Vikan - 12.05.1966, Side 6
Dásamlegur
ilmur
íyrir hverja
konu
... í yndis-
legum
ilmkremum
HIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON.
Sex ilmtegundir — indœlar, mildar og lokkandi,
við hœfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantísk
áhrif. Við öll tœkifæri er ILMKREM ávallt það bezta.
Aðeins ögn á handleggi háls og herðar — kremið
hverfwr, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi.
SPURT UM INGIMUND FIÐLU.
Kæra Vika mín!
Ég skrifa þér af því að ég er
svo ósköp forvitin. Viltu segja
mér hver yrkir kvæðin sem eru
í hverri Viku. f>au eru svo snið-
ug ég les þau alltaf fyrst þegar
ég fæ Vikuna. Getur þú ekki
sagt okkur meira um Ingimund
Fiðlu. Afi og amma eru dáin en
þegar ég var lítil hlustaði ég
alltaf á þegar þau voru að tala
um Ingimund. Afi kynntist hon-
um á Eyrarbakka en amma á
Sigló. Amma sagði að stelpa sem
var mjög lagleg hefði verið hrif-
in af honum, en hann hætti bara
að tala við hana þegar hann vissi
það, svo fór hann suður og kom
með stúlku, sem hét Tobba og hún
söng. Amma spurði hann hvort
Tobba væri kærastan hans, þá
svaraði hann og benti á fiðluna:
„Þessi er kærastan mín“. Afi hélt
að ekkert hljóð hefði verið til
sem Ingimundur gat ekki náð á
fiðluna. Hann hermdi eftir fugl-
um og skepnum, svo gat hann
komið fólki til þess að hlæja og
gráta á víxl, bara með tónunum
í fiðlunni. Vika mín getur þú ekki
fengið æviágrip þessa undarlega
manns og birt það í Vikunni.
Mig langar svo að vita meira um
þennan mann og ef það er ekki
leyndarmál, segðu hvaða skáld
yrkir í Vikunni.
Hvernig er skriftin?
Didda forvitna.
Eitthvað mun þegar hafa verið
skrifað um Ingimund fiðlu í Vik-
una, en við skulum fúslega taka
til athugunar hvort ekki sé hægt
— í síðasta sinn, ætlarðu að koma
að borða?
að birta eitthvað meira um hann.
Nafn Vikuskáldsins megum við
því miður ekki gefa upp; því er
haldið leyndu samkvæmt hans
eigin ósk. Skriftin er í góðu með-
allagi.
HNEYKSLAÐUR.
Kæri Póstur!
Ég les þig alltaf lauslega þegar
blaðið kemur. En tek ég mig til
og les hvert orð í hverju bréfi og
íhuga þau vel og vandlega. Og
núna var ég að lesa Póstinn í
febrúarblöðunum, og rakst þar á
bréf í blaði útgefnu 24. febr. ‘66.
Það er 8. tbl.
Einhver náungi skrifar þar og
gortar mjög af þeim mannkær-
leika sem hann hafi til að bera.
í neðstu greinarskilunum. segir
orðrétt: „Ég þykist búa yfir á-
gætu ráði sem mig langar til að
lofa þér að heyra“, ráðið ætla ég
ekki að hafa hér upp, því að mig
langar ekki til að saurga þessar
línur mínar með slíku. Ég er al-
veg hissa á því, Póstur minn, að
þú skulir ekki sjá sóma þinn í
því að láta slíkt í ruslafötuna,
heldur en setja þetta á prent.
Ekki er ég í nokkrum vafa um
að þessi náungi hver svo sem
hann er, sé eitthvað bilaður á
geðsmunum.
Það er nú fyrir sig þótt menn
rövli þegar þeir eru drukknir, en
að þeir sem þykjast nú vera eitt-
hvað betri skuli setja sig niður
og rövla á prenti bláedrú, ef til
vill hefur þessi náungi verið bú-
inn að fá sér afréttara.
Nei Póstur kær, þú ættir að
leggja meiri áherslu á að birta
bréf sem eru að spyrja um eitt-
hvað skynsamlegra en í þessu
bréfi þarna felst, að ég tali nú
ekki um bréfi, sem ég er að skrifa
núna og skammast í.
Þá óska ég þér alls hins bezta
í framtíðinni, og vona að blað-
ið (Vikan) geti komið út án þess
að birta fleiri bréf eins og eru í
áttunda tbl.
Ég hefi engu að leyna fyrir
þessum gortara, nafnið er
Jón Sigmundsson,
Fáskrúðsfirði
Það er háttur okkar hjá Póstin-
um að birta sem flest þeirra
bréfa, sem okkur berast, en að
sjálfsögðu lítum við svo á, að efni
þeirra sé á ábyrgð bréfritaranna
og lýsi viðhorfum þeirra, en ekki
okkar. En sem sagt, skoðana-
g VIKAN 19. tw.