Vikan - 22.12.1964, Qupperneq 11
settir, sem eðlilegt má teljast vegna
þyrnirunnanna og hins grýtta lands-
lags, en mjúkar hendur þeirra og
grannir fingur með möndlulöguð-
um nöglum, vel hirtum og gljáandi
á borð við agatsteina, eru yfir-
leitt framúrskarandi hvað fegurð
snertir. Sá yndisleiki, sem þær hafa
til að bera, er fágætur í öðrum
heimshlutum."
Enski ferðalangurinn Cook, sem
síðar var drepinn á Havaí, er ekki
einungis snortinn af fegurð kvenn-
anna, heldur og karlmannanna.
„Karlmenn á Tahiti eru fríðir sýn-
um," segir hann, ,,og hið eina,
sem brýtur í bága við okkar hug-
myndir um fegurð, er að þeir eru
yfirleitt heldur flatnefjaðir." Auð-
vitað gleymir hann ekki heldur
kvenfólkinu: „Augu þeirra eru mjög
svipbrigðarík og má þar bæði lesa
heitar ástríður og hjartnæma góð-
vild. Þær hafa næstum undantekn-
ingalaust fallegar tennur, hvítar og
jafnar, og eru aldrei andfúlar.
Hreyfingarnar vitna bæði um orku
og léttleika ,og göngulagið er mjög
þokkafullt."
Mjög fannst hvítum mönnum og
til um gestrisni Pólýnesa. Enski sjó-
liðsforinginn King fékk sér til fé-
lagsskapar, er hann kom til Havaí
„hóp ungra kvenna, sem lögðu sig
allar fram um að skemmta okkur
með söng og dansi." Og Spánverj-
inn Gonzales, sem kom til Páska-
eyjar 1770, varð steinhissa á því,
að „með lokkandi hreyfingum buðu
konurnar ástríðufullum karlmanni
allt það er hann gat óskað sér. Og
það var ekki að sjá að menn þeirra
hefðu neitt á móti því; þvert á móti
ýttu þeir konunum til okkar af
mikilli kurteisi." Ög iiðsmönnum
franska hirðmannsins og stríðs-
garpsins Bougainville, sem heim-
sóttu Tahiti, „var þráfaldlega boðið
inn á heimili hinna innfæddu til
að taka þátt í máltíðum þeirra, og
þar eð gestrisni Tahitinga á sér
engin takmörk, enduðu samsætin
alltaf á því að gestunum voru
boðnar ungar stúlkur."
Þegar þessir hamingjusömu
ævintýramenn náðu aftur til Evrópu
og sögðu frá reynslu sinni hinum
megin á hnettinum, greip hina
menningarþreyttu yfirstétt Norður-
álfu áköf hneigð til „afturhvarfs
til náttúrunnar," og varð Rousseau
frægastur og áhrifamestur baráttu-
maður fyrir því markmiði. Gerðust
nú margir heimspekingar og áróð-
ursmenn, sem voru á líkri línu og
Rousseau, til að skrifa um Suður-
hafseyjarnar, en létu sjaldnast fara
frá sér neitt af viti, svo hæpið er
að gefa ritum þeirra nokkurn gaum,
er heimilda er leitað um forna
lífshætti Pólýnesa. Stórum meira
mark er takandi á lýsingum þeim,
er trúboðar þeir, er snemma lögðu
leið sína til eyjanna að turna
Pólýnesum til kristindóms, létu eftir
sig, þótt yfirfullar séu af fordóm-
um og rógi um siði þessara heið-
ingja, sem hinir ofstækisfullu
kristsþrælar gátu auðvitað manna
sízt metið af hlutlægum skilningi.
