Vikan


Vikan - 22.12.1964, Síða 43

Vikan - 22.12.1964, Síða 43
I mynd um þetta, þú verður að trúa mér, Robert. Gerðu það fyrir mig, að særa ekki Sús- önnu, hún gæti aldrei skilið hvernig í þessu liggur, Robert“. Þegar hún nefndi nafn hans, streymdu minningarnar fram í huga hans og hann átti bágt með að koma upp nokkru orði. „Ég hef verið bitur, þrjózkur og dulur“, sagði hann. ,,Ég hef ekki séð annað en svörtu hlið- arnar á lífi mínu — aldrei það góða. Ég er orðinn svo vanur þessari sjálfsmeðaumkvun minni, að ég hef dregið mig út úr öllu mannlegu samfélagi og forðazt vini mína. Spurðu mig ekki, hvernig stendur á því, að ég geri mér þetta núna allt í einu Ijóst — ef til vill er það jólatrénu að þakka. Það var eitthvað sérstakt við þetta tré — æ, það er svo erfitt að útskýra það!“ Hann var líkastur vandræðalegum skóladreng þar sem hann stóð þarna. „Kallaðu það kraftaverk ef þú vilt! Ég get aldrei gefið full- nægjandi skýringu á því. Fyrir fimm árum bauðst mér vinátta þín, en ég svaraði þér ekki“. Hann hikaði andartak, en hélt svo áfram: „Ef Súsanna kemur á morgun að skoða tréð, kemur þú kannski með henni — og kemur inn að heimsækja mig?“ „Já“, svaraði hún. „Þá verð- um við heldur ekki jafneinmana um jólin“. Hún þorði ekki að segja meira. Þetta var aðeins byrjunin — en í hjarta sínu vissi hún, að hún mundi leiða þau á braut ham- ingjunnar. Hve hana langaði til að fá hann til að lifa í heimi gleðinnar með Súsönnu og henni sjálfir! Ég spyr hann kannski um það á morgun, hugsaði hún — hann neitar sjálfsagt ekki. „Við komum báðar á morg- un . . .“ „Þakka þér fyrir“, sagði hann lágt og brosti um leið og hann sneri sér við til að fara. En það var ekki aðeins bros hans, sem Jane sá. Þegar hann sneri sér við, féll ljósið frá götu- luktinni á andlit hans — en það lýsti líka á bindið, sem hann var með — hræðilega ljótt bindi með gulum og bláum köflum. maður dagsf KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR Með ástar- kveðju ffrá Rúss- landi Framhald af Hann er afbrýðissamur út í mig. Hann vildi sjólfur hafa stúlku á borð við þig. Svo hann stríðir þér. Það er einskonar daður. Þú ættir að taka það sem gullhamra. — Heldur þú það? sagði hún og sneri stórum bláum augum sínum að honum. — En það, sem hann sagði um magann í sér og æðsta mar.n ríkis ykkar! Það var m;ög ruddalegt fyrir drottninguna. Það væri álitið m;ög alvarlegt að segja svona í Rússlandi. Þau voru ennþá að dei'a um þetta, þegar lestin nam staðar á sólbakaðri járnbrautarstöðinni í Alexandropolis. Bond opnaði dyrn- ar fram í ganginn og sólin ruddist inn í klefann, yfir fölan sæinn, sem í fjarska sameinaðist án sjón- deildarhrings himni, sem var eins á litinn og gríska flaggið. Þau fengu sér að borða með þunga leðurtöskuna undir borðinu, milli fóta Bonds. Kerim var fljótur að vingast við stúlkuna. MGB mað- urinn, sem kallaði sig Benz, forð- aðist veitingavagninn. Þau sój hann úti á járnbrautarpallinum þar sem hann var að kaupa samlokur og bjór úr söluvagni á hjólum. Bond fann allt í einu til mikillar þreytu, og þreytan kom honum til að finnast, að þau væru að breyta þessari ferð í skemmti- ferð. Tatiana tók eftir þögn hans. Hún reis á fætur og sagði, að þau VIKAN 52. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.