Vikan - 22.12.1964, Page 29
— Ég get ekki alltaf verndaC þá. Þeir eru af göfugu blóði. Ég get
það örugglega ekki.
— Hversvegna ekki? Þú ert sterkur og allir bera ótta af þér.
— Ég er alls ekki svo sterkur. Þú hefur veikt hjarta mitt. Þegar
hjörtun meyrna í hópi eins og okkar, fer að halla undan fæti. Það er
eins og allt renni sundur. Stundum vakna ég á nóttunni og segi við
sjálfan mig: — Gættu þín Calembredaine, gálginn er ekki svo langt
undan.
— Segðu þetta ekki. Að þessu sinni er ég að biðja þig bónar. Nicholas,
Nicholas minn, hjálpaðu mér að bjarga börnunum mínum!
Þeir voru kallaðir litlu englarnir. Þeir voru undir vernd Calembreda-
ine og nutu skjólsins eins og Angelique, mitt í glæpum og eymd. Þeir
sváfu i stórri leðurtösku ogrúmfötin þeirra voru þykkar skikkjur og
fín lök. Þeir drukku nýja mjólk á hverjum morgni. Þeirra vegna lágu
Gobert eða Peony fyrir mjólkurstúlkunum sem voru á leiðinni til mark-
aðsins við Pierre-au-Lait með koparkönnurnar á höfðunum.
Þegar eftir að Angelique var komin með drengina sína heim frá Neu-
illy, fór hún með þá til fundar við Stóra Matthieu. Hún ætlaði að fá
áburð á sár Cantors og handa Florimond. . .. Hvað var hægt að gera
til að vekja þennan skjálfandi, hrörlega, litla líkama á ný til lífsins?
Hann skalf af ótta, jafnvel undan atlotum hennar.
— Þegar ég yfirgaf hann, var hann byrjaður að tala, sagði hún við
Marquise des Polacks. ■— Nú segir hann ekkert lengur.
Marques des Polacks fór með henni til fundar við Stóra Matthieu.
Hann dró tjaldið til hliðar, sem skipti pallinum hans í tvennt og vísaði
þeim eins og hefðarkonum inn í einkaherbergið. Þar blandaði hann með
eigin höndum smyrsl handa Cantor litla og lofaði, að hann yrði orðinn
góður eftir viku. Spádómurinn kom fram, bólurnar greru og eftir var
aðeins þriflegur lítill drengur með ljósa húð, þétthrokkið brúnt hár og
heilsusamlegan svip.
Stóri Matthieu var ekki eins vongóður með Florimond. Hann lyfti
barninu varlega, rannsakaði hann og reyndi að láta hann brosa og rétti
Angelique hann aftur. Svo klóraði hann sér á hökunni, hugsi á svip.
Angelique var nær dauða en lifi.
— Hvað er að honum?
— Ekkert. Hann verður að borða, en mjög lítið til að byrja með.
Síðar verður hann að fá eins mikið og hann getur í sig látið. Kannske
hann fitni þá svolítið aftur. Hvað var hann gamall, þegar þú yfirgafst
hann?
— Tuttugu mánaða. Hann er ekki alveg orðinn tveggja ára.
—■ Það er slæmur aldur til að þola skort og þjáningu, sagði Stóri
Matthieu. — Það er betra að kynnast þvi undir eins við fæðinguna,
fremur en síðar. En fyrir þessi litlu grey, sem loksins eru að sjá lífið,
kemur skorturinn og þjáningin eins og reiðarslag.
Angelique beindi tárvotum augum að Stóra Matthieu. Hún velti þvi
fyrir sér, hvernig þessi klúri og háværi ruddi gæti verið svona varfærinn.
— Heldurðu að hann deyi?
— Kannske ekki.
— Gefðu honum samt meðal, bað hún.
Skottulæknirinn hellti dufti í lítinn bréfpoka og mælti svo fyrir, að
barninu væri gefinn hluti af því í volgu vatni á hverjum degi.
— Það eykur honum styrk, sagði hann. En þessi maður, sem aug-
lýsti lyfin sín með svo litríkum orðum, forðaðist að gefa nokkur ákveðin
ioforð um heilsu Florimonds. Eftir andartaksþögn hélt hann áfram:
— Hann má alls ekki um næstu framtíð kynnast hungrinu á nýjan
leik, kulda eða ótta. Honum má ekki finnast hann hafa verið yfir-
gefinn, heldur sjá sömu andlitin stöðugt í kringum sig. Það sem hann
þarfnast, er ekki lyf úr mínum krukkum. Hann þarfnast hamingju.
Skilurðu það?
Angelique kinkaði kolli. Hún var yfirkomin af undrun. Aldrei hafði
nokkur talað við hana um börn á þennan hátt. 1 hennar mannfélags-
stiga var ekki talað svona. En kannske þett einfalda fólk hefði dýpra og
gleggra innsæi....
