Vikan


Vikan - 03.12.1964, Side 16

Vikan - 03.12.1964, Side 16
Kathy fór að spara saman í júlf. Hún hélt því vandlega leyndu, og það voru ekki nema smáupphæðir í hvert sinn. Þegar Hank var ekki heima, læddist hún út í bílskúr- inn og setti peningana í bleika postulíns- grísinn, sem var falinn þar bak við hlaða af gömlum blöðum. Grísinn hét Alfreð. Kathy og Hank höfðu unnið hann í spilakeppni í fyrstu vikunni eftir að þau giftust og kölluðu hann Alfreð í höfuðið á einum frænda Hanks. Þau settu hann upp á stofuskáp og þaðan horfði hann rólegur á þau með glaðlegu postulínsbrosi. Þau höfðu ákveðið að setja sparipeningana sína í hann, til þess að safna, eins og Hank sagði, fyrir ferð til Bermuda eða einhverju öðru, sem þau lang- aði til. En þetta var fyrsta giftingarárið þeirra og síðasta ár Hanks í læknaskólanum, svo að það urðu aldrei neinir sparipen- ingar. Nokkru seinna höfðu þau farið með Alfreð út í bílskúrinn eins og hvert annað skran og gleymt honum þar. Gleymt honum þar til dag einn í júlí, að Kathy hafði allt í einu dottið jólin í hug, og þá hafði hún byrjað á leyniferðum sínum út í bílskúrinn. Eftir því sem sumarið leið og dagarnir urðu kaldari varð Alfreð þyngri og þyngri, og nú þegar dagurinn fyrir jól var loksins runn- inn upp, var Kathy viss um, að í honum hlytu að vera minnst fjörutíu dollraar — ef til vill meira. Það var dagurinn, sem hún teygði sig bak við blaðahlaðann og upp- götvaði að Alfreð var horfinn. í fyrstu gat hún ekki trúað því. Hún stóð þarna bara og starði í þögulli undrun á beran og auðan blettinn, þar sem Alfreð hafði staðið síðast í gær. Svo hóf hún æðis- gengna leit í öllum skúrnum — bak við kassa, undir blöðum og inn á milli verkfæranna. Loks þegar hún hafði leitað á öllum hugs- anlegum stöðum og hjarta hennar barðist af áreynslunni og örvilnaninni, settist hún á tóman appelsínukassa og starði út í loft- ið. Þetta gat ekki verið satt. Alfreð var horf- inn og allir peningarnir með honum. Allt, sem hún hafði sparað með svo mikilli fyrir- höfn, smám saman af matarinnkaupunum og strætisvagnaferðunum og í öllum hugs- anlegum smáatriðum. Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir hér úti í bílskúrnum, hugsaði Kathy dauflega. Hver sem var gat komið hingað inn, hvenær sem var, og tekið hann. Það gerði líka ein- hver. Gleðileg jól, hugsaði hún og augu hennar fylltust skyndilega af tárum. Gleði- legt nýtt ár! Hún hugsaði um úrið í glugg- anum á gullsmíðabúð Himes, fallega karl- manns-armbandsúrið, sem hún hafði skoð- að í glugganum á hverjum degi í margar vikur. Úrið hans Hanks. í hvert skipti og hún hafði sett pening í Alfreð, hafði hún hugsað um úrið og kortið, sem hún ætlaði og skrifa með því: — Til Hanks, með ástar- kveðju frá Kathy — og um svipinn á Hank, þegar hann opnaði pakkann. Þau höfðu orðið sammála um, að þau hefðu ekki efni á miklu hátiðahaldi um jólin. Hank mundi ekki búast við öðru en einhverri smágjöf — bindi eða sokkum. Kathy hafði aldrei óskað neins eins heitt á ævi sinni og að koma Hank á óvart, gefa honum óvænt eitthvað sjaldgæft, dýrmætt og dásamlegt, gjöf, sem vott um ást hennar, svo stórkostlega og hjartfólgna, að þreytu- legu og hörkulegu línurnar, sem myndast höfðu við munn hans þessa síðustu mánuði, hyrfu með öilu. Eitthvað, sem mundi færa þeim gleðina og hláturinn aftur, gera allt eins og það hafði verið í byrjun, áður en G0ÐUM VILJA OG LAGLEGRI SPARSEMI efftir 4&#*fe*4*4** * Þetta voru fyrstu jólin þeirra saman, en þau höfðu ekki efni á því, að veita sér þá ánægju að gefa hvort öðru jólagjafir. þau fóru að hafa peningaáhyggjur. Þessi jól voru þeirra fyrstu saman — hana hafði langað svo til að þau yrðu fullkomin, en nú urðu þetta engin jól fyrir hana. Kathy stóð hægt upp og gekk inn í hús- ið. Hún fór inn í dagstofuna, settist á sófa- brúnina og starði á djúpu sprunguna, sem