Vikan


Vikan - 22.12.1964, Page 41

Vikan - 22.12.1964, Page 41
sem væri jafnheimskulegt. En telpan? Já, Súsanna hlaut það að vera — en Jane hafði kannski stungið upp á þessu. Hann skundaði út í garðinn til þess að rífa skrautið af trénu, en svo gat hann ekki fengið sig til þess. Hann vissi ekki hvers vegna. Honum fannst allt í einu verða svo undarlega kyrrt í kringum hann og sem snöggvast sýndist honum Önnu bregða fyr- ir. Var hún að hlægja að hon- um? Nú var eins og jólatréð lýsti upp allan garðinn með ljóma sínum. Þá heyrði hann fyrstu tóna jólasálmianna hljóma frá kirkj- unni. „Heims um ból, helg eru jól . . .“ Lengi stóð hann og hlustaði. Biturleikinn, sem hafði ráðið svo lengi í hjarta hans, hvarf nú, en eftir var þreyta og tómleiki og hann gekk hægt aftur inn. Kirkjuklukkurnar hljómuðu út í kvöldkyrrðina og hópar fólks komu út úr kirkjunni og gengu heim á leið. Jane heyrði fólk vera að tala saman af ákafa: „ . . . já, í garðinum hans Roberts Elliotts . . jú það stóð þar þegar við gengum þar fram hjá áðan . . !“ „Ja, já, allt skreytt! Englahár og bjöllur — og stjarna á toppinum! Sá verður illur, þegar hann kemst að því, hver hefur gert þetta“. Það rann ljós upp fyrir Jane. Hún leit á Súsönnu og sá, að grunurinn mundi hafa við eitt- hvað að styðjast. Súsanna gekk með merkissvip og leyndardóms- fullu brosi við hlið hennar. „Súsanna", sagði Jane og reyndi að leyna geðshræringu sinni, „hver skreytti tréð hans herra Elliotts?" „Það gerði ég! En þú mátt ekki segja honum það og held- ur ekki neinum öðrum. Það á nefnilega að vera leyndarmál! Ég talaði við hann um daginn og spurði hann, hvers hann ósk- aði sér í jólagjöf! Hann sagðist óska sér bindis með gulum og bláum köflum. Égg setti það líka á tréð. Það gefur honum enginn annar jólagjöf". Hjarta Jane tók viðbragð. Til- finningar, sem hún hélt að væru iöngu kulnaðar, lifnuðu við á ný. Jæja, svo Robert mundi þá eftir bindinu! Hún gerði sér til mikillar skelfingar ljóst, að hann mundi hafa hana grunaða um að hafa skreytt tréð — það var meira að segja hugsanlegt að hann rifi skrautið af trénu í bræði. Hún leit á ánægt andlit Súsönnu og hugsaði: Hvað sem það kostar, má hann ekki gera það — Sús- anna gæti aldrei gleymt því! „Við skulum flýta okkur heim, Súsanna", sagði hún glaðlega og leyndi uppnáminu, sem hún var í. í tíu ár hafði hún reynt að sætta sig við að lifa án Roberts, en nú hafði Súsanna í einu vet- fangi brotið niður þann varnar- múr, sem hún hafði hlaðið um sig. En viðbrögð Súsönnu, þegar hún sá tréð í glugganum heima hjá þeim, var henni næg umbun fyrir erfiðið við að halda skreyt- ingunni leyndri — hún var him- inlifandi! „Gerðu þér í hugarlund, hve herra Elliott hefur orðið glað- ur, þegar hann sá sitt jólatré!“ sagði Súsanna sigrihrósandi. ..Hvernig datt þér þetta í hug?“ spurði Jane. „Hann var svo einmana, eins og hann ætti engan að“, sagði Súsanna. „Ég æftlaði bara að gleðja hann . . .“ Það verður mér dýr gleði, hugsaði Jane döpur. En hún brosti til Súsönnu og strauk henni blíðlega um hárið. Hún varð að fá Robert til að skilja, að Súsanna hafði aðeins gert þetta til að gleðja hann. Þegar Súsanna var háttuð, fór Jane hljóðlega niður og tók káp- una sína. Það mundi ekki taka langan tíma, sem hún nú ætlaði að gera, en það var eitt af því óþægilegasta og erfiðasta, sem hún hafði orðið að horfast í augu við lengi, og hún var ekki einu sinni viss um, að Robert vildi tala við hana. Þegar hún gekk út um hliðið, rakst hún á Robert. Hann hafði ekki getað hætt að hugsa um litla tréð, sem lýsti út í myrka desembernóttina, og hann gerði sér ljóst, að það var gjöf til hans — ef hann aðeins veitti henni móttöku. Hann rétti fram höndina til að styðja Jane, sem hafði hrasað við áreksturinn, og hún roðnaði eins og skólatelpa. ,.Ég var á leið til þín“, sagði hún lágt. „Hvers vegna?“ spurði hann. „Til þess að skýra fyrir þér, hvernig liggur í þessu með jóla- tréð. Ég heyrði fólk vera að tala um það á leiðinni frá kirkju, svo að ég vil að þú vitir, að þetta var eingöngu hugmynd Súsönnu sjálfrar. Hún hefur haft svo miklar áhyggjur af þér — já, og svo datt henni þetta í hug. Þeg- ar hún sagði mér, að hún hefði talað við þig, gerði ég mér ljóst, að þú mundir kannski halda — að þér mundi detta í hug . . .‘ Hann endaði setninguna fyrir hana „ . . . að þú hefðir gert þetta eða komið því inn hjá henni, er það ekki? „Jú“, hvíslaði hún. „Það hélt ég líka — í fyrstu. Ég varð reiður — ofsareiður“. „Því bjóst ég líka við“, sagði hún. „Ég var svo hrædd um, að þú mundir rífa skrautið af trénu. Það mundi hafa sært Súsönnu hræðilega. Hún segist ætla að fara snemma í fyrramálið og skoða tréð. Ég hafði enga hug- Njótið öryggls og friðar um jólín Stofnið ekkí hag ffölskyldunnar f hættu vegna gleymsku eða hugsunarleysis. Heimilistrygging er nauðsynleg hverri fjölskyldu, sem vill búa við öryggi. Látið ekki óvænt óhöpp skyggja á jólagleðína. Kaupið heimilis- tryggingu nú þegar. Komið eða hríngið ■ síma 17700. ALMENNAR TRYGGINGAR f PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 Þióðleikhaskiallarinn óskar öllum gestum sínum gleðilegra jóla með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti liðinna ára. - Velkomin á jólafagnaðinn. Þjóðleikhúskjailla.rinn Sími 19636 VIKAN 52. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.