Vikan - 03.12.1964, Blaðsíða 63
að mótmaela þessu, Darko.
— Jeeja, en skammaðu mig þó
ekki, ef þér líkar þetta ekki. Kerim
var vandræðalegur. — Þetta verður
beint morð með köldu blóði. t
mínu landi er sofandi hundum lof-
að að liggia kyrrum, en þegar
þeir vakna og bíta, eru þeir skotn-
ir. Þeim er ekki boðið upp á ein-
vígi. Skilurðu það?
_ Ég skil allt sem þú segir,
sagði Bond. — Ég ó eina kúlu eftir,
ef ske kynni að þú hittir ekki.
— Komdu þá, sagði Kerim hik-
andi. — Við þurfum að ganga tölu-
vert. Hinir tveir fara aðra leið.
Kerim tók langan göngustaf af
bílstióranum og leðurtösku. Hann
sveiflaði hvorutveggja yfir öxlina
og þeir lögðu af stað eftir göt-
unni við gulan bjarmann af vitan-
um. Fótatak þeirra bergmálaði tóm-
lega í dimmum húsunum í kring.
Það var ekki sál að sjá, jafnvel
ekki kött, og Bond var feginn að
hann skyldi ekki vera þarna einn
á ferli í áttina að þessu glórandi
auga í fjarska.
Frá upphafi hafði hann haft á
tilfinningunni, að Istanbul væri
borg, þar sem hryllingurinn skríð-
ur út úr steininum á nóttunni. Hon-
um fannst þetta vera borg, sem
aldirnar höfðu vökvað svo í blóði
og ofbeldi, að þegar dagsljósið
hyrfi, væru draugar hinna dauðu
einu íbúarnir. Hann hafði á tilfinn-
ingunni, eins og aðrir ferðamenn,
að Istanbul væri borg, þar sem
hann mætti þakka fyrir að komast
burt lifandi. — Þeir komu að
þröngu, daunillu stræti, sem lá nið-
ur snarbratta hæðina til hægri.
Kerim beygði inn í sundið og fet-
aði sig yfir ósléttan flötinn.
— Gættu að fótum þínum, sagði
hann. — Sorp er mjög kurteislegt
orð fyrir það, sem mín elskulega
þjóð kastar hér út á göturnar.
Tunglskinið glampaði á götustein-
unum í sundinu. Bond var með lok-
aðan munninn og andaði í gegn-
um nefið. Hann gætti hvers fót-
máls. Setti alla ilina niður í einu
og gekk eins og hann væri að fara
niður snjóskriðu. Honum var hugs-
að til rúmanna í gistihúsinu og
mjúkra sætanna í bílnum í skugga
trjánna, sem ilmuðu svo dásamlega.
Hann hugsaði með sér, hvað hann
ætti eftir að komast í kynni við
margskonar óþefjan við þetta verk,
sem hann var nú að vinna.
Þeir námu staðar við botn sunds-
ins. Kerim sneri sér að honum og
glotti. Hann benti á gríðarstórt,
svart hús.
— Þetta er Moska Ahmet sold-
áns. Þarna eru fræg freskóverk
frá býsanska tímabilinu. Því miður
hef ég ekki tíma til að sýna þér
meira af því fallega í landi mínu.
Og án þess að bíða eftir svari
Bonds beygði hann til hægri, eftir
rykfallinni götu með mörgum ódýr-
um verzlunum, niður hallann f átt-
ina að Marmarahafinu. í tíu mínút-
ur gengu þeir þegjandi. Svo hægði
Kerim ferðina og benti Bond að
koma inn í skuggann.
— Þetta verður einfalt verk,
sagði hann lágt. — Krilencu er
þarna niður frá við hliðina á járn-
brautarlínunni. Hann benti óákveð-
ið í áttina á rauðu og grænu Ijósa-
iðunni við enda götunnar. — Hann
býr í kofa bak við háa girðingu.
A kofanum eru framdyr. Þar eru
líka hliðardyr út á götuna gegn-
um girðinguna. Hann heldur að
enginn viti um þær. Menn rriínir
fara að framdyrunum. Hann reynir
að sleppa út um girðinguna. Þá
skýt ég hann. Er allt í lagi?
— Ef þú segir það.
Þeir gengu niður eftir götunni
fast upp við vegginn. Eftir tíu mfn-
útur sáu þeir tuttugu feta háan
skíðgarð, sem myndaði vegg á
móti gatnamótunum. Tunglið var
hinum megin við skíðgarðinn og
kastaði skugga fram fyrir hann.
Nú gekk Kerim jafnvel af enn meiri
varkárni, setti hvorn fót varlega
fram fyrir hinn. Um það bil hundr-
að metra frá skiðgarðinum endaði
skugginn og tunglið skein skært á
gatnamótin. Kerim nam staðar í
síðasta dimma dyraskotinu og dró
Bond til sín. — Nú verðum við að
bíða, sagði hann. Bond heyrði að
Kerim fitlaði eitthvað fyrir aftan
hann. Það heyrðist daufur smellur,
þegar lokið á leðurtsökunni opnað-
ist. Hann þrýsti grannri, þungri
stálstöng, um það bil tveggja feta
langri, með kúlu sitt á hvorum
enda, í hönd Bonds. — Myrksjá,
þýzk, hvíslaði Kerim. — Infrarauðar
linsur. Sér í myrkri. Horfðu á stóru
kvikmyndaauglýsinguna þarna
yfirfrá. Andlitið þarna, rétt fyrir
neðan nefið. Þar sérðu móta fyrir
leynidyrunum. í beinni línu frá
merkjakassanum.
Bond hvildi framhandlegginn upp
við dyrakarminn og lyfti myrk-
sjánni upp að hægra auganu.
Hann beindi henni að dökka skugg-
anum undir skíðgarðinum. Smám
saman varð svart myrkrið að gráu.
Hann sá útlínur af stóru kven-
mannsandliti, og einhverjir stafir
komu í Ijós. Nú gat Bond lesið
hvað þarna stóð: Niagara — Mari-
lyn Monroe ve Joseph Cotten og
þar fyrir neðan: Bonzo Futbolou.
Bond beindi sjónglerinu aðeins nið-
ur fyrir hármakkann á Marilyn
Monroe, niður á ennið, niður yfir
tveggja feta nefið með gapandi
svörtum nösum. Þar vottaði fyr-
ir ferhyrningi í girðinguna. Fer-
hyrningurinn náði frá nefinu, nið-
ur á lokkandi varirnar. Hann var
um þrjú fet á hæð. Það var tölu-
vert fall þaðan og niður á jörð-
ina. Bond heyrði nokkra daufa
smelli fyrir aftan sig. Kerim hélt
stafnum fram fyrir sig. Eins og
Bond hafði búizt við, var þetta
byssa, riffill. Nú var kominn hljóð-
deyfir í staðinn fyrir gúmmíþóf-
ann.
— Hlaup af nýrri 88 Winchester,
hvíslaði Kerim stoltur. — Sett sam-
an fyrir mig hjá manni nokkrum í
Ankara. Tekur 308 skötfæri
Stuttu skotin. Þrjú í einu. Lánaðu
mér sjónglerið. Ég þarf að vera
VIKAN 49. tbl. — gg
Rúskinnskápur
Rúskinnsjakkar
x
N ap p askinnj akkar
Nappaskinnkápur
*
/