Vikan - 12.05.1966, Page 17
Nílt
Það var farið að birta og nú varð hún að
fara inn. Maðurinn við hlið hennar sat reykj-
andi og horfði út 6 fiörðinn. Henni var kalt
og hún stóð upp úr döggvotu grasinu.
— Góða nótt, sagði hún og brosti, — eða
— góðan daginn!
— Góða nótt, sagði hann og þrýsti sfga-
rettustubbnum niður f grasið, það sauð í hon-
um um leið og hann slökkti. Hann stóð á
fætur og leit á hana, augnaróð hans var
höfugt og hlýtt. En hún skalf þegar hann
kyssti hana. Morgunninn hafði nóð henni á
sitt vald, — kaldur morgunninn sem hrein-
þvoði líðandi stund og bjó undir nýjan, bjart-
an dag.
Hreinan? Fannst henni að hún sjálf vera
óhrein. Nei, en mömmu hennar, — móður-
inni, sem ef til vill sat og beið . ..
Hún gekk hraðar, þegar þau gengu yfir
engið, niður að vegarbrúninni. Það var móða
á hjólhestinum hans, þegar hann reisti hann
upp. Hún leit á hann og hugsaði með sér
að honum hlyti að vera kalt, hann var f
skyrtunni einni og hún var opin í hálsinn.
En svo varð henni hugsað til hörunds hans,
það var hlýtt. Sterklegir vöðvarnir þrýstu
undir húðina og hann minnti helzt á dýr,
heilbrigt, másandi dýr — í morgunkuldan-
um.
Þegar hann settist upp á hnakkinn greip
hann í öxl hennar.
— Siáumst við f kvöld?
Hún mjakaði sér undan handtaki hans og
ýtti á bögglaberann.
— Kannski, sagði hún.
Hann tók um stýrið með báðum höndum.
— Þú kemur, sagði hann, öruggur á svip-
inn.
— Vertu blessaður! hrópaði hún á eftir
honum.
Að baki sér heyrði hún að hann dró fæt-
urna eftir asfaltinu, áður en hann steig á
fótstigið og fór að hjóla f áttina til bæjar-
ins.
Allt var hljótt þegar hún kom inn, móð-
ir hennar beið ekki eftir henni og henni létti
þegar hún var komin upp í herbergið sitt og
smeygði sér niður í rúmið. Hún lá um stund
með opin augun og virti fyrir sér hvítmál-
uð húsgögnin og spegilhreint gólfið með
pjötluteppunum, hvítu gluggatjöldin, sem
milduðu sterka birtu morgunsólarinnar.
Svo lokaði hún augunum.
Það voru ölflöskurnar f herberginu hans.
Þær voru tómar, í hrúgu út í einu horninu.
Hún evgði það þegar hún kom inn f nátt-
myrkrið — sem breiddi mildandi blæju yfir
alla hluti. Lokaður glugginn og skáveggirn-
ir undir skífuþakinu höfðu drukkið f sig sól-
arhita sfðdegisins, svo loftið var mollulegt
og kæfandi.
Hann flýtti sér að opna gluggann og hún
heyrði fugl fljúga hræðslulega um, f trénu
fyrir utan. Svo kom hann til hennar og þung-
ur hjartsláttur hans yfirgnæfði öll önnur
hljóð . . .
Hendur hans voru hrjúfar við hörund henn-
ar, en varfærnar, eins og leitandi flug smá-
fugla yfir nýsánum akri — og hún varð ör-
ugg f myrkrinu, sem umlukti þau. Þetta mjúka
myrkur þéttist, vafði þau fastar að sér, fyllt-
ist hlýju og ástaratlotum. Hún fann heitann
andardrótt á hálsi sfnum, — heyrði orð sem
mynduðust og hurfu bak við varir sem leit-
uðu að eyrum hennar, — augum og munni,
snertu aðeins brjóst hennar.
Kyrrðin fylltist töfrum . . .
Langt, — langt í burtu, hinum megin við
allt myrkur, eða kannske djúpt niðri, neðar
öllu Ijósi, myndaðist unaðslegur tónn.
