Vikan


Vikan - 03.12.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 03.12.1964, Blaðsíða 8
 "'x, •:: ’EG SKIL EKKIAÐ NEINN YRKI KVÆÐI ’A TRAKTOR g — VIKAN 49. tbl. ÞAÐ VAR EKKI LENGI að spyrjast um plássið, að þessir tveir, sem óku fram og aftur eftir Háeyrargötunni á hvítum fólksvagni frá Bilaleigunni Fal, væru frá Vikunni. Fólkið tók að brosa kunkvíslega til okkar, og krakkarnir lirópuðu: „Vi-ikan“ og jafnvel „Ví-ísir,“ þegar við fórum fram hjá. Hér og þar námum við staðar og tókum myndir af þessu furðulega samblandi ný- legra, þokkalegra liúsa, gamalla húsa, sem muna fifla sina fegri, og ryðgaðra skúra, sem komnir eru að hruni. En þetta var að- eins forleikur. Aðalþátturinn skyldi helgað- ur manni, sem býr í stóru, skelhúðuðu húsi við austari götu Eyrarbakka, en vinnur sitt brauðstrit i hvítu, vinkillaga liúsi, sem stendur þar sem vegurinn heim að Bakk- anum beygir heim að þorpinu sjálfu. Hann var að koma heim, þegar okkur bar að garði. Maður fremur lágvaxinn en þybb- inn vel, andlitið stundum brúnaþungt og ó- árennilegt, annan tíma og líldega oftar op- ið og glaðlegt. Augun lifandi, spurul, hugsi, dinlm, leitandi, glampandi. Þetta er skáld Eyrarbakka og skólastjóri: Guðmundur Daníelsson. Mig minnir að ég hafi fræðzt um það af sögu eftir Ian Fleming, að Tyrkir geti ekkert gert eða hugsað, án þess að hafa kaffibolla einhvers staðar innan seilingar. Það ætti íslendingum ekki að koma spánskt fyrir sjónir. Hér hefst allt og endar á kaffi, og stundum er meira að segja kaffi í miðj- unni líka. Og að lokinni kaffidrykkju i skóla- stjórahúsinu á Eyrarbakka, gengum við upp á loft til skrifstofu Guðmundar, þar sem veggirnir eru þaktir af bókum og skrifuð og óskrifuð blöð liggja á borðinu. Og þá er fyrst að spyrja: — Hvernig stóð á því, Guðmundur, að þú settist að á Eyrarbakka? — Þegar ég liafði tekið kennarapróf, varð ég náttúrlega að leita mér að atvinnu í fag- inu. Ég byrjaði sem farkennari norður í landi, í Húnavatnssýslu, og mun hafa verið þrjú ár þar sem farkennari. Eftir það var ég eitt ár á lausum kili, en sótti síðan um skólastjórastöðu á Suðureyri við Súganda- fjörð. Það var 1938, og þar var ég fimm ár. Ég kunni að mörgu leyti vel við mig meðal Vestfirðinga, en þó saknaði ég eiginlega Suðurlands, þegar fram i sótti, svo ég sótti um kennarastöðu, sem ég sá að var auglýst laus á Eyrarbakka. Og síðan hef ég vcrið hér, i nágrenni við minn uppruna. '■'iftí’U:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.