Vikan - 22.12.1964, Síða 47
Nýír
danslagatextar „
__ ■
Fimmta heftið komið með öll-
um nýjustu textunum. Sendið kr.
25,00 og þiS fáið heftið sent
um hæl burðargjaldsfrítt.
NÝIR DANSLAGATEXTAR
Box 1208, Reykjavfk.
Þau gengu aftur til klefa sinna,
Bond með töskuna sem fyrr. — Það
verður ekki langt þangað til við
verðum trufluð aftur, sagði Kerim.
— Við verðum komin að landamær-
unum klukkan eitt. Grikkirnir valda
okkur engum óþægindum, en Júgó-
slavarnir hafa það fyrir sið að vekja
alla, hvort sem þeir sofa eða ekki.
Ef þeir valda þér miklum óþægind-
um, skaltu senda eftir mér. Jafn-
vel í þeirra landi eru til nokkur
nöfn, sem ég get nefnt. Eg er í
klefa í næsta vagni. Það er einka-
klefi. Á morgun ætla ég svo að
flytja í klefann, sem Goldfarb
vinur okkar hafði, á númer 12.
Bond dró ýsur þegar lestin lagði
af stað inn í Júgóslavíu. Tatiana
svaf á ný með höfuðið í kjöltu
hans. Hann hugsaði um það, sem
Darko hafði sagt. Hann velti því
fyrir sér, hvort hann gæti ekki sent
stóra manninn aftur til Istanbul,
þegar þau væru komin heilu og
höldnu gegnum Belgrad. Það var
ekki fallega gert að draga hann
í gegnum þvera Evrópu í ævintýra-
ferð, sem var utan áhrifasvæðis
hans, og sem hann langaði ekki
til að taka þátt í. Darko grunaði
greinilega, að Bond væri orðinn
stórtruflaður af stúlkunni, og gæti
ekki hugsað skýrt lengur. Og (
rauninni var sannleikskorn ( því.
Það var áreiðanlega öruggara að
fara af lestinni og fara alla leið
heim. En Bond varð að viðurkenna
fyrir sjálfum sér, að honum gazt
ekki að þeirri hugmynd að laum-
ast burt frá þessum leik, ef þetta
var leikur. Ef það var ekki leikur,
gat hann heldur ekki hugsað sér
að fórna þrem dögum í viðbót með
Tatiönu. Og M hafði látið honum
ákvörðunina eftir. Eins og Darko
hafði sagt, M langaði líka að vita,
hvernig leikurinn myndi enda. Þar
af leiddi, að M langaði líka að sjá
hvað kæmi út úr þessu. Bond reyndi
að hafa ekki áhyggjur. Ferðin gekk
vel. Hvers vegna að hafa áhyggj-
ur?
Tíu mínútum eftir að þau komu
að grísku landamærunum var barið
snöggt á dyrnar. Stúlkan vaknaði.
Bond reis upp. Hann lagði eyrað
að hurðinni. — Já?
— Le conducteur, Monsieur. Það
hefur orðið slys. Vinur yðar, Kerim
Bay . . .
— Bíðið, sagði Bond hörkulega.
Hann stakk Berettunni í hulstrið og
fór í jakkann. Svo reif hann dyrn-
ar upp á gátt.
— Hvað kom fyrir?
Andlit lestarvarðarins var gult
undir gangljósinu. — Komið. Hann
þaut niður ganginn, ( áttina að
fyrsta farrými.
Umhverfis dyr annars klefa í
næsta vagni var hópur opinberra
embættismanna. Þeir stóðu og
störðu.
Lestarvörðurinn ruddi Bond braut
í gegnum þvöguna. Bond steig inrv
fyrir þröskuldinn og hárin risu hægt
á höfði hans. í sætinu hægra meg-
in í klefanum voru tveir manns-
líkamir. Þeir voru eins og frosnir
í óhugnanlegum dauðateygum,
eins og þeir hefðu stillt sér upp
fyrri myndatöku.
Neðri líkaminn var líkami Ker-
ims með upplyft hné í síðustu til-
raun til að rísa á fætur. Útskorið
skefti rýtings stóð út úr hálsi hans
við hliðina á háísslagæðinni. Höfuð
hnas var keyrt aftur á bak og tóm
blóðhlaupin augun störðu upp í
loftið. Það var gretta á munnin-
um. Lítill blóðtaumur rann niður
hökuna.
Að hálfu leyti ofan á honum var
fyrirferðarmikill líkami MGB manns-
ins, sem kallaði sig Benz, fastur
undir vinstri handlegg Kerims.
Bond sá endann á Stalínyfirskegg-
inu og vangasvipinn af dökkleitu
andlitinu. Hægri handleggur Kerims
lá þvert yfir bak mannsins, eins og
kæruleysislega. Hnefinn var kreppt-
ur og út úr honum stóð endinn á
hnífsskefti og undir hendinni var
stór, dökkur blettur, á jakka MGB
mannsins.
Bond gaf ímyndunaraflinu lausan
tauminn. Þetta var eins og að horfa
á kvikmynd. Hann sá fyrir sér,
hvar Darko svaf í sætinu, maður-
inn laumaðist hljóðlátur inn um
dyrnar, gekk tvö skref áfram og
brá rýtingnum að hálsslagæðinni.
í sama bili tók hinn deyjandi mað-
ur viðbragð, sló út handleggjunum,
þrýsti að sér morðingja sínum og
rak hann á hol undir fimmta rif-
beini.
Þessi dásamlegi maður, sem hafði
borið sólina í sjálfum sér. Nú var
hann búinn að vera. Steindauður.
Bond snerist á hæl og gekk burt
frá manninum, sem hafði dáið fyr-
ir hann.
Hann byrjaði gætilega og áhuga-
laust að svara spurningum.
24. KAFLI. - ÚR HÆTTU.
Austurlandahraðlestin rann hægt
inn ! Belgrad klukkan þrjú eftir há-
degið, hálftíma of sein. Það var
svo væntanlega átta tíma töf, þang-
að til hinn hluti lestarinnar kæmi
gegnum járntjaldið frá Búlgaríu.
Bond horfði á mannfjöldann og
beið eftir því, að maður Kerims
kveddi dyra. Tatiana sat í pelsin-
um sínum við dyrnar og horfði á
Bond og velti þv! fyrir sér, hvort
hann kæmi aftur til hennar. Hún
hafði séð þetta allt ! gegnum glugg-
ann; stóru körfuna, sem borin var
út úr lestinni, glampandi af bloss-
um lögregluljósmyndaranna og
patandi lestarstjórann, sem var að
reyna að flýta fyrir formsatriðum,
og hávaxinn líkama James Bond,
beinan, harðan og kaldan eins og
slátrarahníf, koma og fara.
Svo kom Bond aftur, settist og
horfði á hana. Hann hafði spurt
snöggra ,ruddalegra spurninga, og
hún hafði barizt örvæntingarfull á
móti; hélt fast við sögu sína og
vissi nú, að ef hún segði honum
allt, til dæmis að SMERSH ætti hluta
að máli, myndi hún áreiðanlega
imissa hann að eilífu.
Framhald í næsta blaði.
Svalandi - ómissandi
é hverju heimiii
VIKAN 52. tbl.
47