Vikan


Vikan - 03.12.1964, Side 23

Vikan - 03.12.1964, Side 23
þýðir sama og dauðinn. Þetta fólk visnar upp og deyr utan ættarinn- ar. Þær geta ekki lifað í okkar heimi. Það er eins og þegar villi- dýr eru neydd til að lifa í búri. Meðan Kerim talaði, virti Bond fyrir sér þessi tvö fallegu, stæltu og heiftúðugu villidýr inni í hringn- um. Þær voru bóðar dökkar eins og sígaunar eiga að vera, með gróft, svart, axlasítt hár. Báðar tötrum klæddar. Onnur var beina- stærri en hin og sýnilega sterkari, en hún var þunglamalegri og hæg- gerðari og líklega ekki snör í snún- ingum. Hún var falleg á svipaðan hátt og Ijón, og það var dauf, rauð glóð í augum hennar undir þungum augnalokunum, þar sem hún stóð og hlustaði á höfðingja ættarinnar. Hún hlýtur að vinna, hugsaði Bond. Hún er að minnsta kosti hálftommu hærri, og hún er sterkari. Ef stærri stúlkan var Ijónynja, var hin pardursdýr — liðug og snögg, með skörp slóttug augu, sem hún beindi ekki til ræðumanns- ins, heldur var hún að mæla fjar- lægðina að hinni stúlkunni og fing- ur hennar voru klóbeygðir. Vöðv- arnir á fallegum fótleggjum henn- ar litu út fyrir að vera stæltir eins og á karlmanni. Brjóstin voru lítil og þrýstu varla út tötrana, í and- stöðu við stór brjóst hinnar. Hún er hættuleg á svipinn, hugsaði Bond. Hún verður áreiðanlega fyrri til árásar. Kannske verður hún hinni of snör í snúningum. I sama bili kom í Ijós, að hann hafði rangt fyrir sér, um leið og Vavra sagði sitt síðasta orð, spark- aði stóra stúlkan, sem Kerim hvisl- aði að Bond að væri kölluð Zora, snöggt til hliðar, án þess að miða. Hitti hina stúlkuna í kviðinn og þegar sú minni hörfaði undan, greiddi Zora henni rokna hnefa- högg utan á höfuðið svo að hin minni féll endilöng á steingólfið. — Oi Vida! hrópaði kona í hópn- um. En hún þurfti ekki að hafa áhyggjur. Jafnvel Bond sá, að Vida var að látast, þar sem hún lá á gólfinu og þóttist í roti. Hann sá glitra í augu hennar undir bogn- um handleggnum, um leið og ann- ar fótur Zoru stefndi beint á rif- bein hennar. Báðar hendur Vidu skutust fram. Hún greip um ökkla Zoru og beit eins og snákur í rist hennar. Zora rak upp hátt sársaukavein og rykkti æðislega í fótinn. Það var of seint. Vida var risin upp á annað hnéð og Stóð síðan snöggt upp með fótinn í hendinni. Zora missti fótfestuna á hinum fætin- um og skall endilöng [ gólfið. Gólfið titraði þegar þessi stóra stúlka féll. Eitt andartak lá hún kyrr. Vida urraði eins og villidýr, renndi á hana, klóraði og beit. Drottinn minn, en sá djöflakött- ur, hugsaði Bond. Við hlið hans hvæsti í Kerim, þegar hann dró andann milli tannanna. En stóra stúlkan varðist með olnbogum og hnjám og að lokum tókst henni að sparka Vidu af sér. Hún staulaðist á fætur og hörfaði undan. Það skein í tennurnar og fötin hengu í tætlum utan á fögr- um líkamanum. Undir eins réðist hún á hina aftur, teygði fram hand- leggina, og þegar sú minni stökk til hliðar, náði Zora í hálsmál henn- ar og reif kjólinn niður að faldi. Vida vatt sér þegar í stað að and- stæðingnum og lét hnefa og hné ganga á