Vikan - 22.12.1964, Page 8
D I VI N IA
DEOCOLOGNE
S IVI ART
FÆST I SNYRTIVÖRUVERZLUNUM OG VÍÐAR.
C (jl<2x) íía.g, j,oí\
H. A. TUIINIUS, HEILDVERZLUN
Bilaprófun
VIKUNNAR
MUSTANG
MIÐAÐ VIÐ VERÐ:
FRÁBÆR
mjög góður Mustang
*- + + + ★
GÓÐUR
ALLGÓÐUR
-v + + +
★ ★ ★
SÆMILLGUR
★ ★
VIÐUMANDI
★
LÉLEGUR
---------------------------J
Fyrir tveim vikum var feiminn
skólakennari í lítilli borg í Mið-
Vesturríkiunum. Svo fékk hann sér
Mustang. Nú ó hann þrjár kærust-
ur, er dús við alla beztu yfirþióna
borgarinnar og ómissandi í öllum
samkvæmum. Allt þetta kom með
Mustanginum hans.
Eitthvað á þessa leið var texti
auglýsingar, sem birtist í stórblöð-
unum LIFE og READERS DIGEST,
tveim vikum eftir að tekið var að
sel|a MUSTANG í Bandaríkjunum.
Og ef það, sem segir í auglýsing-
unni er satt og rétt og á við alla
Mustangkaupendur, er spurning,
hvort þessi ágæti bíll á ekki að
fá svo mikið sem sjö stiörnur. Því
ef ekki stæði þessi litla klásúla
þarna ofan við stiörnulistann: MIÐ-
AÐ VIÐ VERÐ, myndi ég hafa til-
hneigingu til þess að skenkia hon-
um allar sjö stjörnurnar.
En það er nú svona, að til þess
að dæma bíl, verður að miða við
eitthvað.
En svo er hitt að segia um Must-
ang, að hann er á svo allt öðru
plani og í svo allt öðrum k'assa,
en þeir bílar sem hingað til hafa
verið prófaðir, að ég treysti mér
ekki til að skrifa dóm um hann.
Þcð verður aldrei nema rabb, fram
og aftur um hlutina.
Þegar nýr bíll er kominn á göt-
una, er áralöng vinna að baki.
Nýjungarnar, sem koma frcm í 1965
módelunum, eru þriggja, fjögra og
fimm ára gamlar. Ef ég man rétt,
er Mustang árangurinn af þeirra
vinnu, sem Lee lacocca, einn af
forstjórum Ford Motor Company,
hóf fyrir fjórum árum. t á vissi eng-
inn, hvað Mustanginn átti að heita,
en það álti að vera bíil fyrir alla,
hvort heldur þeir voru sportbíla-
sinnaðir eða þurftu aðeins á bíl
að halda til að aka sér og skjala-
töskunni milli húsa. Oa ennfremur
f jölskyldubíll.
Þar af leiddi, að Mustang var
„konstrúsraður" utan frá.
í bílasmíði eins og húsasmíði
eru tvær leiðir um að velja, þegar
nýr hlutur er gerður: Fyrst að gera
sér grein fyrir innviðum, og setja
svo hæfilegan kassa utan um þá,
eða að komast fyrst niður á útlit-
inu, og nýta það síðan að innan
eftir föngum.
Og útlitið var það eina, sem Lee
lacocca hafði gert sér nokkra stað-
fasta grein fyrir, þegar hafizt var
handa með frumdrögin að Must-
ang.
Þetta átti að vera sportlegur bíll.
Þó svolítið fjölskyldulegur. í hon-
um átti að sameina kosti sportbíls-
ins sem samgöngutækis og fólks-
flutningabíls. Það var því fyrst og
fremst útlitið, sem allt stóð og féll
með, því síðan var ekkert auðveld-
ara en að búa bílinn vélarorku og
örðum búnaði við hæfi hvers ein-
staks kaupanda. Og það verður
ekki annað sagt, en að útlitshliðin
hafi tekizt mjög vel, því Mustang
er fallegur og rennilegur, sport-
g — VIKAN 52. tbl.
Kaupmenn, kaupfélög!
Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals llmvötn og
Kölnarvötn frá Frakklandi, Englandi, Spáni, Vestur-
Þýzkalandi, U.S.A., Tékkóslóvakíu, Rússlandi, Dan-
mörku, Austur-Þýzkalandi, Monaco og Sviss.
Ennfremur eru ávailt fyrirliggjandi ýmsar tegundir
af Rakspíritus, Hárvötnum og Andlitsvötnum.
GeriS jóiapantanirnar tímaniega.
ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS
Skrifstofur: Borgartúni 7, sími 24280. — Afgreiðslutími frá kl.
9—12,30 og 1 — 16, nema laugardaga kl. 9—12, og mánudaga
kl. 9—12,30 og 1 — 17,30. — Á tímabilinu 1. júní — 1. október
eru skrifstofurnar iokaðar á laugardögum.
C. D. INDICATOR
hefur farið sígurför um heiminn
Aukahlutir og viðbótardót, fáanlegt
mcð Mustang:
1. 164 ha V-8 mótor. 2. 271 ha V-8
mótor. 3. Loftræstikerfi. 4. 14 tommu
hjólbarðar (i stað 13 tommu, hcppi.
lcgri á íslandi). 5. Þriggja hraða sjálf-
skipting. 6. Fjögra hraða beinskiptur
girkassi. 7. Útispegill. 8. Vökvastýri.