Líkt og tamt hefur verið trúboðum
margra tíma og trúarbragða,
reyndu þeir eftir beztu getu að
eyðileggja sem mest af fornri
menningu hinna fagurbyggðu Þús-
undeyinga, hvað mistókst að veru-
legu leyti, sem betur fór. Enn í
dag halda Pólýnesar — að vissu
merki að minnsta kosti — tryggð
við venjur forfeðranna í ástamál-
um sem öðru, þótt kristnir séu að
nafni, og eru því þjóðfræðingum
þeim, er kynna vilja sér kynferðis-
móral á algerlega öndverðum meið
við hinn vesturlenzka, sannkölluð
gullnáma.
ARISTÓKRATAR Á STEIN-
ALDARSTIGI.
„Suðurhafsfarar muna að jafn-
aði fátt af stjórnskipulagi og
trúarbrögðum eyjaskeggja, en
eru hins vegar fullir af dýrleg-
um endurminningum um hin
frjálsu lífsviðhorf þeirra og til-
finningahita."
R. P. Lesson:
Voyage autour du monde.
Einu sinni bjó einhversstaðar í
Pólýnesíu Englendingur, sem rak
plantekru stóra, hvar fjöldi inn-
fæddra vann. Þótti honum þeir
heldur hysknir við púlið og þorði
því ekki annað en að standa yfir
þeim, meðan vinnutími entist. Einn
daginn var sérlega heitt og Eng-
lendinginn dauðlangaði í kaldan
bjór. Tók hann þá af sér einglyrni
það, sem hann bar að hætti höfð-
ingja sinnar þjóðar, lagði það á
stein og sagði við verkamenn sína:
„Nú þarf ég að bregða mér frá,
en augað mitt hérna verður eftir
og lítur eftir ykkur,- ef þið svíkist
um, segir það mér frá, þegar ég
kem aftur." Brá hann sér siðan
á næstu krá og svalaði þorstan-
um. Þegar hann kom aftur, sá hann
sér til mikillar ánægju að verka-
mennirnir strituðu eins og berserkir.
Tók hann þá uppfrá þessu í vax-
andi mæli að eftirláta einglyrninu
Verkstjórnina, en lá sjálfur í bfórri-
um á kránni. En svo var það einn
dag, að hann kom að öllum Pólý-
nesunum steinsofandi í miðjum
vinnutíma. Einhverjum hugmynda-
ríkum náunga í þeirra hópi hafði
dottið í hug að breiða hatt yfir
einglyrnið.
Sögur sem þessar eru oft sagð-
ar til að sýna og sanna, hvílíkir
fálkar og einfeldningar þær þjóð-
ir séu, sem Evrópumenn af ærnu
mikillæti kalla frumstæðar. Verður
seint ofsögum sagt af þeim for-
dómum og hindurvitnum, sem svo-
kallaðar menningarþjóðir eru stút-
fullar af viðvíkjandi fjarlægum og
fátækum smáþjóðum, og hafa ís-
lendingar mátt eftirminnilega sanna
það allt fram á þennan dag. Og
til þess að fyrirbyggja, að lesend-
ur líti á þann fróðleik, er hér verð-
ur til tíndur um kynferðis- og fjöl-
skyldulíf Pólýnesa, sem einhvern
ditmarsróg, fer vel á því að skýra
fyrst í örfáum orðum frá náttúru-
fari því og menningu, er þjóð þessi
býr við, en þar er auðvitað að
finna grundvöll þeirra siðalögmála
er hún hefur skapað sér.
Heitið Pólýnesía er grískt að upp-
runa og þýðir „margar eyjar" og
er það sannnefni, því þær eru um
350 talsins. Að Páskaey, sem er al-
gerlega einangruð, undanskilinni,
liggja þær í klösum og hvirfing-
um, sem oft eru langt frá hver
annarri. Hvílíkt afrek það hefur
verið að byggja eyjar þessar verð-
ur manni Ijóst er haft er í huga,
að þríhyrningurinn Havaí, Nýja
Sjáland, Páskaey — en innan hans
liggur Pólýnesía — er fjórum sinn-
Framhald á bls. 31.
VIKAN 52. tbl. — 1J