Vikan - 03.12.1964, Blaðsíða 5
Með fyrirfram þakklæti.
Kona úr Fir'ðinum.
Ja, nú er það ljótt, kæra
kona.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að þeir léku báðir í þessari
mynd, kapparnir.
Að vísu hefur þú vafalaust
rétt fyrir þér að því leyti að
Clark Gable lék þar eitt aðal-
hlutverkið (stýrimanninn
Fletcher), en Errol Flynn var að-
eins ómerkilegur statisti, sem
fáir munu hafa tekið eftir, enda
var það ein af hans fyrstu kvik-
myndum, tekin árið 1935.
DVERGBIFHJÓL.
Kæri Póstur.
Ég var að glugga í gömul
VIKU-blöð um daginn og rakst
þá á, meðal annars, dvergbif-
hjólið svokallaða í þættinum
Vikan og tæknin. Ég fékk strax
áhuga á þessu og þess vegna
skrifa ég þér til að spyrja nánar
um þetta. Eru þessi hjól flutt
hér inn? Ef svo er, hver gerir
það? Hvað mundi það kosta hér
á landi? í blaðinu (41.tbl. 1961)
eru þau sögð kosta frá 100 og
upp í 300 dollara
Með fyrirfram þakklæti fyrir
greinargóð svör.
Finnur.
P.S.
Þið ættuð að halda áfram með
þáttinn VIKAN og tæknin, það
sakna hans áreiðanlega margir.
Sami.
Við vitum ekki til þess,
Finnur sæll, að nokkur flytji
þessi hjól inn, og auðvitað ekki
heldur hvað það mundi kosta
hér á landi. Sennilega getur þú
reiknað með að hver dollari í
slíkum tækjum „komi upp á“
að vera yfir 100 krónur íslenzk-
ar.
Þátturinn, VIKAN og tækn-
in“ hætti í VIKUNNI vegna þess
að áhugi fyrir honum reyndist
ekki nægur.
DÝR VIKA.
Kæri Póstur!
Mér þykir Vikan vera orðin
nokkuð dýr að hún skuli kosta
100 kr. eða að minnsta kosti
varð ég að láta 100 kr. fyrir hana
þegar ég keypti hana síðast.
Þannig var mál með vexti að
ég var stödd í rútu á B.S.Í. og
ætlaði út á land, kom þá dreng-
ur inn í bílinn, sem var að selja
Vikuna og Úrval. Ég bað um eina
Viku, en ég hafði bara 100 kr.
og ég rétti honum þær en hann
sagðist ekki geta skipt en geta
farið inn á afgreiðslu B.S.Í. og
skipt. Hann fór og skildi blaðið
eftir. En drengurinn var ekki
kominn eftir 15 mín. þegar bíll-
inn fór af stað. Drengurinn var
horfinn með 75 kr.
G. G.
Þetta er ljótt að heyra. Að
vísu erum við á þeirri bjarg-
föstu skoðun, að VIKAN sé dýr-
mætt blað, en viðurkennum
skilyrðislaust að 100 krónur fyr-
ir eintakið sé fullmikið.
Og svo er það þetta með
drenginn. Ef hann hefur gert
þetta viljandi og notað 75 krón-
urnar til að kaupa lakkrís og
kók, þá á hann flengingu skilið,
ef ekki meira. En svo getur hitt
aðeins komið til mála, — að
hann hafi ekki fengið skipt inni
í afgreiðslunni, því þar er oft
mikið að gera. Kannski hefur
hann beðið árangurslaust, eða
jafnvel hlaupið milli staða laf-
móður, til að fá skipt, og komið
svo niðureftir með afganginn,
þegar bíllinn var að renna úr
hlaði. Kannski hefur hann
hlaupið langar leiðir á eftir
bílnum, hágrátandi og veifað
peningunum um leið og hann
kallaði: „GG, elsku GG, stopp-
aðu og taktu peningana þína
GG, því ég afber ekki að hafa
þetta á samvizkunni. GG, GG,
GG“. Við höfum yfirleitt ekki
orðið varir við annað en að sölu-
börn Vikunnar væru fullkom-
lega heiðarleg.
En við vonum að þú hafir haft
ánægju af blaðinu.
SELTJARNAMÁL.
Kæra Vika.
Leystu úr deilu okkar. Við
eigum heima vestur á Nesi eins
og það er kallað, en við erum
ekki á eitt sáttar, hvort það
heitir Seltjarnarnes með r eða
Seltjarnanes.
Jórunn og Bjössi.
Spurningin er: hversu margar
Seltjarnir eru á nesinu. Eftir
umfangsmikla rannsókn, höfum
við komist að þeirri niðurstöðu,
að það sé þar aðeins ein með
því nafni og þar af leiðandi er
nafnið skrifað með r.
YAXA er óefað vinsælasta
svitameðalið á íslandi og
hinum Norðurlöndunum.
Reynið YAXA strax og þér
munuð sannfærast.
HtllMn Péturs Pttvrssmr
Suðurgötu 14 — Sími 19062.
VIKAN 48. tbl. — r