9. Rúðusprauta. 10. „Power" bremsur.
11. Bakkljós. 12. Sérstakir kappakst-
urshjólkoppar. 13. „Rally pac“ —
snúningshraðamælir og klukka til að
setja á stýrislegginn. 14. Krómaður
sílslisti. 15. Viðtæki og loftnet. 16.
Fóðruð sólskyggni. 17. „Sportstokkur"
til að setja ofan á drifskaftsstokkinn.
18. Aftursætishátalari (fyrir útvarp).
19. Sérstakir „teinahjólkoppar.“ 20.
Áttaviti, snúningshraðamælir og tafla
fyrir þá, sem vilja setja þctta við
sjálfir. 21. Sett af kappaksturs-auka-
hlutum: Jafnvægisstöng, demparar,
kúluendar og sérstök stýring.
legur en um leið glæsilegur einka-
bíll fyrir hvern sem er.
Bíll sá, sem hér var reyndur, er
eign Þóris Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Sveins Egilssonar h.f. Bíll-
inn má heita standard að öllu leyti
nema því, að hann er með sjálf-
skiptingu. Alger standard Mustang
er með þriggja gíra beinskiptum
kassa og skiptingunni að sjálfsögðu
í gólfi. Því í flestum tilvikum virð-
ist Mustang aðeins búinn því bezta.
Það er aðeins á einum stað, sem
mér finnst lágkúrulegur hugsunar-
háttur að baki framleiðslu hans:
Þeir hafa látið sig muna um að
setja á hann smurþrýstimæli og
rafmagnsmæli. Þarna halda þeir
gamla Ijósaganginum; eru með
varnaðarljós fyrir þessi tvö atriði
og ekki einu sinni hægt að kaupa
þá fyrir aukapening, nema frá ann-
arri verksmiðju og klúðra þeim ein-
hvers staðar við. Hins vegar er hægt
að fá bráðþokkalegt „Rally Pac",
sem sett er á stýrisstöngina uppi
við mælaborðið, en í því er snún-
ingshraðamælir og klukka.
En því er skemmst frá að segja,
að bíllinn er stórskemmtilegur í
akstri. Vélin er 120 ha., 6 strokka,
með sjö höfuðlegum, og á að vera
15% sparneytnari en vélin sem
þeir byrjuðu með í standard Must-
anginn, en sú vél var 101 ha. Þór-
ir hélt, miðað við þá litlu reynslu,
sem fyrir hendi er hér, að eyðslan
myndi vera um 13—14 á hundrað
km í borgarakstri, en innan við 9
úti á vegum — miðað við sjálfskipt-
ingu. Þessi nýja vél er m.a. í Comet,
Fairlane og Falcon, sem allir eru
frá Ford. En auk þess er hægt að
fá í Mustang 164 ha vél eða 271
ha, en þær vélar eru varla fyrir
nema algera hraðabrjálæðinga.
Fyrir minn smekk þarf ekki sterkari
vél en þessa 120 ha, og bíllinn
hefur ,æðisgengnar tökur" með
henni, svo notað sé töffamál.
Sjálfskiptingin er einföld og
sterk, og ég myndi ekki telja það
áhorfsmál, að taka hann með
henni. Það er að vísu nokkuð
bensínfrekara í borgarakstri, en
margfalt þægilegra og kemur að
vissu leyti til tekna aftur í því, að
búast má við lengri endingu vél-
arinnar, sem aldrei lætur pína sig.
Sjálfskiptingin sér um það. Og þeg-
ar farið er að reikna bílverðin f
tvennum og þrennum árslaunum
venjulegra manna, munar ekkert
um þessi 21 þúsund, sem sjálfskipt-
ingin kostar umfram venjulega
beinskiptingu.
Framhald á bls. 37.
; A^OYfO 6WQ
11 AU SttðMINATY*' 'i j*
A SWíSS mCtSiON CMCtAíTOSt
WHiCH ACCWff&Y vmmx
fMOlCTS THI nm (f tHHWtU
0AY5 of A W0MAH
Uppiýsingastöð C. D. Indicaíor á heimsþingi kvenna f London.
Þúsundir kvenna um allan heim nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt
reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út hina fáu frjóu daga í mán-
uði hverjum eftir Ogino-Knaus aðferðinni. Læknavísindi 56 landa ráð-
leggja notkun C. D. INDICATORS fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband,
jafnt ef barneigna er óskað sem við takmarkanir þeirra.
C. D. INDICAT0R er hin sjálfsagSa eign hverr-
ar konu, jafn ómissandi og nauðsynleg og
armbandsúrið, sem sýnir henni tímann.
Nokkrar umsagnir heimsviðurkenndra lækna og vísindamanna:
Hinn heimsfrægi japanski vísindamaður, Dr. Ogino, sem kerfi þetta
hefur verið nefnt eftir: „Þetta litla tæki er að mínum dómi tæknilegt
undur, sem nákvæmlega og við allar aðstæður sýnir hina frjóu og
ófrjóu daga konunnar eftir kenningu Dr. Knaus og minni. Tækið er
svo snilldarlega útbúið, að ég lýsi því yfir eftir beztu samvizku, að
ég þekki ekkert hjálpargagn eða tæki, sem leysir verkefni þetta jafn
örugglega af hendi og C. D. INDICATOR".
Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrfmerki tii C. D. INDICATOR
Pósthólf 1238, Rvik, og vér sendum yður að kostnaðarlausu aliar upplýsingar.
VIKAN 52. tbl.
9