Vikan


Vikan - 22.12.1964, Page 28

Vikan - 22.12.1964, Page 28
Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 28. hluti Hún stóð í dyrunum og teygði frá sér handleggina, stór og fyrirferðarmikil. Angelique renndi hendinni undir blússu sína og dró fram rýtinginn. Hnífsblaðið Rodogene egypzka glitraði í rökkurskímu hússins, á sama hátt og græn augu hennar. —- Vertu ekki að kjökra, sagði Angelique aftur. — Þetta verður alit gott einhvern tíma.... .Tá, ég býst við því, og ég trúi Því statt og stöð- ugt. Ekki strax, ég veit Það, en sá dagur kemur. Þú skilur Þetta ekki, Barbe. Þetta er eins og hræðileg hringiða, sem maður losnar ekki úr, nema kannske með þvi að deyja. En ég held, að ég muni losna fyrir Því. Hættu að gráta, Barbe, hættu að gráta, vinkona.... Þær sváfu hlið við hlið. Barbe þurfti að byrja að vinna i dögun. Angelique fylgdi henni niður i eldhúsið. Barbe íét hana drekka svolítið af heitu víni og stakk tveimur litlum kjötbúðingskökum I hönd hennar. Angelique gekk af stað i áttina til Longchamp. Hún fór i gegnum hlið Saint-Honoré, og eftir að ganga eftir sandræmunni, sem kölluð var Champs-Elysées, kom hún að smáþorpinu Neuilly, þar sem Barbe hafði sagt henni að hún myndi finna börnin. Hún vissi ekki ennþá, hvað hún myndi gera. Kannske skoðaði þau úr fjarlægð, og ef Florimond kæmi nálægt henni i leik sínum, myndi hún reyna að lokka hann til sin með því að bjóða honum sætindi. Hún bað mann, sem hún rakst á, að vísa sér á aðsetursstað Mére Mavaut, og þegar ún nálgaðist staðinn, sá hún hóp barna leika sér í rykinu, undir gæzlu á að gizka þrettán ára stúlku. Börnin voru fremur óhrein og hirðulaus, en þau litu út fyrir að vera heilbrigð. Hún reyndi án árangurs að þekkja hvert þeirra væri Florimond. Þegar stórvaxin kona í tréskóm kom út úr húsinu, gat hún sér til að þetta væri fósturmóðirin og ákvað að nálgast hana. — Mig myndi langa að sjá börnin tvö, sem Madame Fallot de Sancé treysti yður fyrir. Bóndakonan, sem var stór, dökkhærð og kraftaleg kerling, starði á hana með ódulinni tortryggni. -—• Eruð þér með peninga? — Eigið þér eitthvað útistandandi fyrir þau? — Á ég! hrópaði konan. — Af þvi, sem Madame Fallot lét mig hafa, þegar ég tók við þeim og því, sem stúlkan hennar flutti mér svo seinna, gat ég ekki alið þau meira en í mánuð. Og síðan hef ég ekki fengið svo mikið sem eitt sou fyrir þau! Ég fór til Parísar til að innheimta það sem mér bar, en þá voru þau flutt. Er þetta ekki alveg eftir lögfræðing- unum! — Hvar eru þeir? spurði Angelique. — Hverjir? — Drengirnir. — Hvernig á ég að vita Það? spurði fóstran og yppti öxlum. — Ég hef nóg að gera við að líta eftir grislingum þeirra sem borga. Litla stúlkan hafði komið nær og sagði fljótmælt: — Sá litli er þarna yfirfrá. Ég skal sýna yður hann. Hún dró Angelique með sér gegnum íbúðarhúsið og inn i lítið fjós, sem í voru tvær kýr. Bak við grindverk var kassi, þar sem Angelique gat aðeins greint í hálfrökkrinu barn um það bil sex mánaða gamalt. Það var nakið, nema hvað óhrein pjatla var vafin um kvið þess og barnið saug enda af henni með áfergju. Angelique þreif í kassann og dró hann inn í herbergið til að geta skoðað barnið betur. — Ég setti hann út í fjósið, af þvi að það er hlýrra þar en i kjallar- anum á nóttunni, hvíslaði litla stúlkan. — Hann er allur í bólum, en hann er ekkl horaður. Ég mjðlka kýrnar, bæBI kvölds og morgna, og gef honum alltaf svolitið. Angelique starði skelfingu lostin á barniB. Þetta gat ekki verið Cantor, þessi litli vesalingur, alþakinn bólum og graftarkýlum. Og Cantor var Ijóshærður þegar hann fæddist, en þetta barn hafði brúna lokka. 1 sömu andrá opnaði hannn augun svo sá í björt, grænleit augun. — Hann hefur græn augu eins og Þér, sagði stúlkan. — EruB Þér móðir hans? — Já, ég er móðir hans, sagði Angelique hljómlausri röddu. — Hvar er sá eldri? — Hann hlýtur að vera I hundahúsinu. — Javotte! Skiptu þér ekki af Því, sem þér kemur ekki við, sagði bóndakonan. Hún horfði á athafnir þeirra með illilegu augnaráði en skipti sér ekki af. Ef til vill vonaði hún, að þessi tötrum klædda kona myndi láta hana hafa peninga, þegar allt kæmi til alls. 1 hundahúsinu var illúðlegur varðhundur. Javotte varð að lokka hann út með allskonar kjassi og góðum loforðum. —■ Flo felur sig alltaf bak við Patou. Hann er hræddur. — Hræddur við hvað? Stúlkan litaðist flóttalega um. — Hræddur við að verða barinn. Hún dró eitthvað út úr hundahúsinu. 