Vikan - 22.12.1964, Side 7
karlinn í bælinu hjá þér það
sem eftir er. En ég er ekki svo
illa gerður, að ég vilji ekki ráð-
leggja þér eitthvað. Láttu ein-
hvern kunningja skrifa honum
og tilkynna að þú hafir látizt
af slysförum — helzt týnzt á
hafi úti, svo hann komi ekki til
að vera við jarðarförina.
HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ
SVONA MENN?
Kæra Vika!
Ég hefi ljóta sögu að segja,
Póstur sæll, af kynnum mínum
við ýmsa háttsetta embættis-
menn í henni Reykjavík. Þeir
virðast geta haft það eins og
þeim dettur í hug og leikið sér
að vild á kostnað annarra.
Sagan er þannig, að ég fór til
bæjarins núna fyrir nokkrum
vikum, og átti erindi við nokkra
menn á opinberum skrifstofum.
Mér bráðlá á að hitta þessa ná-
unga og aðrir en þeir sjálfir gátu
ekki leyst mín vandkvæði.
En viti menn. Ég reyni dag
eftir dag að ná í fírana, en ár-
angurslaust. Einn þeirra virtist
bara hreint og beint aldrei vera
á skrifstofunni. Alltaf á eilíf-
um fundum eða bara alls ekki
mættur. Annar var erlendis og
engin von á honum fyrr en eftir
þrjár vikur. Sá þriðji var veik-
ur heima í bæli og einn enn
náði ég loks í eftir fjóra daga
— eftir vinnutíma.
Hvað á að gera við svona
menn? Ég bara spyr!
Sveitamaður.
--------Ljótt er að heyra, manni
minn.
En hefur þér nokkurn tíma
dottið í hug, að maðurinn, sem
var alltaf á fundum, hafi í raun
og veru að vinna sitt starf — að
sá, sem var erlendis, hafi verið
þar vegna starfsins — að sá
þriðji hafi raunverulega verið
veikur og að sá fjórði hafa bara
hreint ekki viljað við þig tala .. ?
Kannske þú sért svona óskap-
lega leiðinlegur, eða að þú hafir
verið að fara fram á eitthvað
við þá, sem þeir gátu ekki eða
vildu ekki gera, en haft þetta
lagið á til að móðga þig ekki.
Annars er það því miður mjög
algengt, að opinberir starfsmenn
noti sér aðstöðu sína og forrétt-
indi á miður æskilegan máta,
svo ekki sé meira sagt.
EKKISENS HÁVAÐI.
Minn elskulegi Póstur!
Viltu ekki koma því á fram-
færi fyrir mig við leigubílstjóra
hér í bæ, að það eru ekki allir
farþegar, sem hafa gaman af
því að hafa útvarpið öskrandi
í bílnum á meðan ekið er milli
húsa.
Ég hef tekið eftir því að bíl-
stjórar hafa yfirleitt tækin sín
í gangi meirihluta dagsins, og ef
ekki er einhver músik í Reykja-
víkurútvarpinu, þá stilla þeir á
Keflavík og láta glamra þar í
staðinn. Ég hef hreinustu and-
styggð á þessu glamri, og vafa-
laust eru fleiri svo. Mér finnst
að bílstjórar ættu að sýna far-
þegum þá kurteisi að spyrja þá
hvort þeir vilji hafa útvarpið
hærra, en stilla það annars svo
að nægi fyrir bílstjórann, eða
slökkva bara alveg.
Ófeigur Þ. S.
--------Þetta er vafalaust alveg
hárrétt hjá þér, Ófeigur, og ég
kem þessu hér með til réttra
aðila. En harla finnst mér mál-
efnið samt lítið, og ef þú hefir
ekki eitthvað stórvægara til að
kvarta yfir, þá líður þér vafa-
laust vel. Eða kannske þú bara
þurfir að kvarta yfir öllu. Ekki
vorkenni ég þér að hlusta á
bítlasöng meðan þú rúllar í leigu-
bíl milli húsa. Og svo getur þú
líka haft það lagið á, ef þetta
er erfitt hjá þér, að biðja bíl-
stjórann um að lækka — eða
skrúfa fyrir.
ÓNÝTAR PILLUR?
Kæra Vika!
Hvernig var það þarna með
þessar blómapillur, sem þið vor-
uð að auglýsa í haust? Ég fékk
mér strax svona pillur af öllum
gerðum og hef hakkað þær í mig
nótt og nýtan dag síðan, en samt
er ég búin að fá hvotið og háls-
bólgu og margt fleira. Auk þess
er ég orðin blóðlaus og alveg út-
haldslaus. Vissuð þið nokkuð
hvað þið voruð að auglýsa?
Pollý.
--------Við vorum ekki að aug-
lýsa neitt. Þetta var aðeins við-
tal við mann, sem hafði reynslu
af þessum pillum. En þú hefur
bara ætlazt til allt of mikils, og
þess vegna hefur þú orðið fyrir
vonbrigðum. Það er réttara að
gæta sín, þótt góðra lyf ja sé neitt,
Hinnýju STRETCH STRAP
brjóstahöld frá
eru öðruvísi
STRETCH STRAP
brj.óstahöldin hindra ekki eðlilegar hreyfingar, snúast ekki,
særa ekki og þér getið breytt hlíralengd að vild. Skálarn-
ar gefa yður fallegar línur. Teygja á hliðum og baki fyrir-
byggir fláa og heldur þeim stöðugum. — Hvar sem teyg-
ist á brjóstahöldunum er Lycra. — Fást í hvítum og svört-
um lit og öllum stærðum.
*
Einu
Alltaf
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Verzlunarfélagið SIF
Laugavegi 44 — Sími 16165
VIKAN 52. tbl. — Ijr