Sjúklingur með bólgna kinn klöngraðist upp á pallinn og hljómsveit-
in byrjaði að leika. Stóri Matthieu vísaði konunum tveimur út, og klapp-
aði þeim uppörvandi á bökin.
— Reynið að láta hann brosa! hrópaði hann, áður en hann greip í
tengurnar sínar.
Þaðan í frá revndi hver sem betur gat að láta Florimond brosa. Faðir
Hurlurot og móðir Hurlurette dönsuðu fvrir hann og sveifluðu sinum
gömlu fótum, sem mest þau máttu. Svartabrauð lánaði honum pílagríms-
búninginn sinn til að leika sér að og frá Pont-Neuf komu mennirnir
með appelsínur, sælgæti og leikföng. Lítill drengur frá Auvergnat sýndi
honum spýtukarlana sína. og krypplingur frá Saint-Germain kom til
að sýna honum átta þjálfaðar rottur, sem dönsuðu menuett eftir fiðl-
unni hans.
En Florimond var hræddur og fól augun. Apinn Piccolo var sá eini,
sem hafði nokkur áhrif á hann. En honum tókst ekki heldur að koma
honum til að brosa. Það var Thibault lírukassaleikari, sem varð þess
heiðurs aðnjótandi að koma kraftaverkinu i kring. Dag nokkurn byrjaði
gamli maðurinn að spila lagið um grænu mylluna. Angelique, sem
hélt Florimond á hnjám sér, fann léttan skjálfta fara um hann. Svo
lyfti hann augunum á móti henni, varir hans titruðu og það skein í
litlu tennurnar svo sagði hann með lágri, mjórri og fjarlægri rödd:
— Maman! Maman!
60 KAFLI
September kom, kaldur og rigningarsamur.
— Þá er kominn vetur, sagði Svartabrauð og leitaði sér yls hjá eld-
inum, meðan regnið rann úr fötum hans. Rakur viðurinn snarkaði i
eldinum. Að þessu sinni biðu íbúar Parísarborgar ekki til allra heilagra
messu eftir því að taka fram vetrarfötin og láta taka sér blóð, sam-
kvæmt venjunni, sem krafðist þess, að betri borgurum væri tekið blóð
við hver árstíðaskifti.
En bæði aðalsmenn og betlarar höfðu aðrar áhyggjur en af rignlngu
og kulda. Allir betri borgararnir voru að velta fyrir sér hvernig stóð
á handtöku hins ríka og virta fjármálaráðherra, Monsieur Fouquet. Og
lægri stéttirnar veltu því fyrir sér hvernig baráttunni milli Calembreda-
ine og Rodogone Egipzka myndi lykta.
Handtaka Monsieur Fouquet hafði komið eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Aðeins fáeinum vikum áður höfðu konungurinn og móðir
hans heimsótt Vaux-le-Vicomte, og fjármálaráðherrann og einu sinni
enn dáðst að höllinni, sem Le Vau arkitekt hafði teiknað, listmálarinn
Le Brun skreytt, notið dýrðlegs veizlumatar Vatel, gengið um glæsilega
garða Le Nótre. Og að lokum hafði öli hirðin horft á bráðskemmtilegan
gamanleik, Les Facheux, eftir ungt leikritaskáld að nafni Moliére.
Síðan, þegar siðustu kyndlarnir voru útbrunnir, höfðu allir farið til
Nantes. Þar gerðist það á björtum morgni að lögregluliði að nafni
d’Artagnan kynnti sig fyrir Fouquet, þegar hinn síðarnefndi var að stíga
inn I vagninn sinn.
— Þér eigið ekki að ferðast í þessum vagni, Monsieur, sagði lögreglu-
foringinn. — Gerið svo vel að stíga upp í burðarstólinn með rimlunum
fyrir gluggunum, sem þér sjáið hérna rétt hjá.
— Hvað? Hvað á þetta að þýða?
— Það þýðir, að ég tek yður höndum í nafni konungsins.
— Kóngurinn er minn meistari, muldraði fjármálaráðherrann og var
orðinn mjög fölur. — En virðingar hans vegna vildi ég óska Þess, að
hann hefði komið betur fram.
Þetta bar innsigli hins konunglega nemanda Mazarins. Það var ekki
laust við, að handtaka þessi minnti á hndtöku, sem hafði átt sér stað
árið áður, Þegar hinn mikli borgari frá Toulouse var handtekinn og
síðan brenndur sem galdramaður á Place de Gréve.
Angelique hafði ekki tima til að brjóta heilann um þessa atburði.
Örlögin höfðu hagað því þannig til, að maðurinn, sem Joffrey de Peyrac
hafði verið fórnað fyrir, varð næsta fórnarlamb yfirvaldanna. En fyrir
Angelique var það of seint. Hún reyndi ekki að muna eða skilja. . . .