1 Ijós komu hrokknir, svartir lokkar. — Et þetta annar hundur? hrópaði Angelique. — Nei, þetta er hárið á honum. — Auðvitað, muldraði Angelique. Svo sannarlega gat slikur hármakki ekki verið á öðrum en syni Joffrey de Peyrac. En undir þessu þykka, svarta og mikla hári, var aumlegur lítill líkami, ekkert nema skinnið og beinin, klæddur í Iarfa. Angelique kraup niður og strauk óhreint og úfið hárið frá andlit- inu með skjálfandi hendi. Hún sá fölt kinnfiskasogið andlit með tveim- ur starandi svörtum augum. Þótt það væri mjög hlýtt úti, hristist barnið af stöðugum skjálfta. Litlu beinin strengdu út í hörundið eins og naglar, og húðin var gróf og óhrein. Angelique stóð upp og skálmaði í áttina að fóstrunni. —■ Þér látið þá verða hungurmorða, sagði hún hægt með þunga í röddinni. — Þér látið þá deyja úr skorti. Þessi börn hafa enga umhirBu fengið, engan mat svo mánuðum skiptir. Ekkert nema það, sem hundur- inn hefur íeyft. og það sem þessi vesalings unga stúlka hefur getað lagt til hliðar af sínum fátæklega kosti. Þér eruð helvítis glæpakvendi! Bóndakonan varð kafrjóð. Hún krosslagði handleggina á brjósti sér. — Hah! Þessi var góður! hrópaði ún og brjóst hennar bifaðist af reiði. — Þetta pakk heldur bara, að það geti komið upp á mig krökk- unum sínum og horfið svo án þess að skilja nokkurt spor eftir sig. Þar að auki verð ég að þola móðganir flækings. bóhemista, sígauna.... Angelique fór inn í húsið án Þess að hlusta. Hún greip handklæði, sem hékk við hliðina á eldstónni, tók Cantor og festi hann með handklæðinu á bak sér á sama hátt og sigaunarnir. — Hvað ætlið þér að gera, spurði fósturmóðirin, sem hafði komið á eftir henni. — Ætlið þér að taka þá burt? Ef þér ætlið að gera það, verðið þér að borga fyrst. Angelique leitaði i vösum sinum og henti nokkrum écus á gólfið. Bóndakonan rak upp öskur. — Tíu livrés! Þér eruð að gera að gamni vðar — þér skuldið að minnsta kosti Þrjú hundruð livres. Svona, borgið nú, eða ég kalla á alla náerannanna og hundana þeirra og læt kasta yður út. Hún stóð í dyrunum og tevgði frá sér handleggina. stór og fvrirferð- armikil. Angelique renndi hendinni undir blússu sína og dró fram rýting- inn. Hnífsblað Rodogone Egypzka glitraði I rökkurskimu hússins, á sama hátt og græn augu hennar. — Farið frá! sagði hún með rámri röddu. — Farið frá eða ég sting yður. Konan hörfaði undan I skelfingu. Angelique gekk framhjá henni og beindi að henni rýtingnum, eins og Marquise des Polacks hafði kennt henni. — Hreyfið yður ekki! Látið ekkert heyrast í yður! Sendið hvorki hunda né hlaupadýr á eftir mér, því ef Þér gerið það, munið bér iðrast þess. Á morgun mun hús yðar eyðast i logum, og þér vaknið með sundur- skorinn hálsinn — ef þér vaknið. Er það skilið? Þegar hún kom aftur út I garðinn setti hún rýtinginn aftur á sinn stað. Hún lyfti Florimond upp i fangið og lagði af stað til Parísar. Heit og móð af göngunni sneri hún aftur til höfuðborgarinnar, þar sem hún átti ekkert skjól víst fyrir þessi tvö hálfdauðu börn sín, nema hrynjandi rústir og skelfilega vináttu betlara og glæpamanna. Vagnarnir, sem framhjá fðru, þvrluðu upp ryki, sem settist á svita- storkið andlit hennar. En hún hægði ekki á sér. Tvöföld byrði var næst- um of létt. Þetta verður að enda, hugsaði Angelique. Það verður að enda. Ég verð að komast undan á einhvern hátt og vekja þau á ný til lifsins.... Þegar Calembredaine sá börnin, sýndi hann hvorki á sér reiði né afbrýðisemi eins og hún hafði óttazt, en skelfingarsvipur færðist yfir ruddalegt andlit hans. — Ertu brjáluð? sagði hann. Ertu brjáluð, að koma með börnin þin hingað? Hefurðu ekki séð, hvað þau gera við börn hér? Ætlarðu að leigja þau betlurum eða láta rotturnar éta þau? Eða ætlarðu að láta Rotna Jean stela þeim frá Þér? Henni varð ónotalega við viðbrögð hans og þrýsti sér upp að honum. — Hvert gæti hann farið með þau, Nicholas? Sjáðu hvernig farið hefur verið með þá — þeir eru að deyja úr hungri! Ég kom ekki með þá hingað til þess að þeim yrði kennt neitt, heldur til að setja þá undir þinn verndarvæng, vegna þess að þú ert sterkur, Nicholas. Hún hjúfraði sig upp að honum, eins og barn I þörf fyrir hlýju, og horfði á hann á annan hátt en hún hafði gert áður. En hann tók ekki eftir því. Hann hristi höfuðiB og endurtók:

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.