lá eftir endilöngum veggnum. Það eina, sem hægt var að sitja á í stofunni, fyrir utan sóf- ann, var gamall hægindastóll, slitinn og dældóttur. Odýra sófaborðið var rispað og blettótt. Jólatréð, sem hafði verið svo ævin- týralegt, þegar mislit Ijósin skinu í myrkr- inu kvöldið áður, var nú aumkunarvert í dagsbirtunni. Það var lítið tré og ódýrt. I fyrsta skipti síðan þau giftust, í fyrsta skipti síðan hún hafði horft í blá augu Hanks yfir þvera skólastofuna og orðið ástfangin, fór Kathy nú að hugsa um, hvort allir hefðu kannski haft rétt fyrir sér. Allir höfðu sagt að þau væru vitlaus, hún og Hank, að gift- ast svona ung. Henni hafði aldrei flogið þetta í hug fyrr. Hún hafði hins vegar vorkennt fólki, sem átti svo litla ást, að það gat hugsað um slíka hluti. Það var aðeins eitt að. Henni hafði ekki fundizt að Hank vera alveg eins hamingjusamur og hún sjálf. Peningar voru á einhvern hátt mikilvægari fyrir Hank en hana, eða réttara sagt skortur á pening- um. Hann tók það nærri sér, að þau skyldu ekki hafa efni á að leigja sér húsnæði ann- ars staðar en í þessum lélega bæjarhluta. Svo mundi hún vel eftir atvikinu síðastliðið sum- ar, þegar hann var að fara yfir heimils- reikninga — bókhaldið yfir fátæktina höfðu þau kallað það — og hann hafði orðið hörkulegur og alvarlegur á svipinn. ,,Við gætum rétt lifað," hafði hann sagt, „ef við sóuðum ekki peningum í óþarfa eins og mat, föt og húsnæði." Hann hafði reynt að gera röddina glaðlega, en ekki tekizt það alveg, og Kathy fannst sem þetta væri fyrirboði fátæktarinnar, sem ræki burtu alla ást og hamingju úr húsinu. Hún hafði staðið upp og flýtt sér til hans og kysst hann. „Heyrðu nú," sagði hún, „veiztu ekki, að ég mundi fegin vilja eiga heima í helli og maula rætur og ber, aðeins til að geta ver- ið hjá þér?" Hank hafði ekki brosað. „Ég veit það," sagði hann, „en ég vildi óska að þú þyrftir þess ekki. Þetta er ekki rétt gagnvart þér, þessir lifnaðarhættir." „En Hank," sagði Kathy, „næsta ár ertu búinn að taka prófið. Þetta er aðeins um tima . . „Þannig er lífið," sagði Hank og stóð upp og fór að ganga um gólf. „Ég ætti að hætta í skólanum og fá mér góða vinnu við að selja notaða bíla," sagði hann. „Það er slæmt að geta aldrei veitt sér neitt gott, aldrei notið neins sérstaks. Það kæfir sál- ina." Hann leit á Kathy. „Stúlka eins og þú, ættir að eiga fallegt heimili og . ." „Auðvitað, gimsteina líka," sagði Kathy. Hún stóðu upp og gekk á eftir honum þar til hann sneri við og hafði rétt gengið á hana. Hún lagði hendurnar um háls honum og kyssti hann aftur. Hún gaf sér góðan tíma til þess og þegar því v'ar lokið var mesti hörkusvipurinn farinn af andliti hans. „Mætti ég kannski spyrja þig," sagði hún blíðlega, „ber þessi koss vott um kæfða sál?" Þá hafði Hank loks hlegið og kysst hana, og allt hafði komizt í samt lag aftur, eða nærri því. Þau höfðu bara ekki gert eins mikið að gamni sínu um bókhald fátæktar- innar og áður. Reyndar hafði Hank heldur ekki gert það eins mikið um aðra hluti heldur. Þess vegna hafði gjöfin og jólin verið svo mikilvæg fyrir hana. Hún hafði áft að afsanna fátækt þeirra. Meðan hún sat þarna ein í stofunni og horfði á myrkt jólatréð, datt henni í hug, að eiginlega ætti hún að kalla á lögregl- una, en henni hraus hugur við því. Hún hafði verið kjánaleg að skilja peningana eftir í bílskúrnum — það var ekki lengra síðan en vika, að einhver hafði stolið hjól- koppunum af bílnum þeirra. Lögreglan gæti ekki fengið henni peningana aftur. Ekkert gæti orðið til þess. Ef hún segði lögreglunni þetta, mundi Hank þurfa að fá vitneskju um það á sömu stundu og hann kæmi úr vinnunni, sem hann hafði fengið sér fyrir jólin í búð. Núna, á aðfangadagskvöldi. Það væri nú kórónan á því öllu, hugsaði hún með sér. Eins og allt væri ekki nógu — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.