Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 12

Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 12
 Ritstjóri Vikunnar fór ásamt 30 manns úr Reykjavík, Borgarnesi og Hreppum í þriggja vikna för um Italíu á síðast liðnu hausti á vegum Ferðaskrifstofunnar ÚTSÝNAR. Var farið víða um Ítalíu, allt frá Feneyjum og suður til Capri, en fyrsta greinin úr ferðinni fjallar um Róm. Á næstunni verður brugðið upp myndum af þessum stöðum, af landinu, þjóðinni og sögulegum minjum í þessu fornfræga og fagra landi. t-'í DUM RÖMAR FYRRI HLUTI — EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Bíllinn ót mílurnar með talsverðum hraða ó sexfaldri hraðbrautinni aust- anvert við borgina eilífu. Þar heita Sabínalönd. Svo er sagt, að þegar Rómverjum fannst dauft í borginni, þó brugðu þeir sér upp í Sabínalönd og rændu kvenfólki sér til skemmtunar. Nú hafa þeir fyrir löngu tekið upp aðrar nærtækari og friðsamari að-* ferðir við kvennaveiðar og sveitafólk- ið í Sabínalöndunum er hætt að ótt- ast þó. Þar skiptust á þorp og sveitir í öldóttu landslagi og unaðslegu sam- spili; gömul og máð steinhús með vafningsjurtum og söðulbökuðum helluþökum. Sum hafa staðið öldum saman og séð þreytta ferðamenn á síðasta áfanganum til Rómar. Þau hafa ef til vill séð heri, sem sneru heim frá sigrum eða ósigrum; séð sigurvegara, hertekna menn og píla- gríma á leiðinni til borgarinnar eilífu. Og nú sjá þau einungis bílamergðina, sem geysist eftir hraðbrautinni. Sumt stendur af sér rás tímans með ótrúlegri festu. Þannig er um mannvirkin í þessu landi, þannig er um búskapinn hér í Sabínalöndum. Gamlir menn og lotlegir rölta á eftir fjárhópum utan með veginum. Stund- um jafnvel gamlar konur. Það er líkt og það var fyrir þúsund árum, þegar menn ,,gengu suður" til að líta þá borg, sem talin var miðpunktur heims- ins. Jafnvel norðan af Islandi réðust menn í suðurgöngur, en þá var veldis- dögum Rómar lokið, glæsibragurinn farinn að mást af og mannfólkinu að fækka. Þegar Nikulás ábóti Bergsson á Munkaþverá réðist í suðurgöngu um 1150, þá voru íbúar Rómar aðeins nokkrir tugir þúsunda. Rúmum þúsund árum áður er talið að íbúarnir hafi talið rúma milljón. Samt segir Nikulás ábóti í sinni merku bók, Leiðarvísir og borgarskipan: „Rómaborg er yfir öllum borgum, og hjá henni eru allar borgir að virða sem þorp, því að jörð og steinar og stræti öll eru roðin í blóði heilagra manna." A Sturlungaöld gengu þeir suður Gizur Þorvaldsson og Sturla Sighvats-,. son. I Sturlungu segir svo frá för Sturlu: „Fór þá Sturla suður í þýðeskt land. Hann fann þar Pál biskup úr Hamri, ok váru þeir allir samt í för út í Róma. Ok veitti biskup Sturlu vel föru- neyti ok var hinn mesti fulltingismað- ur allra hans mála, er þeir kómu til páfafundar. Páll biskup fór fyrir því út til páfa, at hann varð missáttur við Hákon konung. Deildu þeir um eyna helgu, er liggur í Mjörs. Sturla fekk lausn allra sinna mála í Rómaborg ok föður síns ok tók þar stórar skriftir. Hann var leiddr ber- 12 — VIKAN 49. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.