Vikan


Vikan - 22.12.1964, Side 14

Vikan - 22.12.1964, Side 14
:T" " " . • . Í ' f ' if \w . - - :: ■ ■a^AU ER FARIÐ aS kólna hér í París. í skóbúðunum renna kuldastígvélin út eins og heitar lumm- ur allt frá ökklaháum upp í meira en hnéhá. Eru þau ýmist úr leSri eSa rúskinni, með hæl eða flatbotnuS, heil, reimuð eða með rennilás. En það er ekki nóg að vera i hlýj- um skóm. Það þarf að vera í hlýjum sokkum, hlýjum kjól, hlýju pilsi, hlýrri peysu, hlýrri kápu o. s. frv. Og í vetur á allt þetta að vera úr ull — PRJÓNAÐ EÐA HEKLAÐ. í gluggum tízkuhúsanna, bæði stórra og smárra má sjá prjónafatnað; káp- ur, kjóla, dragtir, pils, sokka, vettl- inga, húfur — já meira að segja kvöldkjóla sem eru að nokkru leyti prjónaðir. Ég hef enn ekki séð prjón- aðar síðbuxur, en þær eru vafalaust einhversstaðar á boðstólum. En mikið af þessum prjónafatnaði kostar skild- inginn og því hafa tizkublöðin hér undanfarið birt mikið af uppskrift- um af prjónafatnaði, og það liggur Papfsar- dömur f ppjöna- fötum Þördis Árnadóttir skrifar frá Paris við að það sé „jólaös" i þeim deildum vöruhúsanna, sem selja garn, prjóna og heklunálar. Og hvernig er svo garnið, sem i þennan tizkufatnað er notað? Það er af öllum gerðum og í öllum regnbogans litum. Þó held ég að mér sé óhætt að segja að að- alliturinn sé VÍNRAUTT. Og þetta garn er fínt, gróft, snöggt, með moliair eða angora-áferð -— ein- litt, sprengt og marglitt. Já, ég segi marglitt garn, því að á einni garnliespu eru margir litir, einn tekur við af öðrum og mynda þvi óreglulegt mynztur. Er fatnaður úr þessu marglita garni hvað dýr- astur, sá ég um daginn mjög ein- falda peysu úr sliku garni, og kost- aði hún 2000 krónur íslenzkar (í heldur ódýru vöruliúsi) ■— og það þykir nokkuð dýrt hér. En til þess að fara dálitið skipu- lega í þetta skulum við byrja á tánni — enda á toppnum — og athuga SOKKANA: í haust hafa Parísardömurnar gengið mikið i sportsokkum, eink- um þó þær yngri. Hafa sportsokk- arnir verið í öllum litum: einlitir, köflóttir og röndóttir, bæði þver- röndóttir og langröndóttir. Nú er orðið of kalt til þess að vera i sportsokkunum einum saman — en til þess að sleppa þeim ekki fara dömurnar einfaldlega i þá utan yfir nælon- eða krepnælon- sokkana. Þó má búast við að þær leggi sportsokkana brátt til liliðar, því að úrvalið af uppháum ullar- sokkum hefur aldrei verið meira en nú. Þeir sem einkum draga að sér athygli, eru útprjónaðir ullar- sokkar, sem margir hverjir eru listaverk. Eru þeir fáanlegir í flest- um litum og, þótt undarlegt megi virðast, njóta hvítir allmikilla vin- sælda. Þessir útprjónuðu sokkar eru dýrir, og ef buddan leyfir þá ekki, er nóg úrval af einfaldari gerðum upp- hárra ullarsokka, líkuin framangreindum sportsokkum. Þá eru það KJÓLARNIR. Það er engin „sönn Parísar- dama“ nema hún eigi að minnsla kosti einn ijrjónakjól. Hversdagskjóllinn er yfirleitt prjónaður i heilu lagi og tekinn saman með belti í mittið. í flestum tilfellum er hann einlitur en gjarnan útprjónaður annaðhvort á þverveginn eða langveginn. Eigi kjóllinn að vera reglulega lilýr er hann með rúllukraga. Ef um síðdegis- kjól er að ræða er hann oft prjónaður (eða heklaður) með tvenns konar mynztri og skiptir um mynztur (eða prjón) nokkru fyrir ofan mitti. Er hann þá ýmist þétt prjónaður að ofan og gisnari að neðan, eða öfugt. (Þarf þá að sjálfsögðu að vera í undirkjól í sama lit). Erm- arnar eru yfirleitt heklaðar mjög gisið, og lita þá út eins og eins lconar net. Þessar „netermar“ eru annars mikið í tizku og mikið notaðar á saumaða kjóla. Að lokum kvöldkjóllinn: Pilsið er yfirleitt saumað (úr fingerðu ullarefni) og blússan liekluð eða prjónuð (að sjálfsögðu útprjónuð), yfirleitt úr fíngerðu mohairgarni. Á sniði blússunnar er allur gangur, er hún ýmist með löngum ermum eða ermalaus, há í liáls eða flegin. — VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.