Vikan


Vikan - 03.12.1964, Side 31

Vikan - 03.12.1964, Side 31
* Lit'ar sykurkringlur. 250 gr. hveiti, 1 tsk. sódaduft, 100 gr. sykur, 1 matsk. kardimommur, ca. 3 matsk. rjómi, gróf- ur sykur. Hveiti og sódaduft sigtað saman og smjörlíkið mulið ofan í og sykrinum og kardimommunni bætt í og loks rjómanum. Deiginu rúllað í mjóar lengjur og búnar til kringlur, sem penslaðar eru með rjóma og velt upp úr grófum sykri. Bakaðar við góðan hita í ca. 10 mín. * Appelsínutoppar. 250 gr. sykur, 250 gr. smjörlíki, 2 egg, 175 gr. hveiti, 75 gr. kókosmjöl, rifinn börkur af 1 appel- sínu, 125 gr. möndlur. Smjörlíkið hrært með sykrinum, eggin þeytt og blandað í, síðan kókosmjölinu, apelsínuberkinum og söxuðu möndlunum. Sett á smurða plötu með tveim teskeiðum með góðu bili á milli. Bakað við góðan hita í 10 mín. eða minna, því að þær mega ekki verða of dökkar. 1 bolli hveiti, IV4 bolli eggjahvítur, >/4 tsk. salt, 1 tsk. cream of tartar, y2 tsk. vanilludropar, y4 tsk. möndludropar, IV2 bolli sykur. Eggjahvíturnar þeyttar vel og salti og cream of tartar stráð yfir og droparnir settir í. Sykurinn sett- ur smám saman í og síðast hveitið í smáskömmt- um mjög varlega. Sett í stórt kringlótt mót og bakað við litinn hita í u.þ.b. klukkutíma. Kakan ekki tekin úr forminu fyrr en eftir klukkutíma. Þegar hún er köld er skorið stykki úr miðjunni, þannig að eftir verði þykkur hringur (betra en að baka í hringformi, fyllingin fellur þéttar að á þennan hátt). Fyllingin gerð þannig: 1 stór dós af kokkteilávöxtum, 5—6 blöð matarlím, V2 bolli vatn, y4 bolli sykur, 2 matsk. sítrónusafi, y4 tsk. möndlu- dropar, þeyttur rjómi til að skreyta með. ar, sykurinn og hálfa eggið, látið deigið standa dálitla stund á köldum stað áður en það er flatt út. Gerið kringlóttar kökur úr helmingnum og úr hinum helmingnum kökur af sömu stærð, en með stóru gati í miðju. Á hringina er stráð söxuð- um möndlum og perlusykri eftir að þeir hafa verið penslaðir með eggi. Kökurnar bakaðar í meðalheitum ofni. Síðan er sulta eða marmelaði sett á heilu kökurnar og hringurinn lagður yfir. Marengsrúlla. 200 gr. smjör eða smjörlíki, 200 gr. hveiti, 2 matsk. rjómi. Fylling: 2 eggjahvítur, 125 gr. sykur, 75 gr. óflysjaðar hakkaðar möndlur. Hnoðið smjör, hveiti og rjóma og látið deigið standa nokkra stund. í fyllinguna eru eggjahvít- urnar þeyttar eins stífar og hægt er, sykrinum og möndlunum blandað varlega saman við. Deigið flatt út og marengsdeigið smurt varlega á það og síðan rúllað saman eins og rúllutertu. Kökur skornar af rúllunni, sem bakaðar eru í frekar heitum ofni, þar til marengsdeigið, sem rís svo- lítið upp úr kökunum, er Ijósbrúnt. Eng'lakaka með ávaxtafyllingu. Ávextirnir úr dósinni síaðir vel og kældir, en vatninu blandað saman við safann, matarlímið brætt og sett í, síðan sykurinn og sítrónusafinn og hrært þar til sykurinn er vel uppleystur. Þá er kældum ávöxtunum bætt í og möndludropunum. Látið hálf- stífna, en þá er það sett í opið á kökunni. Geymt á köldum stað í nokkra klukkutíma og skreytt með þeyttum rjóma áður en kakan er borin fram. * Möndlurönd með rommkremi. 