Vikan


Vikan - 09.07.1964, Síða 17

Vikan - 09.07.1964, Síða 17
'wwmi.i. Maður er nefndur Edward Stone, bandarískur arkitekf og raunar einn sá frægasti þar í landi. Hann hefur teiknað margar stórbyggingar um víða veröld og virðist hafa orðið fyrir nokkrum áhrif- um af persneskri og indverskri byggingarlist. Hon- um var falið það vandasama verk að teikna svo nýstárlegt einbýlishús fyrir heimsýninguna, að mark- aði tímamót. Það gerði hann og nú stendur hús- ið næst aðalinnganginum og hefur vakið verð- skuldaða athygli. Stone sagði: „Við förum ósparlega með landið, borgirnar stækka meira en góðu hófi gegnir. Við verðum að byggja þéttara. Við verðum að byggja einbýlishús því sem næst hvert upp að öðru, en til þess að vernda einkalíf íbúanna, þá verður hvert hús að snúa inn á við í stað þess að snúa gluggum sínum út að umhverfinu". Þetta er ein- mitt mergurinn máisins. Húsið snýr inn að yfir- byggðum garði. Auk þess eru fjórir minni garð- ar við hvert horn hússins, en allir lokaðir þannig að veggirnir í kringum þá eru jafn háir veggjum hússins. Inngangurinn og forstofan eru með venjulegu móti en síðan er komið inn í forkunnar fallegan skála, sem raunar er yfirbyggður garður. Þar er tjörn með gosbrunni og tré, sem teygir sig lang- leiðina upp að glerþakinu yfir garðinum. Lítil borð og stólar stóðu þarna við tjörnina og þar var ein- sfaklega friðsælt við nið af rennandi vatni. Ur þessum yfirbyggða garði er gengið inn í öll herbergi hússins. Stofan borðstofan og eldhúsið koma í röð á tvær hliðar, en svefnherbergi á hin- ar. Stofan er nálægt 60 fermetrum en sýnist ekki stór. í loftinu þar og annarsstaðar í húsinu eru hvítmálaðir furubitar, 8 tommu breiðir, en hljóð- einangrunarplötur á milli. Ég geri ráð fyrir því, að húsgögnin hafi verið teiknuð og framleidd sérstak- lega fyrir þetta hús, en þau voru framúrskarandi á margan hátt og nýstárleg. I þessu húsi var það fegursta samsafn gólfteppa, sem ég hef séð og sumar viðarklæðningarnar eru hreint augnayndi. Eldhúsið var á engan hátt nýstárlegt og mun aftar í tímanum en framtíðareldhús General Electric þarna á heimsýningunni. Hinsvegar var það búið ö'lum þeim tæknilegu ágætum, sem nú fást í eld- hús og eldavélin var í „eyju" á miðju gólfi. Borð- stofan var iburðarmikil en þess eðlis, að líklega hefur Stone gert ráð fyrir, að hún yrði einungis notuð á hátíðum og tyllidögum. Svefnherbergin voru hvert öðru fegurra, eitt þeirra búið húsgögn- um úr plexigleri. Baðherbergi var inn af hverju svefnherbergi og auk þess gengt út í lokaðan garð með terrassólagningu og rennandi vatni. Þeir sem einkum gangast fyrir útsýni mundu síðastir manna byggja svona hús; þaðan sést hvorki eitt eða neitt. En því eru menn vanastir í útlendum borgum að njóta einskis útsýnis, það er hlutur, sem ekki er reiknað með. Hinsvegar er augljóst, að fólk getur haft alla sína hentisemi vegna for- vitinna nágranna í húsi eins og þessu og mætti segja mér að jafnvel hér á íslandi þætti sumum það talsverður munaður. G. Einbýlishús framtíðarinnap á heimsýningunni yy Borðstofan var rúmgóð og búin mjög vönduðum húsgögnum. Kringlótt borð. Dökkur viður á veggnum, hvítir bjálkar og plötur í loftinu. 0 Úr eldhúsinu. Eldavélin er í „eyju" á miðju gólfi. Borðkrókur næst. Q Stofan var um 60 ferm. Langur leðursófi. Skrifborð fjærst. Bitar í loftinu. Q Eitt svefnherbergjanna var búið plasthúsgöngnum. Utan við hvert þeirra er lokaður garður með rennandi vatni. 0 „Verndun einkalífsins" var móttóið hjá Edward Stone, þegar hann teiknaði þetta nýstárlega hús. Takið eftir glerhjáiminum í miðju og lokuðum garði. p í skálanum sem verður undir glerhjálmnum er falleg tjörn, gosbrunnur og tré. Úr þessum yfirbyggða garði er gengið inn í herbergin. VIKAN 28. tbl 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.