Vikan


Vikan - 03.12.1964, Side 57

Vikan - 03.12.1964, Side 57
ekki lengur hlustað á sögur á kvöldin. Menn eru annað hvort úti i sjoppu að súpa kóka kóla eða horfa á dátasjónvarpið eða eitthvað annað, og það er ekki rökkur lengur á kvöldin, og fjöl- skyldan á ekki lengur samstöðu; lmn er dreifð. Húsakynnin eru svo stór og góð, hér áður fyrr var ekki nema einn lítill hús- krókur einhversstaðar, sem liægt var að lifa í, og allir söfnuðust þar og maður varð einhverja skemmtun að hafa og þarna var hún, það var eins og að skrúfa frá útvarpinu, að setjast hjá ömmu sinni og biðja hana um sögu. Þá kom sagan. Ég hef not- að í sumar mínar bækur þráð- inn úr sumum ömmusögum, og ýmsar mínar bækur eru alger- lega upprunnar frá þessari lind. — Þú sagðir áðan, að það hefði verið eins og að skrúfa frá útvarpinu að setjast hjá ömmu sinni og biðja um sögu. Getur útvarpið komið að ein- hverju leyti i staðinn fyrir ömm- urnar? — Ja það er allt annað. Útvarpið er gott út af fyrir sig, en — nei, — það getur ekki kom- ið í staðinn fyrir þær. Við get- um ekki beðið útvarpið um þetta eða hitt, við getum ekki róðið neinu um það, livað við fáum að heyra i þvi, eða yfir- leitt ekki. Ég veit ekki hvort þú þekkir þessar gömlu konur -— sko — þær kunnu svo mikið. Og maður gat valið á milli þess, sem þær liöfðu reynt sjálfar, séð og heyrt — þær voru búnar að lifa mörg ár — eða þá þær fluttu kvæði og sögur, sem þær höfðu lesið á bók eða gengu manna ó milli. Maður gat valið um margs konar efni, hjá þessum fróðustu og minnugustu, og þeim sem höfðu tamið sér að segja börnum frá. Ég bað ömmu mina yfirleitt að segja mér sögu úr lifinu sjálfu, sannar sögur úr lífinu. Sögur, sem höfðu gerzt, í hennar umhverfi, snemma á liennar ævi til dæmis. — Eftir þessu er ungum manni, sem hyggur á rithöfundarferil nú, erfiðara um vik en jafnaldra hans fyrir tuttugu, þrjátíu árum, sem óx upp við sögur ömmu sinnar. —- Ég veit það hefði orðið erfiðara fyrir mig, en ég fullyrði ekki, að þetta eigi við um alla. Það getur vel verið, að sumir Þurfi ekki á þessu að lialda, til þess að fá áhuga eða getu til ritstarfa eða skáldskapar. Það getur vel verið, ég þekki það ekki. En ef ég á að byggja á minni reynslu, vil ég segja að amma mín og sögurnar hennar höfðu mjög mikil áhrif í þá átt, að ég fór að skrifa sjálfur. — Myndirðu vilja segja, að hetri liúsakynni, meiri birta og meira skemratanalíf hefði nei- kvæð áhrif á bókmenntirnar? — Nei, ég vil ekki halda þvi Husqvarna flHiqvarna eldavélin er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar íer saman nýtízkulegt útlit og allt það sem tækzii nútímans getur gert ti! þess að matargerð- in verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. KVENSKÚR D A N S K I R Þ Ý Z K I R SVISSNESKIR ÍTALSKIR HOLLENZKIR KVENSKÓR eingöngu KVENSKÓR LAUGAVEG 11 ------------------1 VIKAN 49. tbl. — ^rj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.