Vikan - 12.05.1966, Blaðsíða 9
manna gjörbreytzt til batnað-
ar, enda er þessi skóli talinn
einna beztur í landinu — en
þó er Garðyrkjudeildin við
Bændaskóla Vesturlands á
Reykhólum alveg með ágæt-
um. En árangurinn af betri
menntun, auknum vísindaleg-
um rannsóknum og tilraunum
sést vel í Garðyrkjumiðstöð-
inni.
Er hér um merka stofnun
að ræða, sem starfrækt er í
nánu sambandi við Garð-
yrkju- og skógræktarskóla
Ríkisins og Garðyrkjudeildina
á Reykhólum, en allar þessar
stofnanir hafa gert þjóðinni
ómetanlegt gagn með starf-
semi sinni.
Nú eru Islendingar farnir
að skilja hvers virði jarðhiti
er fyrir gróðurhúsarækt og
ræktun yfirleitt — og þeir
hagnýta sér hann betur en
nokkru sinni fyrr.
Má að vísu segja að þetta
hefur tekið langan tíma og
að sinnuleysið, deyfðin og
frændsemin hafi of lengi ráðið
öllu í þessu máli.
Árum saman höfðu garð-
yrkjumenn, sem skildu og sáu
hvert fór, skorað á ráðherra
þann, sem með málin fór, að
gera hér umbætur á. En eltk-
ert gekk lengi vel. Þó kom að
því, að skólanefnd var loks
skinr.ð og í hana valdist m.
a. atorku og dugnaðarfólk,
sem hefur lyft Grettistaki síð-
an.
Nefndin sá sem var, að
þannig mátti ekki lengur
ganga og með dugnaði og
samvinnulipurð leystust mörg
vandamál, sem áður höfðu
verið óleysanleg.
Garðyrkjumenn í landinu
lágu og ekki á liði sínu þegar
þeir sáu, að hér var um stefnu-
breytingu að ræða og með
sameiginlegu átaki hefur þetta
allt gengið með ágætum.
Garðyrkjumenn landsins eru
nú betur menntir en nokkru
sinni fyrr. Garðyrkjustöðv-
arnar eru til fyrirmyndar um
snyrtimennsku, hagsýni og af-
köst. Tilraunir þær, sem Garð-
yrkju- og skógræktarskólinn
lætur gera, hafa þegar borið
ágætan árangur og er nú
miklu meiri uppskera að
magni og verðmæti í gróður-
húsunum og útigróðri en áð-
ur.
Útflutningur á blómum hef-
ur gengið vel, enda tókust til-
raunirnar með ræktun við
Ijós ágætlega og nýju gróður-
húsin eru miklu hlýrri, rúm-
betri og afkastameiri, en þó
hægt að hafa færri starfsmenn
við þau. Allt þetta tók lang-
an tíma og mikið starf og
verður brautryðjendunum
seint fullþakkað. Þakklæti
þekkjum við reyndar svo lítið
til — enda var ekki að þessu
unnið á sínum tíma til þess,
að fá það fyrir, heldur af
innri þörf, af áhuga var unn-
ið fyrir hugsjón.
Jarðhitinn okkar er sú orka,
sem þjóðin notar nú hvað
mest. Hitaveitur í borgum og
bæjum, saltvinnslan, hitaveit-
an í öll nýbýlin hjá Húsavík,
Skálholti og í Krýsuvík tala
skýru máli, sem þjóðin skilur
og metur. Og svo eru öll gróð-
urhúsin og útigróðurreitir hit-
aðir upp með heitu vatni og
stundum með gufu.
Heilsuhælum er ekki gleymt
þó síðast séu nefnd. Allt
þetta hefur þjóðin áorkað síð-
an nýja stefnan tók við —
sameinuð og samhent þjóð
vinnur kraftaverk.
Gísli Sigurbjömsson
■ ■■■
• S ' ':;• :
Hvert er
förinni heitið?
Faxarnir rata
Engiand, Skotland, Danmörk, Noregur,
Færeyjar.. .
Flugféiagið sér yður fyrir fari
á íslandi og u m víða veröid
FLVGFELAG ISLANDS
ICELANDAIR
VXKAN 19. tbl. g