Vikan


Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 22.12.1964, Blaðsíða 34
r Ef þér viljið veita yður og gestum yðar úrvals máltíð- ir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ j irnar aðeins tvær, höfðingjar og al- múgi, en sumsstaðar var að finna nokkurskonar millistétt og jafnvel beina þræla. Margar sögur eru sagðar til dæmis um hið algera einræðisvald pólýnesískra höfðingja og ti11itsleysi þeirra við beitingu þess. A mörg- um eyjanna var notað sérstakt hirð- mál, og ef einhverjum fipaðist notk- un þess í samtali við höfðingja sinn, var hauskúpa hlutaðeigandi þegns samstundis lamin í smámola. Á Tonga var konungur einn vanur að láta höggva hendurnar af kokk- um sínum, ef honum líkaði ekki maturinn. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að pólýnesískir höfðingj- ar hafi almennt verið harðstjórar; þeir voru upp og niður eins og gengur með þessháttar fólk og ann- að. Aðalviðfangsefni höfðingjanna voru að jafnaði stjórnmál, skemmt- anir og stríð. Landvinningsstyrjald- ir voru þó lítt þekktar meðal Pólý- nesa; þeir gerðu sig ánægða með að ræna lönd óvinanna og hertaka str.'ðsmenn þeirra, sem ýmist voru gerðir að þrælum eða étnir, en sá siður var þó ekki almennur nema á Nýja Sjálandi og Markgreifaeyj- um. I hernaði sínum sýndu þeir oft mikinn drengskap og riddara- mennsku; til dæmis þótti vel við eiga að gefa illa leiknum óvini færi á að rétta sig af, svo að hann hefði möguleika á að sýna af sér lengri vörn og vasklegri. Sú var trú Pólýnesa, að höfð- ingjar þeirra væru magnaðir krafti, sem þeir nefndu mana. Var sú orka mismikil eftir veldi og reisn hlut- aðeigandi aðalsmanna. Ef einhver höfðingi með mjög mikla mana snerti eitthvað eða einhvern, varð hlutaðeigandi tabú, haldið bann- helgi, og stórhættulegt öllum að koma nálægt því. Mana var arf- gengt, og hlaut því sonur hvers höfðingja jafnmikið mana og for- eldrar hans báðir samanlagt. Sem nærri má geta, notfærðu börnin sér þetta vald oft að algeru tilIitsleysi, til dæmis urðu konungshjón ein á Tahiti einu sinni að sofa langtím- um saman úti í garði, því að átta ára sonur þeirra hafði af stráks- skap lýst bannhelgi yfir öllu innan- stokks. Guði höfðu Pólýnesar og í sinni mynd, Ifkt og Germanir og Grikkir til forna. Höfðu konungar og höfð- ingjar oft prestsverk á hendi, líkt og hjá forfeðrum okkar. Suðurhafs- guðir þessir þurftu fórnir, jafnvel mannfórnir, og notuðu höfðingjarn- ir sér þá áráttu þeirra stundum til að losa sig á handhægan hátt við pólitíska andstæðinga. Þrír guð- anna nutu mestrar virðingar: Tang- aróa, sjávarguðinn, Tane, ímynd karlmennskunnar og herguðinn Tú. ÁSTARLEIKUR. „Svo virðist mér sem platónsk ást sé fágætari á Tahiti en í nokkru landi öðru." James Cook: First Voyage. Frá sjónarmiði venjulegs vestur- landabúa keyrir áhugi Pólýnesa á kynferðismálum langt fram úr hófi. En það sjónarmið verður meira en hæpið, þegar hafðar eru í huga rannsóknir, sem nýlega voru gerð- ar við Yaleháskólann í Bandaríkj- unum. Rannsóknirnar voru gerðar á kynferðislífi í 118 samfélögum. Kom þá í Ijós, að hið kristna sam- félag vesturlanda hafði — að tveim- ur frumstæðum negraþjóðflokkum undanskildum — fjandsamlegri og neikvæðari afstöðu gagnvart kyn- ferðislífinu en nokkuð annað. Sé þetta haft í huga, gæti niðurstað- an orðið sú, að það séum við vest- urlandamenn, sem séum á kyn- ferðislegum villigötum, en ekki Pólýnesar. Þær andstæður, sem okkar gyð- ing-kristnu trúarbrögð hafa skapað í hugum okkar á milli trúarsetn- inga og kynlífs, eru óþekkfar með Pólýnesum. Hjá þeim er það langt fyrir neðan skilning jafnt guða sem amnna að kynlífið sé syndsamlegt. Prestar og töframenn hinni pólýnes- ísku guða nutu lífsins ekki síður en aðrir. Um fahitiska æðstaprestinn Safír slípað gler — vatnsþétt — höggvarin — Óbrjótanleg gangfjöður. Sendum í póstkröfu. SIGURÐUR JÓNASSON úrsmiður Laugavegi 10. Sími 10897. _________________________________________________________________I — VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.