125 gr. möndlur, 3 eggjahvítur, 125 gr. flórsykur, 20 gr. hveiti, vanillukorn. Möndlurnar malaðar í möndlukvörn og eggja- hvíturnar þeyttar vel og sykrinum bætt smám saman í þær og síðan möndlunum og hveitinu, ásamt vanillukornunum úr einni vanillustöng. Hringform er smurt og raspi stráð innan í og möndludeigið sett í það, bakað við hægan hita í ca. 35 mín. Losað varlega með hníf þegar kakan er tekin úr forminu, en þegar hún er köld er hellt yfir hana bráðnu hjúpsúkkulaðí og að ofan er hún skreytt með valhnetukjörnum og kokkteil- berjum, rauðum og grænum. Þegar hún er borin fram er raðað í kringum hana niðursoðnum ávöxt- um og kokkteilberjum og búið til gott krem með rommbragði (úr rommi eða rommbragðefni), sem borið er með kökunni. * Bananabrauð. 1% bolli hveiti, 2% tsk. lyftiduft, V2 tsk. kanill, V* tsk. múskat, V-z tsk. salt, Vz bolli saxaðar hnet- ur, Vs bolli smjörlíki, 2/s bolli sykur, 2 egg, 1 bolli marðir bananar (ca. 3—4 stk.), 1 bolli sykraðir ávextir, y4 bolli rúsínur. Smjörið hrært með sykrinum og eggjunum, þurru efnunum blandað í með bönununum, en ekki hrært meira en nauðsynlegt er. Síðan eru ávextirnir, hnet- urnar og rúsínurnar látið saman við, og deigið sett í smurt, ílangt form og bakað í 60—70 mín. við meðalhita. * Hunangs-ávaxtasmákökur. Vs bolli hunang, Vz bolli púðursykur, 1 egg, IV2 tsk. sítrónusafi, 1 y2 bolli hveiti, i/4 tsk sóda- duft, Ve tsk. salt, V2 tsk. kanill, Va tsk. múskat Va tsk. negull, Vs bolli steinlausar rúsínur, y4 bolli saxaður ananas, y4 bolli saxaðir valhnetukjarnar. Hitið hunangið að suðumarki, takið það af eld- inum og bætið sykrinum í og hrærið þar til hann er bráðnaður. Þeytið eggin í skál þar til þau eru létt og freyðandi, bætið sítrónusafanum 1 þau og síðan hunangsblöndunni og hrærið vel. Bætið síð- an þurru efnunum í og ávöxtunum og hnetunum. Öllu blandað vel saman og deigið síðan geymt á köldum stað í 3—4 klst. eða yfir nótt. Flatt út í meðalþykkt og gerðar úr kökur með því lagi, sem óskað er eftir. Bakað í 12—15 mín. í meðal- heitum ofni, eða þar til þær eru ljósbrúnar. Glassúr úr flórsykri má nota ofan á ef vill. Framhald á bls. 64. Kanilhjörtu. 250 gr. hveiti, 125 gr. smjörlíki, 2 matsk. kanill, 200 gr. púðursykur, 2 egg, kanill og sykur. Hveitið og smjörlíkið mulið saman, kanil og púðursykri bætt í og svo eggjunum. Flatt þunnt út og búnar til hjartalagaðar kökur (e.t.v. hægt að fá þannig form). Kanil og sykri stráð yfir og bakað- ar við góðan hita í 8—10 mín. Skreyttar með glassúr ef vill. * Gráfíkjukaka. 4 egg, 1 bolli sykur, 1 bolli saxaðar gráfíkjur, 1 bolli saxaðar valhnetur, 3 matsk. hveiti, V2 tsk. lyftiduft. Eggjahvíturnar þeyttar vel og helmingur sykurs- ins settur smám saman í, þeytt áfram þar til það er stíft en ekki þurrt. Eggjarauðurnar hrærðar með afganginum af sykrinum og í þær er settar grá- fíkjurnar, hveitið og lyftiduftið, en eggjahvíturnar settar varlega saman við síðast. Sett í smurt, lágt og breitt form og bakað í næstum klukkutíma. Þegar kakan er köld er hún skorin í ferhyrnda bita og gott er að hafa rjóma með henni eða ís. VIKAN 49. tbl. — gj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.