Vikan - 03.12.1964, Page 17
ömurlegt hvort sem var. Hún ætl-
aði að segja honum þetta seinna,
ákvað hún, eftir jól.
Svo stóð hún upp og leit í budd-
una sína. Það voru þrír dollara-
seðlar þar og eitthvað af smá-
peningum. Hún fór með ákveðn-
um svip í kápuna og gekk út. Þeg-
ar hún kom aftur, hélt hún á lag-
legum pakka i jólaumbúðum und-
ir hendinni. I honum var bindi og
eitt par af sokkum í sama lit, blátt.
Þetta haíði verið ódýrt og Hank
vantaði sokka — hann vantaði allt.
Hún skrifaði vandvirknislega á
kortið. — Tii Hanlcs, með ástar-
kveðju frá Kathy. Hún setti pakk-
ann undir tréð. Svo gekk hún að
sófanum, settist þör og beið í
rökkrir.u.
Rétt fyrir fimm heyrði hún Hank
snúa lyklinum í skránni. Hann
biístraði glaðlega, og hann var
með fangið fullt af pökkum.
„Halló," sagði Kathy. Svo kyngdi
hún kekkinum, sem sat í'hálsi henn-
ar og sagði: „Gleðileg jól." Hank
var óeðlilega kátur og einhvern
veginn fannst henni það 'gera allt
cnn ömurlegra.
„Þú ert ekki búin að kVeikj'a á
trénu," sagði Hank uhdrandi og
stakk klónni inn svo Ijósin loguðu
skært á litla trénu. ',,Það sem er
að þér, væna mín," sagði hann,
,,er að þig vantar hið rétta jóla■
skap."
Hann setti frá sér pakkana um
leið og hann talaði við hana —
franskar kartöflur, kalt kjöt, litlar
öskjur með ýmsu góðgæti og vín-
flösku. Hann opnaði flöskuna og
hellti í tvö glös og rétti henni ann-
að. Svo tók hann dálítið í viðbót
upp úr pokanum. ,-,Komdu hingað,"
sagði hann, ,,ég ætla að sýna þér
nokkuð."
Hún g;kk til hans og henni til
undrunar tók hann utan um hana
03 kyssti hana inni’ega. Þegar því
var loklð, leit hún upp til hans og
sngði tortryggin: „Hank, hefurðu
drukkið?"
Hann hló. „Mistilteinn," ságði
hann og veifaði grein yfir höfði
hennar. „Gamall á'banskur siður.
Þeir voru alitaf að þessu þar"
Hann festi mistilteininn yfir dyrun-
um og blístraði á meðan. „Nei,"
bætti hann við, „ég er ekki drukk-
inn. Eg er bara ör a'f’ jólagleði."
Hann þagnaði og smellti saman
fingrum. „Músik!" sagði hann.
„Við verðum cð fá dálitla jóla-
tón'ist!" Hann kveikti á útvarpinu
og vinsælt jólalag hljómaði út í
stofuna. „Kathy, þú veldur mér
vonbrigðum. Ég tek nærri mér að
gera mér í hugarlund hve dauflegt
og litlaust líf þitt mundi vera án
mín. Þú hefur á.líka mikið. jólg-
skap og fiskur. . „Hérna," ■ sagði
hann í skipunartón, „setztu..."
Kathy hlýddi. undcgndi. ..Hún
hafði ekki séð Hank- í þ.essurn. hqm
[ margar vikur .eða. .jafnveL .mán-
uði. Hann gekk. -tiL . Iipnnar með
vínið og brauðsneið með köldu
kjöti á. „Knackwurst," sagði hann
Framhald á bls. 51.
“ 17
VIKAN 49. tbl.