Vikan


Vikan - 03.12.1964, Síða 18

Vikan - 03.12.1964, Síða 18
Hús og húsbúnaður Myndir og frósögn af athyglisverðu einbýlishúsi við Stigahlíð. Arkitekt: Guðm. Kr. Kristinsson. H'ER FÆR STEINNINN AD Ni'OTA SiN jg _ VIKAN 49. tbl. Úr stofunni. Glugginn nær niður í gólf, útveggirnir eru úr mát- steini. Arinninn „hangir" niður úr loftinu. Til vinstri: Grunn- teikning. Myndin að ofan: Séð úr borðstofunni og inn í stofuna. Veggurinn til hægri er innveggur, en hlaðinn úr mátsteini. Einhverntíma hef ég minnzt á það áður í þessum þætti, að bygg- ingariðnaðurinn virðist hafa orðið viðskila við tækniþróunina í veiga- miklum atriðum. Þó eru gerðar einstaka tilraunir, sem eiga ef til vill eftir að hafa þýðingu síðar — en það er hljótt um þær eins og er. í fyrravor var grein um ein- býlishús í Kópavogi hér í þessum þætti; það hafði verið byggt á ný- stárlegan hátt úr járngrind og plöt- um. Höfundur þess var Guðmund- ur Kr. Kristinsson, arkitekt. Um svipað leyti fréttist manna á meðal, að búið væri að byggja nýstárlegt hús við Stigahlíð og margir lögðu leið sína þangað í forvitnisskyni. Sannleikurinn er sá, að það er mikill og almennur áhugi fyrir byggingum og bygginganýjungum í þessari byggingaborg. En nýjung- ar eru svo sjaldgæfar, að fólk þyrp- ist á staðinn, þegar um eitthvað nýtt er að ræða og starir eins og naut á nývirki. Vikan er ekki minna forvitin en aðrir, og má raunar alls ekki vera það. Þess vegna höfum við farið á staðinn, tekið myndir og fengið upplýsingar hjá eiganda hússins, Pétri Péturssyni, forstjóra, og einnig höfum við talað við arkitekt- inn, sem reyndist vera sá hinn sami Guðmundur Kr. Guðmundsson. Hann á heiður skilið fyrir það að reyna nýjar leiðir og hrista menn af svefnmóki vanafestunnar. Og Pétur á heiður skilið fyrir að fram- kvæma hugmyndir hans. Ég man varla til þess að ég hafi orðið jafn hrifinn af nýju húsi og þessu. Ekki bara vegna þess að þar væru nýjungar á ferðinni, heldur fremur vegna þess, að mér fannst arki- tektúr hússins mjög athyglisverður að utan jafnt sem innan og svo hitt, að húsið var jafnframt því einstaklega hlýlegt og heimilislegt. Það nýstárlega við þetta hús er fyrst og fremst það, að útveggir þess — og reyndar sumir innvegg- ir líka — eru hlaðnir úr ís- lenzkum mátsteini og hvorki múrhúðaðir að utan né inn- an. Grunnurinn og platan eru gerð á venjulegan hátt, en útveggirnir, sem samtals eru 25 cm þykkír, eru hlaðnir úr tveim lögum af 9 cm þykkum steini (hver steinn er 20x40 cm). A milli platanna verður þá 7 cm bil, en 5 cm þykkar einangr- £"1! föt . vinma 0« líiKum HCJUH

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.