Vikan


Vikan - 22.12.1964, Page 12

Vikan - 22.12.1964, Page 12
Á hverjum degi gekk Súsanna framhjá húsi herra Elliotts, þeg- ar hún var á leið heim úr skól- anum. Áætlunarbíllinn innan frá borginni stanzaði beint fyrir framan fallega húsið með þykku eikardyrunum og glerrúðunum í blýumgerðum með hlerum, sem hjörtu höfðu verið skorin út í. Herra Elliott var þreytuleg- ur og áhyggjufullur á svipinn, og hann talaði sjaldan við fólk. Hann átti bókaverzlun inni í borginni og heima hugsaði ráðs- konan um hann. Jane fræhka hafði sagt Súsönnu, að konan hans hefði dáið stuttu eftir að hann keypti húsið, og Súsanna, sem var ellefu ára og skildi orð- ið sitt að hverju, kenndi mikið í brjósti um hann. Þegar jólin nálguðst, fór hún að hafa alvarlegar áhyggjur hans vegna. Jólin hennar sjálfrar mundu að vísu ekki verða alveg eins og venjulega, þar sem hvorki pabbi eða mamma hennar voru heima, en móðir hennar hafði skýrt út fyrir henni, hve mikilvægt það væri fyrir pabba hennar, að geta ferðast til Afríku fyrir fyrirtæk- ið og verið þar í tvö ár. Lofts- lagið var ekki sérlega hollt fyrir Súsönnu, hafði mamma hennar sagt, og svo var það líka betra fyrir hana, að geta verið áfram í skólanum. Súsanna skildi þetta og sætti sig við það. Reyndar mundi það verða mjög skemmtilegt að halda jólin hátíðleg með Jane frænku. Jane frænka var nú líka in- dæl! En nú hafði Súsanna frétt, að ráðskonan hans herra Elliotts ætlaði að fara heim til sín um jólin, og þá mundi hann verða aleinn. „Heldurðu að herra Elliott hafi það gott um jólin?“ spurði hún Jane frænku. Roðinn, sem hljóp fram í vanga Jane frænku, stafaði ekki frá hitanum af brauðristinni, sem hún beygði sig yfir. „Ef hann hefur það ekki, er það hans eigin sök“, svaraði hún. „Það eru margir, sem hafa reynt að nálgast hann, en hann vill ekki kynnast fólki“. „Ef til vill langar hann til þess“, sagði Súsanna. „Kannski er hann bara feiminn". „Það getur verið“, sagði Jane frænka og andvarpaði um leið og hún setti brauðið á borðið. Hún var þrjátíu ára gömul og mjög lagleg, var sagt, grönn og dökkhærð, með skær og falleg augu. Það voru tíu ár síðan hún og Robert Elliott höfðu slitið trú- lofuninni. Robert hafði farið burt úr borginni og komið aftur með yndislega, ljóshærða konu, sem aðeins hafði lifað í tvö ár eftir það. Eftir dauða hennar hafði Jane GJQF SDSONNU EFTIR AUDRIE MANLEY- TUCKER KIRKJUKLUKKURNAR HLJÓMUÐU í MYRKRINU ÚT f KVÖLDKYRRÐINA, OG HÖPAR FÖLKS KOMU ÚT ÚR KIRKJUNNI OG GENGU HEIM Á LEIÐ. K<■<■««« < <■«« <«« «< < VIKAN - GLEÐILEG JÓL! skrifað til Roberts og boðið hon- um vináttu sína, en hann hafði aldrei svarað bréfinu. Ég reyndi þó, hugsaði hún sorgmædd. Ég ætlaði bara að hjálpa honum í einmanaleik hans. Ég hefði líka sætt mig við, þótt ekkert hefði verið nema vinátta milli okkar, en hann var jafn stoltur og þrjózkur og dag- inn, sem ég fékk honum hring- inn aftur. „Heldurðu ekki að hann verði ósköp einmana?“ spurði Sús- anna. „Það veit ég sannarlega ekki, Súsanna, en hvernig stendur á þessu, að þú hefur svóna mikl- ar áhyggjur hans vegna?“ „Mér fellur hann vel í geð“, svaraði Súsanna. „Meira að segja þótt hann brosi aldrei til mín. Ég hugsa, að hann fái eng- ar jólagjafir . . .“ Jane talaði ekki meira um þetta. Lífið hafði gert hana dula og bitra, og við því var ekkert að gera. Síðan hún hafði skrifað bréfið, hafði hún reynt á annan hátt að nálgast Robert, en án árangurs. Bækurnar hennar stóðu í hill- unum í bókabúðinni hans, líka sú fyrsta — sú, sem átti sök á ógæfunni, hugsaði hún. Hún mundi enn, hvernig hún hafði veifað ávísunni sigri hrósandi fyrir framan hann. „Sjáðu, vinur minn! Ég fékk útborgað fyrirfram! Nú getum við gift okkur strax og afgang- inn af pertingunum getur þú not- að til að setja á stofn verzlun- ina.“ En hún hafði ekki tekið stolt hans og löngun til að standa á eigin fótum með í reikninginn. Það var kannski óskynsamlegt af mér að vera svona sigri hrós- andi yfir velgegni sjálfrar mín, meðan hann barðist í bökkum. — Við sögðum margt Ijótt og særandi, en við hefðum getað gleymt því öllu, ef Robert hefði bara viljað það. Þegar hann kom aftur með Önnu, hafði hann næga peninga til að opna búð- ina . . .“ Jane grunaði ekki hvaða ráða- gerð var að fæðast í huga Sús- önnu. Súsanna hafði komið auga á litla grénitréð í garði herra Elliotts, og það hafði minnt hana á jólatrésleikinn. Pabbi hennar og mamma léku hann á hverju ári. Hann byrjaði alltaf á því, að pabbi sagði við mömmu: „Mér finnst Súsanna vera orðin of gömul til að hafa jólatré, finnst þér það ekki líka?“ „Jú, sannarlega. Ég held að við þurfum ekki að kaupa neitt tré þetta árið“, svaraði móðir hennar þá og leyndi brosinu. Þannig héldu þau áfram í marga daga, og Súsanna lék með og þóttist ekkert vita um greni- tréð, sem þau höfðu komið með 22 — VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.