Vikan - 03.12.1964, Side 50
Tvö E'ieimsfyrirtæki
FRAAEG:
SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR, ELDAVÉLAR, ELDAVÉLASETT, GRILLOFNAR OG
OG ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA.
FRÁ BOSCH:
KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, ÞEYTIVINDUR OG HRÆRIVÉLAR.
SÖLUUMBOD:
Reykjavík:
Akranes:
Patreksf jörður:
ísafjörður:
Sauðórkrókur:
Akureyri:
Húsavik:
Austurland:
Vestmannaeyjar:
Keflavík:
Húsprýði h.f., sími 20446.
Staðarfell h.f.
Vesturl|ós.
Verzl. Kiartans R. Guðmundssonar.
Kaupfélag Skagfirðinga.
K.E.A.
Kaupfélag Þingeyinga.
Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði.
Haraldur Eiríkssonar.
Stapafell.
Bræðurnir Ormsson h.f.
Vesturgötu 3 — Sími 11467.
Til virðulegs bróður vors Hóla-
biskups."
- 14 -
Póll páfi II gaf ekki forðað því,
að Jón Arason beið lægri hlut í
þessum átökum og dó píslarvættis-
dauða einu ári og átta mánuðum
eftir að hughreystingarbréfið var
samið í Páfagarði. Þetta litla bréf
hefur sjálfsagt verið með hinum
minniháttar embættisverkum Aless-
andro Farnese á róstusamri öld í lok
Endurreisnartímans, en stór stund
hefur það verið engu að síður,
þegar „Síðasti íslendingurinn" eins
og Jón Sigurðsson kallaði hann,
lét lesa það upphátt í Hóladóm-
kirkju.
Gísli Sigurðsson.
Niðurlag greinarinnar birtist í
næsta blaði.
ENGINN STARFSLEIÐI
Á ÞESSU HEIMILI
Framh. af bls. 25.
— Aðlareglan er sú, að það er
engin regla. Ég skipulegg daginn
ekki öðruvísi en svo, að ég veit
nokkurnveginn hvað ég muni gera
næsta klukkutímann. Að undan-
förnu hef ég verið óvenjulega ár-
risul,- byrjað að vinna við þessi
teppi upp úr klukkan sex á morgn-
ana. Það er vegna þess að mér
var boðið að taka þátt í sýningu
erlendis, og nú er ég orðin helzt
til sein. Eftir fáeina daga eiga
teppin að fara í póst.
— Það hefur verið talsvert um
það rætt, hvort hægt sé að venja
sig á það að ganga að listsköpun
eins og hverri annarri vinnu; byrja
til dæmis klukkan níu að morgni og
vinna stanzlaust til kl. þrjú eða
lengur eftir atvikum. Ég veit ekki
betur en sumir frægir rithöfundar
hafi þetta vinnulag. Eða á að bíða
eftir því að maður verði upplagður;
bíða eftir því að andinn komi yfir
mann? Hvað segið þið um það?
Magnús: — Ég er á þeirri skoð-
un, að andinn komi miklu fremur
yfir þann sem er að vinna. Hins
vegar eru allir misjafnlega upp-
lagðir og það á ekki við mig að
hafa alveg ákveðinn vinnutíma.
Ekki nema því aðeins að ég sé á
ferðalagi og sé ákveðinn í því að
nota tímann vel.
— En hvað segir þú um þetfa,
Barbara?
— Ég man ekki til þess að ég
hafi þurft að bíða eftir því að
verða upplögð. Ég get alltaf unnið
þegar ég hef aðstöðu til þess og
ég gæti alveg eins byrjað klukk-
an níu að morgni og unnið til
klukkan sex til dæmis, ef ég mætti
vera að því fyrir einhverju öðru.
En nú er ég húsmóðir líka og það
tekur sinn tíma.
— Ertu yfirleitt með margt í tak-
inu í einu, veggteppi, ofnar mynd-
ir og málverk?
— Nei, aðeins eitt í einu. Það
á ekki við mig að hlaupa á milli
óskyldra hluta.
— Nú eruð þið bæði víða kunnug
í heiminum og ættuð að hafa hug-
mynd um það, hvernig það er að
helga sig listinni hér á móti því
sem það er annarsstaðar úti í þeim
stóra heimi.
Magnús svaraði: — Ég veit, að
það er betra að vera hér að því
leyti að allur almenningur hefur
miklu meiri áhuga á því að eiga
frummyndir eftir listamenn þjóðar-
innar og það er að mörgu leyti
miklu betur að þeim búið hér.
Ég skaut inn í, að margir væru
nú orðnir svo leiðir á eftirprent-
unum vegna þess að þær fáu
myndir væru allsstaðar: í opin-
berum byggingum og heimahús-
um. Kannski væri það ástæðan.
Barbara: — Ég tek undir það, að
það er betra fyrir listamenn að
vera á Islandi en víða annarsstað-
ar að minnsta kosti. Þeir virðast
komast betur af, en eru aftur á
móti mjög sundraðir. Sumstaðar í
útlöndum, þar sem þeir eiga erfitt
uppdráttar, þar standa þeir meira
saman. En mér finnst það athyglis-
vert við íslenzka menningu og ís-
lenzkt þjóðfélag, að þar er gert
ráð fyrir listamönnum sem sjálf-
sögðum meðlim í þjóðarfjölskyld-
unni, ef svo mætti að orði komast
og það er ef til vegna þess, að
almenningur hér sýnir lofsverðan
áhuga og sækir sýningar í tals-
verðum mæli. Það er ekki bara
fjárhagslega hliðin, sem skiptir
máli; hitt er líka mikils virði að
finna, að það sem maður gerir er
einhvers virði fyrir fólkið.
—■ Hefur þú nokkuð reynt að
nema land í Ameríku?
— Það kom til tals, að þekkt
gallerí í New York hefði veggteppi
eftir. mig. Þeir vildu láta mig hafa
ákveðið verð, sem kannski var ekki
svo slæmt, en síðan lögðu þeir
ofan á verðið tolla og flutnings-
gjald og þar ofan á 100% álagn-
ingu. Þar með er það orðið innan
við helmingur af verðinu, 'sem
rennur til höfundarins. Ég kærði mig
ekki um það að taka þátt í þess-
konar samstarfi.
— En þið hafið verið vestur í
Mexíkó? ' 1 ,.i,
Magnús: — Já, og ef allt-. fer
eins og gert hefur verið ráð fyrir,
þá förum við þangað aftur eftir
áramótin. Mexíkó er að mörgu
leyti gósenland fyrir málara. Ég
álít að sumir þeirra menn séu
meðal hinna snjöllustu í heiminum
og það ber mikið á verkum þeirra,
því það er til siðs þar að skreyta
opinberar byggingar, stundum bæði
að utan og innan. Þess vegna 'eru
þetta oft risastórar freskómyndir.
— Hvaða áhrif hefur það að
standa frammi fyrir góðu verki,
hvort heldur það er á safni, sýn-
ingu eða skreyting í byggingu?
Barbara: — Það héfur þau áhrif
á mig, að mig langar stra'x til að
fara að gera eitthvað. Ekki eins,
kannski gagnstætt. Ég hef fundið
þessa tilfinningu eftir að hafa séð
gQ — VIKAN 49. tbl.