henni. Þessi návígisaðferð var mis- heppnuð. Sterkir handleggir hinn- ar vöfðust utan um hana og héldu höndum hennar niðri svo hún náði ekki augum Zoru. Og hægt og hægt tók Zora að kreista Vidu, svo hin síðarnefnda gat aðeins sparkað án þess að nokkru gagni kæmi. Nú var Bond viss um, að stóra stúlkan hlyti að vinna. Allt, sem Zora þyrfti að gera, var að láta sig falla með hina í fanginu. Vida myndi falla í rot, þegar höfuð hennar skylli á steingólfinu, og þá gæti Zora gert eins og henni þókn- aðist. En allt í einu var það stóra stúlkan, sem tók að æpa. Bond sá að höfuð Vidu var grafið djúpt milli brjósta hinnar. Hún var að bíta. Zora sleppti henni og reyndi að ná í hárið á henni til að draga höfuðið burt, en um leið og hún losaði takið, var hin ekki sein á sér að klóra og rífa eins og hún gat. Þær skildu og hörfuðu hvor frá annarri eins og kettir. Glitrandi líkamarnir glóðu gegnum síðustu leifarnar af kjólunum, og blóðið streymdi úr nöktu brjósti stóru stúlk- unnar. Þær hnituðu varkárar hringa. Báðar ánægðar með að hafa slopp- ið, og meðan þær reyndu að kom- ast í færi hvor við aðra, rifu þær af sér síðustu sneplana og köstuðu þeim til áhorfenda. Bond hélt niðri í sér andanum, þegar hann sá þessa tvo glitrandi, nöktu líkama, og hann fann Kerim stirðna við hliðina á sér. Áhorf- endaskarinn virtist vera nær stúlk- unum. Tunglið glampaði á glitrandi augum og hvaðanæva heyrðist há- vær andardráttur. Enn hnituðu stúlkurnar hringa, það skein í tennurnar og andar- drátturinn kom í gusum. Lljósið glitraði á brjóstunum, sem hófust og hnigu, á þéttum, kringlóttum kviðnum, og strengdum, drengja- legum lærunum. Fætur þeirra skildu eftir dökka, raka bletti, á hvítum steininum. Aftur var það stóra stúlkan, Zora, sem stofnaði til árásar með snöggu stökki fram á við og hélt handleggjunum fram eins og glímu- maður, en Vida lét ekki snúa á sig. Hún sparkaði fram hægra fæti og það varð ejns og skammbyssu- hvellur, þegar kviður hinnar skall á fætinum. Hún stökk upp og spark- aði aftur og lagði allan þunga sinn í sparkið. Það heyrðist lágt urr frá mann- fjöldanum, þegar Zora hneig nið- ur á hnén. Hún lyfti höndunum til að verja andlit sitt, en það var of seint. Litla stúlkan var komin upp að hlið hennar, þreif um ann- an úlnlið hennar og sneri upp á hann af öllum sínum þunga. Þannig sveigði hún stóru stúlkuna niður í gólfið og miðaði hvítum tönnun- um í áttina að hálsi fórnarlambsins BOMM! Sprengingin braut spennuna eins og hnetu. Ljósblossi lýsti upp myrkrið hinum megin við dans- gólfið, og múrsteinsbrot flaug við eyra Bonds. Allt í einu var ávaxta- garðurinn fullur af hlaupandi mönnum, og sígaunahöfðinginn hljóp hálfboginn yfir dansgólfið með bjúgsverðið fyrir framan sig. Kerim fór á eftir honum með byss- una í hendinni. Þegar sígauninn fór framhjá stúlkunum tveimur, sem stóðu nú með æðisgengin augu og skjálfandi, hrópaði hann til þeirra, og þær tóku til fótanna inn milli trjánna, þangað sem síðustu konurnar og börnin höfðu horfið milli skugganna. Bond hélt óákveðinn á Berett- unni í hendinni og