Hinir stóru í heiminum fóru framhjá, brugguðu launráð, sviku, náðu
aftur hylli, hurfu. Hinn röggsami og stefnufasti ungi konungur gerði
öllum jafn hátt undir höfði. Og litla eituraskjan var enn falin í turni
Chateau du Plessis-Belliére.
Nú var Angelique aðeins nafnlaus kona, sem þrýsti börnum sínum
að brjósti sér og bjó sig til að taka á móti nýjum vetri.
Við hirðina var allt á öðrum endanum vegna handtöku Fouquet. 1
undirheimunum geisaði undirbúningur orrustunnar, sem leit út fyrir
að verða hræðileg.
Drottningin og blómasölukonurnar í Point-Neuf biðu eftir nýjum
ríkisarfa.
Sígaunarnir voru að koma til Parisar.
Eftir á virtist baráttan um markaðinn I Saint-Germain hafa verið
orsök alls ruglingsins á hærri og lægri stöðum.
Þjónar sáust berjast við stúdenta, aðalsmenn ráku skottulæknana I
gegn, konum var nauðgað á gangstéttunum, það var kveikt I vögnum
og enginn vissi, hvaðan fyrsti neistinn hafði komið.
Aðeins einn maður var með á nótunum. Það var náungi að nafni
Desgrez. Bóklærður maður með vafasama fortið. Hann hafði nýlega
verið skipaður I stöðu lögregluforingja I Chatellet. Allir báru virðingu
fyrir honum og hann var álitinn einn allra snjallasti lögreglumaðurinn
í allri höfuðborginni. Hann átti eftir að vinna alla sína mestu sigra og
siðari hluta árs 1661 var álitið, að Desgrez lögregluforingi og Sorbonne
hundurinn hans væru Þeir tveir íbúar Parísar, sem mest þekktu undir-
heima borgarinnar og hin undarlegustu afbrigði mannlífsins.
Um nokkurt skeið hafði Desgrez fylgzt með baráttunni, sem stóð
milli hinna tveggja miklu glæpamannaforingja, Calembredaine og
Rodogone Egypzka, um yfirráðin yfir svæðinu við Saint-Germain. Hann
vissi einnig að þeir voru keppinautar um ástir græneygðrar konu, sem
kölluð var Marquise des Anges.
Skömmu fyrir opnun markaðsins skynjaði hann sterka strauma I
undirheimunum. Þótt hann væri aðeins minniháttar lögregluforingi
heppnaðist honum á morgni þess dags. Þegar markaðurinn var opnaður,
að fá samþykki yfirmanna sinna til að flytja allan lögreglustyrk borgar-
innar að hliðum Faubourg Saint-Germain. Hann gat ekki komið 5 veg
fyrir að orrustan breiddist út með leifturhraða og mikilli hörku, en hann
kæfði hana jafn snöggt og ruddalega og hún byriaði. Drap eldana. barði
niður mótþróa þeirra vopnaliða, sem inni á svæðinu voru, og stóð fyrir
fjöldahandtökum. 1 dögun eftir þessa blóðugu nótt voru tuttugu nafn-
kunnir glæpamenn leiddir út úr borginni að gálgunum við Montfaucon.
Svo sannarlega réttmætti þröng Saint-Germain markaðsins þessa
miklu orrustu milli glæpamanna Parísarborgar um einkaréttinn á þjófn-
uðum þar. Frá október til desember og febrúar og fram að föstu áttu
allir Parisarbúar leið um markaðinn, sumir oftar en einu sinni. Kóng-
urinn sjálfur var ekki yfir það hafinn að heimsækja markaðinn á viss-
um kvöldum með hirð sinni og þvílíkur hvalreki fyrir pyngjuþjófana
og skikkjurænin.gjana, þegar hirðin átti leið um.
Það var ek'kert, sem ekki var selt á markaðinum við Saint-Germain.
Kaupmennirnir frá stóru borgunum, Amiens, Rouen, Rheims, voru þarna
mættir með verzlunarvöru sina. 1 fínu búðunum voru föt frá Marseille,
demantar frá Alencon, sætindi frá Verdun. Portúgalar seldu ilmkvoðu
og viðkvæmt postulin. Tyrkirnir buðu fram persnesk smyrsl og ilmvötn
frá Konstantinópel. Flæminginn bauð málverkin sin og ostana. Trúðar
með tamdar skepnur og töfrabrögð réðust að hópunum. Það var hægt
að horfa á rottur dansa við fiðluleik og tvær flugur heyja einvígi með
stráum.
Þarna tróðust tötrum klæddir betlarar og skartklæddir aðalsmenn
hverjir innan um aðra. Allir flokkuðust til markaðsins í Saint-Germain
til að finna, i viðbót við allar þær vörur, sem þar voru á boðstólum,
frjálst og æsilegt líf, sem ekki var fáanlegt annars staðar.
Allt var gert til að örva hvatir manna. Gull og speglaskreyttar krár
stóðu við hliðina á spilavítum, þar sem spiluð voru fjárhættuspil, svo
Framhald á bls. 48.