugar. Og ef einhverjir eru, þá eru það ómerkilegir draugar og ekkert haldgóðir. Það var miðvikudagskvöld í júlí og blíðuveður. Hraunspildan milli vegarins og vatnsins var skreytt tjöldum og bílum og iðaði af sumarlegu fólki. Einhvers staðar úti á hvítkyrru vatninu malaði þunglyndislegur bátamót- or og himbriminn dýpkaði á sér. En við hossuðumst til höfuðborg- arinnar fram hjá bæjunum, sem enn er eftir að heimsækja. Til þess þarf annan dag. Framhald í næsta blaði. LÍKKISTA HANDA HR. CASH Framhald af bls. 15. Hann kom bakdyramegin, svo Danny yrði ekki á vegi hans, og ég opnaði fyrir honum. Ég sagði Danny, að ég ætlaði niður í geymzlu að leggja mig. Hann átti að vera á verði og ef einhver hringdi, ætti hann að segja, að ég væri upptekinn og myndi hringja þegar ég kæmi. Líkurnar á því, að einhver hringdi, voru ein á móti þúsund. Svo laumuðumst við Al út um hliðardyrnar. Þetta var falleg nótt. Við geng- um. Borgin var þögul. Skemmti- staðirnir voru allir hinum megin. Við fórum í gegnum fbúðarhverfi og heyrðum barnagrát, kattarbreim og hjónadeilur. Það var varla nokk- ur á ferð. Við náðum klakklaust heim í herbergi Als, sem hann not- aði aðeins, þegar hann vildi fylgj- ast með bankanum. í myrku herberginu drógum við stóla út að glugganum. Hinum meg- in við götuna loguðu Ijós í glugg- um bankans. Brynvarinn bíll ók upp að stóra hliðinu, vörður kom út og opnaði það, bíllinn fór innfyrir, vörðurinn læsti hliðinu á ný og bíll- inn ók aftur fyrir bankabygging- una. Niður á götunni fór lögreglubíll framhjá. Fyrst var mér heitt. Svo var mér kalt. Ekkert gerðist. Ekkert, sem ég gat séð, að minnsta kosti. En að lokum hallaði Al sér áfram. — Heyrðurðu þetta? Ég hafði ekkert heyrt nema hljóð, sem líktist því að skóflufylli af kol- um væri látin detta. — Þetta var múrsteinaveggurinn. Nú eru Marty og strákarnir komn- ir inn fyrir og teknir til óspilltra málanna. Ef þjófabjallan glymur ekki á næstu tveim mínútum, eru þeir ofan á og þá er röðin komin að okkur. En það voru langar tvær mínút- ur. Lögreglubíllinn ók af'ur inn göt- una. Það heyrðist ekkert í þjófabjöll- unni. Al stóð á fætur og virtist nú heldur örari en venjulega. Hrein frísk heilbrigð húð Þa8 skiptir ekki máli, hvernig hú8 þér hafiSÍ Það er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzf. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. VIKAN 26. tbl. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.