Vikan


Vikan - 09.07.1964, Page 12

Vikan - 09.07.1964, Page 12
ólíklegt, að ýmis þau tæknilegu undur, sem sýn- ingargestir fá smjörþefinn af, verði komin í al- menna notkun eftir svo sem áratug eða jafnvel fyrr. Samt er mottó sýningarinnar hvorki tækni né framfarir, heldur ,Peace through understanding"; eða friður vegna skilnings, afskaplega göfugt yfir- varp. Samt varð ég ekki var við, að ég fengi neinn nýjan skilning á neinu öðru en því, að heimur tækninnar er stórkostlegur og lítil takmörk virðast því sett, hvað menn geta afrekað á því sviði. Ekki má ég heldur gleyma öðru mikilvægu atriði: Þessi heimsýning er líka óður til fegurðar- innar í formum, litum og línum. Hvergi hef ég séð á einum stað annan eins unað í djörfum og nýstárlegum arkitektúr. Maður lætur berast með straumnum og virð- ir fyrir sér fagurlega spúandi gosbrunna, iðgrænar grasflatir, hringlaga pavilíóna, burstarlaga timburskála og mjallhvít plastkúluhús. Svo þegar þreytan í fót- unum fer að segja til sín, þá hoppar maður uppá hjólatrillu frá ameríska gráhundafélaginu, sem ann- ast alla mannflutninga innan sýningarsvæðisins. Það geta tveir setið á svona hjólatík, en ökumaður- inn lætur dæluna ganga, ef þess er óskað, um allt sem forvitinn ferðalang fýsir að vita um. Ég ákvað að byrja á því, sem mest er talið og veg- legast: sýningarhöll General Motors, þess fyrirtækis sem stærst verður fundið í heiminum. Þar hopp- aði ég af hjólatikinni og tók mér stöðu í biðröð, sem sýndist í fljótu bragði ískyggilega löng, en þeir hafa tæknina á valdi sínu hjá General Motors og afgreiða þrjú þúsund manns á klukkustund hverri. „Estimated waiting time one hour" stóð á skilti og það stóð heima,- að klukkustund liðinni settist ég ásamt fjölskyldu frá Japan uppí opna lest, sem leið inn í myrkur unz undrin birtust. Þá er þar fyrst til máls að taka, að fyrir okk- ur urðu þau svæði ýmiskonar hér á jörð, sem enn hafa ekki verið numin að ráði. Það eru til dæmis sárgrætilega fáir mannabústaðir í hafdjúpum bor- ið saman við einstaka alltof þéttbyggða staði ofan jarðar og mátti skilja, að bráðlega yrði bætt úr þessu jafnvægisleysi í byggð jarðarinnar. Því lestin brunaði inn í mjög ókennilega birtu en þörungar og fiskatorfur á báða bóga. Fór ekki framhjá neinum, að hér var lestin stödd í haf- djúpum og hafði þar verið byggður neðansjávar skemmtistaður. Sást gerla, að menn stóðu innan Xæknifræðingar General Motors telja að byggja megi í sjávardjúpunum sem annarsstaðar. Hér er neðansjávar skemmtistaður, sem sýndur er á sýningunni. Til hægri sést farartæki, sem ætlað er til smá- ferðalaga um hafsbotninn út frá húsinu. , ' : ...... ; við gluggana og skoluðu niður drykkjum sínum meðan þeir rýndu út í djúpið. Mun þetta allt saman vera á döfinni, líklega helzt í Miðjarðarhafinu og verður væntan- lega fengur fyrir alla þá, sem löngu eru orðnir þreyttir á bardrykkju ofan sjávar. Auk þess verður hægt að fá einskonar hafdjúps- þyrlur með þreyfurum til þess að skreppa í smá ferðalög út frá skemmtistaðnum og voru nokkur þessháttar farartæki á sveimi þarna. Hingað til hefur þótt harðræði nokkuð að hafast við á heimskautum, en General Motors telur að þar megi viðhafa flestan munað, sem annarsstaðar fæst. Það sjá sýningargestir, þegar lestin rennur hljóðlega yfir Suðurskautsland- ið, þar sem heimskautafólk hefur reist nokk- ur frumleg hús á fjórum fótum. Sjást menn þar að bagsa við farartæki nokkurt, sem er í ætt við sjóskrímsli og fornaldardýr. Tvennt er það enn, sem hefur aftrað mönnum frá því að byggja og nema land: Frumskógar og eyðimerkur. En allt er þetta harla gott og mæta vel byggilegt, verði réttri tækni við komið. Eina maskínu hafa þeir svo úr garði gert, að framendi hennar ræðst á frumskóg og brýtur hann umsvifalaust und- ir sig. Síðan sést ekki gerla hvað gerist nema hvað aftur undan vélinni kemur hinn fegursti vegur, malbikaður og markaður ak- reinum. Skilst manni að það fólk, sem enn iðkar hausaveiðar og mannakjötsát í frum- skógum Brasilíu, fái nú brátt samgöngur til að komast burtu til menningarinnar líkt og afdalafólk á Vestfjörðum. Eyðimerkur verða hins vegar ræktaðar með áveitum og er það sýnt í sólsviðnum eyðimerkurdal, hvernig það gerist. r

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.