Vikan


Vikan - 22.12.1964, Page 21

Vikan - 22.12.1964, Page 21
UM FORNAR MINJAR Sturla, Sighvatur og Markús, hefðu nóð saman með flokkana ein- mitt þar (á Víðivöllum) og getað fylkt liði. Er þá óvíst hver leiks- lok hefðu orðið. En óheppilegri stað var naumast mögulegt að finna þar í nágrenninu en I gerðinu hjá Orlygsstöðum. Það var að sjálf- sögðu ekki sök Sturlu Sighvatssonar, að Kolbeinn bróðir hans rann af hólmi er á reyndi. — En öll herför hans til Skagafjarðar var klaufa- leg og fálmkennd og bendir til þess, að hann hafi verið miður sín og ekki heill heilsu. 3Eins og oft hefur verið getið, og samkvæmt frásögu Sturlu Þórðarsonar, hefur viðureignin í gerðinu á (eða hjá) Örlygs- stöðum aðeins staðið skamma stund. Þeir feðgar, Sighvatur og Sturla, falla báðir þegar í stað, sinn hvorum megin í gerðinu, án þess að lið þeirra nái að sameinast. Markús Sighvatsson fellur þar einnig, en Kolbeinn og Þórður flýja til kirkju á Miklabæ þegar í stað. Það er þotið til orustu án nokkurrar fyrirhyggju, nema að skipa Kolbeini Sighvatssyni að verja Víðivelli, sem hann ekki gjörir. Dr. Helgi Péturss hefur skrifað góða og skilmerkilega ritgerð um nokkur atriði úr sögu þessa morguns og álit sitt á skapgerð Gissurar jarls og Sturlu Sighvatssonar. — Sturla vaknar eftir vonda drauma, eins og sagan segir, kjarklítill og örvæntingarfullur. Hann er ekki vel undir það búinn að stjórna stórorustu, hvorki andlega né líkam- lega. Hann er, að mínu áliti, vesæll og ráðþrota, gengur til kirkju og syngur þar latneska bæn I stað þess að hefjast þegar handa. Eg geri ekki lítið úr bæninni, síður en svo; Gissur lét sitt lið líka hrópa bænarorð til guðs er það þeysti fram yfir Héraðsvötnin ásamt honum, en þau hróp urðu að herópi, að sögn Sturlu Þórðarsonar, og er án efa rétt sagt frá. Þótt kirkjuganga foringjans á Miklabæ væri stutt, gat það samt riðið baggamuninn að stöðva flótta Kolbeins bróður hans frá Víðivöllum og ná sambærilegri vígstöðu. Virðist ólíkt hyggilegra, eins og á stóð, að fara að ráðum Gissurar og gera bænina ( það sinn að herópi. Glæsimennið Sturla Sighvatsson var bugaður maður og ráðþrota. Með herför sinni norður hafði hann ætlað sér meira afrek en hann var maður til að framkvæma. Saga hans sýnir glögglega, að hann var ætíð meira glæsimenni en vit- maður. Hann skorti vit, snerpu og herkænsku bróður síns, Þórðar kakala. Og — um fram allt — þó, heilsuhreysti Þórðar. — í öng- þveitinu í Örlygsstaðagerði er stutt, snörp viðureign. Sagnritarinn, Sturla Þórðarson, verður, sennilega, fljótur til að flýja í kirkjuna á Miklabæ, sem var eina lífsvonin úr því sem komið var. Síðar skrifar hann svo söguna, Ijósa og óhlutdræga. Kirkjan var auðvitað enginn öruggur griðstaður er við slíka menn var að eiga sem þá Gissur og Kolbein unga. Enda áttu þeir örugga vissu um aflát og fyrirgefn- ingu hjá erlendu kirkjuvaldi meðan verið var að murka lífið úr þeim fáu íslendingum, sem einhvern snefil af sjálfsstæðishugsjón báru enn í brjósti gagnvart erlendu konungsvaldi. Eins og áður er drepið á, var það hrein og bein tilviljun, laust við alla hermennsku eða skipulag að flokkar þeirra Sturlunga hitt- ust hjá Örlygsstaðagerði. Enda sá Sighvatur gamli þegar í stað von- leysi aðstöðunnar og veifaði axarskafti Stjörnu sinnar, en svo hét vopnið góða, til merkis um að hann gæfist upp og beiddist griða. En um slíkt var ekki að ræða hjá Kolbeini unga. Þar varð að