Færði hann henni þennan tón? Eða gaf
hún honum hann?
Hún vissi það ekki, en allt f einu sprakk
hann, og varð að þúsund söngvabrotum, sem
þyrluðust um unz þau féllu til jarðar.
Seinna voru þau eins og titrandi boga-
strengir, og svo varð alger ró . . .
Smátt og smátt viku töfrar næturinnar,
myrkrið varð að daufri morgunskímu. Hún
heyrði fuglinn kvaka f trénu fyrir utan glugg-
ann og hún stóð upp. Hann hindraði það
ekki, en reisti sig upp á olbogann og horfði
á hana.
Það var kalt í herberginu og hún fann að
nú varð hún að fara. Þarna var svartur kola-
ofn með flúruðum kanti að ofan. Rykið frá
honum, sem þyrlaðist upp f hvert sinn sem
gengið var um, hafði lagzt yfir gólfið, slit-
in gúmmístígvél lágu á hliðinni, öskubakk-
inn á borðinu var fullur af ösku og saman-
böggluðum sígarettupökkum sem flóðu út á
borðið, handklæðið sem hékk á snaga inn-
an á hurðinni var deigt og lint, eins og dauð
slanga, — spegillinn í grænum ramma, hún
sá allt í einu mynd í rammanum . . .
Hún sneri sér við og brosti.
— Komdu, sagði hún. — Ég verð að fara.
Og nú tilheyrði rödd hennar dagsbirtunni . . .
Móðir hennar vakti hana, með því að setja
kaffibakka ofan á sængina.
Hún hikaði við að opna augun. Nú hlaut
það að koma . . . ásakandi, sorgbitið og ótta-
slegið augnaráð móðurinnar, spurningarnar
og svörin sem hún yrði að gefa. Svörin, sem
gátu aldrei orðið sönn, hún varð að skrökva
og skrökva það vel að móðirin tryði henni,
það varð að vera sem fallegur sannleikur.
Henni fannst sem hún væri að klofna í
tvennt. Henni fannst sem væri hún í einhverju
tómi, bundin ósýnilegum böndum, sem tog-
uðu í hana frá báðum hliðum. Hún varð að
losa sig úr þessum böndum, grípa þau og
binda saman. Hún varð að ná f þessa strengi,
strengi frá myrkri næturinnar sem liðin var
oa strenqi frá bessum bjarta heimi sem hún
b'ó f. Hún varð að brosa framan f þá ver-
öld, og hafa löngun til að brosa. Hún elsk-
aði þessa kristalshreinu tilveru móðurinnar
og hennar sjálfrar.
Fkki að brióta neitt eða skemma!
Fvlla tómið með fallegu Ijóði, hreinu
Ijóði . . .
— Hvenær komstu heim?
— f morgun.
— Hvað varstu að gera?
Hún oonaðí auaun oa leit á móðurina, sem
sat á •'úmstokknum. sunnudaashrein . . .
— Éa hafði bnð dásamleat!
— Já. en hvoð vnrjtu að aera?
(Hún hafði hitt hann niðri við höfnina.
Honn snt á brvaaiusnorðinum oo doroaði.
Hún stóð skammt frá. halloði sér uoo að
Fíólhestinum sfnum oo horfði ó Ivanon sió-
ion. s°m soealaði ( sér eldrauða kvöldsól-
ina. Ósiáifrátt fóru hau að tala saman. um
það hvað hessi kvöldkvrrð væri dásamlea:
— eina hlióðið sem hevrðist var beaar hann
kastaði færinu f sióinn. Hún qerði sia Ifk-
|eoa til oð fara oq hann saqði: — Bfddu svo-
Iftið! Svo stóð hann upp og fylgdist með
henni . . . t
— Ég hitti fólk.
- Hvaða fólk?
(Hann vann við höfnina, kannski skipa-
smiður, — það var tjara á höndum hans).
Framhald á bls. 51.
VIKAN 19. tbl. yj