fór hægt á eftir Kerim í áttina að breiðu skarð- inu, sem hafði verið sprengt í gerðs- vegginn, og velti því fyrir sér hver andskotinn gengi á. Grasflötin milli skarðsins í vegg- inn og dansgólfsins var iðandi kös af mönnum, sem voru að berjast og hlaupa. Það var ekki fyrr en Bond kom alveg að þeim, að hann þekkti í sundur nútímaklædda Búlgarana og sígaunana í þjóð- búningunum. Það virtist vera meira af andlitsleysingjum en sígaunum, næstum tveir á móti einum. Þegar Bond ruddist inn í stríðandi mann- fjöldann, tók sígaunaunglingur sig út úr hópnum og hélt um mag- ann. Hann fálmaði sig í áttina til Bonds og hóstaði hræðilega. Tveir lágvaxnir, feitir, svartklæddir menn komu á eftir honum með brugðna hnífa. Ósjálfrátt hörfaði Bond til hlið- ar, svo að hópurinn væri ekki á bak við mennina tvo. Hann mið- aði á fætur þeirra yfir hnjánum og byssan í hendi hans smell tvisvar. Mennirnir féllu báðir hljóðlaust á grúfu í grasið. Tvær kúlur farnar, aðeins sex eftir. Bond þokaði sér nær bardag- anum. Hnífur þaut framhjá höfði hans og skall á dansgólfinu. Hann hafði verið ætlaður Kerim, sem kom þjótandi út úr skuggun- um, með tvo menn á eftir sér. Seinni maðurinn nam staðar, lyfti hnífnum til kasts og Bond skaut fram mjöðminni í blindni og sá hann falla. Hinn maðurinn snerist á hæl og flúði inn á milli trjánna, og Kerim lét fallast á annað hnéð við hliðina á Bond, meðan hann rykkti í byssuna sína. — Verðu mig! hrópaði hann. — Byssan klikkaði á fyrsta skotinu. Það eru þessir bölvaðir Búlgarar. Guð má vita, hvað þeir halda að þeir séu að gera. Hönd greip fyrir munninn á Bond og rykkti honum aftur á bak. Með- an hann féll, fann hann lyktina af karbólsápu og nikótíni. Hann fann, að það var sparkað í hálsinn á honum aftanverðan. Um leið og hann skellti sér yfir á hliðina í grasinu, bjóst hann við að finna hnífsstunguna. En mennirnir, og þeir voru þrír, voru að reyna að ná í Kerim, og um leið og Bond klóraði sig upp á annað hnéð, sá hann feitan, svartklæddan líkama stökkva á krjúpandi manninn, sem barði upp á við með gagnslausu byssunni og féll svo undan þung- anum. Á sama andartaki og Bond stökk áfram og barði byssuskeftinu nið- ur á kringlótt, krúnurakað höfuð, þaut eitthvað framhjá augum hans, og bjúgsverð sígaunahöfðingjans stóð í baki mannsins fyrir framan hann. í sama bili komst Kerim á fætur, og þriðji maðurinn tók til fótanna. Maður stóð í skarðinu í veggnum, hrópandi eitt orð aftur og aftur, og einn eftir annan hættu árásarmennir bardaganum og þutu í áttina til mannsins og framhjá honum, út á veginn. — Skjóttu James! Skjóttu! Öskr- aði Kerim. — Þetta er Krilencu. Kerim tók til fótanna. Byssa Bonds gelti einu sinni, en maður- inn hafði brugðið sér út fyrir vegg- inn og þrjátíu metrar var of langt færi fyrir næturskyttiríi msð sjálf- virkri skammbyssu. Um leið og Bond lét rjúkandi heita byssuna síga, heyrðist I heilli deild af Lam- brettum, og Bond stóð og hlustaði á skellinöðruhópinn, sem þaut nið- ur hæðina. Framhald á bls. 60. VIKAN 49. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.