ganga hreint til verks og vægðarlaust. Síðar um daginn voru svo synir hans tveir og fleiri göfugir menn höggnir með þeirri sömu öxi. 4Sturla Sighvatsson var alla ævi hikandi og óviss í ráða- gerðum sínum og athöfnum. Að því leyti var hann gerólíkur bróður sínum, Þórði kakala, sem var maður snarráður og oft óvæg- inn, þótt ekki væri hann grimmur að óþörfu eins og Gissur Þorvalds- son. Þegar þeir Þórður og Snorri, hinir ungu ofbeldismenn, synir Þorvalds úr Vatnsfirði, höfðu framið ódæðisverk sín á Sauðafelli, heimili Sturlu, að honum fjarverandi, lét Sturla það lengi kyrrt liggja án þess að taka þá bræður af lífi. Vissi hann þó, að þeir hötuðu hann einlæglega og vildu hann feigan, þrátt fyrir svonefndar sættir. Menn þeirra tíma gengu ekki að því gruflandi að sættir voru oftast orðagjálfur, sem enginn gat treyst. Loks tók hann þó á sig rögg og murkaði lífið úr þeim bræðrum, með ofurefli liðs, er þeir bein- línis buðu sig fram til lífláts með því að fara fáliðaðir svo að segja um hlaðið hjá honum. Var það lítið frægðarverk, þótt landhreinsun væri að losna við þá Vatnsfjarðarbræður, sem voru að mörgu líkir föður sínum, Þorvaldi brennuvargi ( Vatnsfirði, einum versta manni í höfðingjasveit Sturlungaaldar. Að vísu var þeim Vatnsfjarðarbræðr- um ekki láandi, þótt þeim væri hefnd í huga við Sturlu, en Sauða- fellsför þeirra var ódrengilegt ofbeldisverk svo að af bar, jafnvel á 13. öld. — Ekki var Grímseyjarför þeirra feðga, Sighvatar og Sturlu, heldur nein frægðarför, er þeir fóru með hátt á fjórða hundrað manna að Guðmundi biskupi, en hans menn er vopnfærir töldust, voru aðeins sjötíu. — Arnór komst undan, þótt Sturla hefði líf hans í hendi sér, skorti hann þar enn snerpu og ákveðinn athafnavilja eins og svo oft fyrr, en einkum þó síðar, í viðskiptunum við Gissur Þorvaldsson. Apavatnsförin var svo dæmalaus og það sem eftir þann fund gerðist, að ómögulegt er annað en álíta að Sturlu hafi þá vart verið sjálfrátt. Hann semur við Gissur um utanför hans, og fær svo vinum Gissurar hann ( hendur til gæzlu! Og svo, skömmu síðar, hin dæmalausa ferð í Skagafjörð í ágúst þá um sumarið með öll- um þeim glappaskotum og úrræðaleysi, sem enduðu ( gerðinu á Orlygsstöðum. 5Þá hafa menn rætt og ritað um hvort bær hafi verið á Orlygs- stöðum. Sverrir Pálsson segir í greininni í Morgunblaðinu 23. ágúst 1964, að engin merki sjáist til þess að bær hafi verið þar. En slíkt er ekki að marka. Bær getur hafa verið þar marga mannsaldra og er mjög líklegt að svo hafi verið, kenndur við Örlyg einhvern, sem að líkindum hefur komið með landnámsmanni í Skaga- fjörð. Mjög algengt var að menn nefndu býli sín eftir nöfnum sínum á landnámsöld og hafa mér færari fræðimenn rökstutt það. Bæir hafa sannanlega staðið víða um land, sem ekki sést urmull af og það miklu lengur en fram á Sturlunaöld eða fram undir þá tíma. Getgátan um „Þrælagerðið" er ekki Kkleg og langtum ólíklegri en að Örlygur hafi reist bæ á þessum stað eða þar mjög nálægt. Örlygs- staðir í Blönduhlíð gátu verið komnir í eyði 100—200 árum fyrir 1238, og aðeins gerðið verið þar þá, fjárrétt eða hrossarétt, ef til vill fjárhús og líklegt að svo hafi verið. En víst var og er það, að blettur þessi átti að verða frægur í sögu lands vors og nafn Örlygs að lifa þrátt fyrir það, að bær hans fór svo fljótt í eyði. Þorsteinn Jónsson. VIKAN 52. tbl. — 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.