Vikan - 22.12.1964, Síða 20
í ÖrlygsstaSabardaga var Sturla Sighvatsson
herforingi yfir liöi þeirra feðga og ætlaSi sér
ekkert minna en yfirráS yfir öllu fslandi. En
hann var þá brotinn maSur andlega.
Grein um ÖrlygsstaSabardaga og nokkrar
söguhetjur Sturlungu, eftir Þorstein Jónsson
(Þóri Bergsson).
1Í Morgunblaðinu 23. ógúst 1964 er fróðleg og að mörgu leyti vel
rituð grein eftir Sverri Pólsson er nefnist Á söguslóðum Örlygs-
staða. Mun hún ef til vill rituð í tilefni þess, að 21. ágúst árið 1238
var háð fjölmennasta orusta á Islandi á Orlygsstöðum í Blönduhlíð.
Þar áttust við um 4000 menn, af báðum aðilum. Þess má þó geta,
að sennilega hefur varla meira en helmingur þess liðs tekið virkan
þátt í hinni stuttu viðureign, hinir, blátt áfram, aldrei komizt á orustu-
svæðið, sem var m|ög takmarkað á litlu svæði og flúið áður en
þeir gátu brugðið' vopni.
Um Örlygsstaðabardaga hefur dr. Magnús Jónsson skrifað ítarlega
í bók sinni Ásbirningar, er út kom í ritsafninu Skagfirzk fræði 1939.
Auk þess hefur Sigurður Vigfússon ritað um staðinn (Örlygsstaði) er
hann skoðaði 1892, svo og hefur Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi
ritað um Örlygsstaði 1906, báðir í Árbók fornleifafélagsins. Dr. Magnús
Jónsson birti með ritgerð sinni um Örlygsstaðabardaga uppdrátt af
gerði því er um ræðir í Sturlungu og sýnir þar rústir af tveimur kof-
um. Telur hann þá, að syðri rústin sé hið umrædda sauðahús (er
Sturla Þórðarson getur um). Síðar mun Magnús hafa fallið frá þeirri
skoðun, því í Sturlungasögu (útgáfa 1946) er uppdráttur eftir hann
(M.J.) av Ö: lygsstaðagerðinu, og er það aðeins ein kofarúst, þ.e. sú
nyrðri. Það mun ábyggilega rétt, að syðri rústin er af miklu yngri
kofa, sem ekki hefur verið til á tímum Örlygsstaðabardaga. Eg tel
og m|ög vafasamt, að rúst sú hin nyrðri, er enn sést móta fyrir innan
gerðisins — og jafnvel sjálft gerðið — sé nákvæmlega á sama stað
og af sömu stærð og var er orrustan var háð. Getur því öllu hafa
verið breytt á liðnum öldum frá 1238. Gerðið getur t.d. hafa verið
miklu stærra um sig og því fleiri komizt fyrir innan þsss. Virðist
því ekki „skynsamlegt", svo ég noti orð hr. Sverris Pálssonar, að
jj gera upp á milli skoðana þeirra Sigurðar, Brynjólfs og Magnúsar í
i því fáa sem á milli bsr hjá þeim.
Ég hef oft komið á Örlygsstaði sem og aðra sögustaði í Skaga-
firði. Ég var þar s'ðast msð bróður mínum, Magnúsi Jónssyni,
sumarið 1953 eða 1954. Hann var að vísu miklu fróðari um menn
og atburði 12,—13. aldar en ég. Þó hef ég lesið flest eða allt sem
ritað hefur verið um Sturlunga sögu á siðastliðnum 100 árum eða
svo, bæði afbragðs fróðlegar vísindalegar ritgsrðir og fáránlegar get-
gátur, svo sem ritgerð einhverrar Jacquelins Simpson í Skírni fyrir
nokk' um árum um Guðmundar sögu dýra, en í þetta sinn a.m.k. sleppi
ég cð gsta þsss nánar, hvað sem síðar verður. Lengi hef ég lesið
Sturiungu, einkum Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, Þórðar sögu
kaka'a. s.?m vafalítið er rituð eftir frásögu Svarthöfða Dufgusonar
o.fl. o.fl. Um Örlygsstaða sorgarleikinn mikla, hef ég gert mér mynd,
sem ekkert fær raskað í stórum dráttum. Sturla Sighvatsson var her-
foringinn yfir liði þeirra feðga, enda æt'.aði hann sér hvorki meira
né minna on vöíd yfir cllu íslandi. En hann var þá brotinn maður
andlega og' hafði raunar lengi verið. Taugaveiklaður og hjátrúar-
fullur og alls ekki fær um að hafa herstjórnina á hendi. Hvað eftir
ar.nað hafði hann sýnt, að hann var óókveðinn og hikandi þegar
mest á reið á ákveðnum athöfnum og sterkum vilja. Þá um vorið,
1238, hafði hann vissulega, tefit öllu úr höndum sér, er hann sveik
Gissur Þorvaldsson í tryggðum á Apavatni, en guggnaði svo, þorði
ekki að drepa hann, sem var eina leiðin til sigurs, úr því sem komið
var. Og sjálfsagt að venju þeirrar aldar. Enginn heilbrigður maður
gat trúað hinum „norræna eiði" Gissurar, enda varð eiðurinn sá
lítils virði er Sturla Sighvatsson lá óvígur á vígvellinum á Örlygs-
stöðum og Gissur fékk tækifæri til að gerast sjálfur böðull og háls-
höggva óvin sinn. Þar var engin linkind. Gissur hljóp í loft upp
við höggið, svo rösklega, að „sá loft undir báða fætur", segir Sturla
Þórðarson, sagnritarinn mikli, en hann var sjálfur í bardaganum.
