Vikan - 03.12.1964, Blaðsíða 12
Ritstjóri Vikunnar fór ásamt 30 manns úr Reykjavík, Borgarnesi og Hreppum í þriggja vikna
för um Italíu á síðast liðnu hausti á vegum Ferðaskrifstofunnar ÚTSÝNAR. Var farið víða
um Ítalíu, allt frá Feneyjum og suður til Capri, en fyrsta greinin úr ferðinni fjallar um
Róm. Á næstunni verður brugðið upp myndum af þessum stöðum, af landinu, þjóðinni og
sögulegum minjum í þessu fornfræga og fagra landi.
t-'í
DUM
RÖMAR
FYRRI HLUTI — EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
Bíllinn ót mílurnar með talsverðum
hraða ó sexfaldri hraðbrautinni aust-
anvert við borgina eilífu. Þar heita
Sabínalönd. Svo er sagt, að þegar
Rómverjum fannst dauft í borginni, þó
brugðu þeir sér upp í Sabínalönd og
rændu kvenfólki sér til skemmtunar.
Nú hafa þeir fyrir löngu tekið upp
aðrar nærtækari og friðsamari að-*
ferðir við kvennaveiðar og sveitafólk-
ið í Sabínalöndunum er hætt að ótt-
ast þó.
Þar skiptust á þorp og sveitir í
öldóttu landslagi og unaðslegu sam-
spili; gömul og máð steinhús með
vafningsjurtum og söðulbökuðum
helluþökum. Sum hafa staðið öldum
saman og séð þreytta ferðamenn á
síðasta áfanganum til Rómar. Þau
hafa ef til vill séð heri, sem sneru
heim frá sigrum eða ósigrum; séð
sigurvegara, hertekna menn og píla-
gríma á leiðinni til borgarinnar eilífu.
Og nú sjá þau einungis bílamergðina,
sem geysist eftir hraðbrautinni.
Sumt stendur af sér rás tímans
með ótrúlegri festu. Þannig er um
mannvirkin í þessu landi, þannig er
um búskapinn hér í Sabínalöndum.
Gamlir menn og lotlegir rölta á eftir
fjárhópum utan með veginum. Stund-
um jafnvel gamlar konur. Það er líkt
og það var fyrir þúsund árum, þegar
menn ,,gengu suður" til að líta þá
borg, sem talin var miðpunktur heims-
ins. Jafnvel norðan af Islandi réðust
menn í suðurgöngur, en þá var veldis-
dögum Rómar lokið, glæsibragurinn
farinn að mást af og mannfólkinu að
fækka.
Þegar Nikulás ábóti Bergsson á
Munkaþverá réðist í suðurgöngu um
1150, þá voru íbúar Rómar aðeins
nokkrir tugir þúsunda. Rúmum þúsund
árum áður er talið að íbúarnir hafi
talið rúma milljón. Samt segir Nikulás
ábóti í sinni merku bók, Leiðarvísir
og borgarskipan: „Rómaborg er yfir
öllum borgum, og hjá henni eru allar
borgir að virða sem þorp, því að jörð
og steinar og stræti öll eru roðin í
blóði heilagra manna."
A Sturlungaöld gengu þeir suður
Gizur Þorvaldsson og Sturla Sighvats-,.
son. I Sturlungu segir svo frá för
Sturlu:
„Fór þá Sturla suður í þýðeskt land.
Hann fann þar Pál biskup úr Hamri,
ok váru þeir allir samt í för út í
Róma. Ok veitti biskup Sturlu vel föru-
neyti ok var hinn mesti fulltingismað-
ur allra hans mála, er þeir kómu til
páfafundar.
Páll biskup fór fyrir því út til páfa,
at hann varð missáttur við Hákon
konung. Deildu þeir um eyna helgu,
er liggur í Mjörs.
Sturla fekk lausn allra sinna mála
í Rómaborg ok föður síns ok tók þar
stórar skriftir. Hann var leiddr ber-
12 — VIKAN 49. tbl.