Öll herferð Sturlu Sighvatssonar til Skagafjarðar í ágúst 1238 var
hið undarlegasta ráðleysi sem hugsazt gat. Sighvatur gamli gat
ekki annað en komið vestur, úr þvf sem komið var, enda aldrei
mikill herforingi, þótt vitur væri, og orðinn gamall. I stað þess
að velja góðan og heppilegan stað, — en nóg er af þeim f Skaga-
firði, — víggirða sig þar vel og búast til orrustu, dreifa þeir liðinu
um Blönduhlíð framarlega, eru alls ekki viðbúnir orrustu, sofa, að
því er virðist allir að heita má samtímis í stað þess að hafa jafnan
tvo þriðju liðsins viðbúið en einn þriðja sofandi. Þó segir sagnrit-
arinn ,að þeir hafi haft „pata" af því að óvinirnir væru á næstu
grösum. Sá „pati" hlýtur að hafa stappað nærri fullri vissu. Lið það
er Sighvatur kom með að norðan var svo óviðbúið að skildir þeirra
voru bundnir í klyfjar er orustan hófst. Enda gerði meiri hluti þess
liðs lítið annað en flýja, þegar í stað. Sturla hafði að vísu látið
lið sitt liggja úti nóttina milli 19. og 20. ágúst við Vallalaug í Hólmi,
var það næsta undarleg ráðstöfun að ríða framhjá Vfðimýri og
Reykjarhóli, þar sem vígi var ágætt, og úr því hann reið út á Laug-
holt og Sæmundarhlíð var ekki nema sjálfsagt að taka Reynistað,
þar sem einn höfuðforingi óvina hans, Brandur Kolbeinsson, átti bú.
Sturla Sighvatsson hefur vafalaust verið hinn glæsilegasti maður
og mjög fljótt komizt til valda sem foringi ættar sinnar (þ.e. hluta
af Sturlungaætt), enda nefndu óvinir hans hann Dala-Frey. Var hann
og kvongaður einni göfugustu konu landsins og ættstærstu, Sólveigu
Sæmundardóttur frá Odda, þótt lítt kæmi honum það að gagni hjá
frændum hennar Oddaverjum. Enda urðu þeir að láta í minni pok-
ann fyrir Haukdælingnum, Gissuri Þorvaldssyni. — Svo var andvara-
leysi þeirra Sturla og Sighvatar mikið, að óvinir þeirra hefðu hæg-
lega getað laumazt að þeim í húmi næturinnar ef þeir hefðu viljað
hætta á það. — En þeir biðu við Reykjalaug nóttina fyrir 21. ágúst
eftir Brandi frá Stað (Reynistað) meðan hann safnaði liði um Laug-
holt og Hegranes og jafnvel um utanverða Blönduhlíð! Ekki hafði
Sturla tekið með sér vopnfæra menn úr þeim sveitum og þannig
komið í veg fyrir þann liðsafnað.
Sturla Sighvatsson fól bróður sínum, Kolbeini Sighvatssyni, forustu
fyrir harðsnúnum flokki manna, er hafði bækistöð á Víðivöllum, en
sjálfur var Sturla um nóttina á Miklabæ. Var Kolbeini skipað að
taka hraustlega á móti áhlaupi og skipa liði sínu á húsum uppi.
Bendir það til þess, að Sturla hafi einmitt búizt við áhlaupi úr
þeirri átt er það kom. Þó var Sighvatur gamli og Markús sonur
hans alllangt frá með mikinn flokk, á Sólheimum með sína skildi
bundna í bagga og lítið samband virðist hafa verið milli flokk-
anna. — Og þegar áhlaupið kom brást Kolbeinn Sighvatsson og
hans flokkur á Víðivöllum algerlega. Hann lagði þegar á flótta með
öllu sínu liði, í stað þess að hlýða skipun foringja síns og bróður,
og veita harðvítugt viðnám uppi á húsunum á Víðivöllum. Hefði
hann dugað, er ekki óhugsandi að svo hefði farið, að þeir feðgar,
2Q — VIKAN 52. tbl.