Vikan - 12.05.1966, Page 18
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE GOLON
Enginn sinnti því aö svara, svo hann klöngraOist upp kaöalstigann,
sem hékk út yfir skipssíBuna. Þessir fáu sjómenn, sem voru á verði
létu ekki neina undrun í ljósi eða mótmæltu heimsókn hans, en héldu
áfram aö jóöla á sólblómafræjum og spila á spil.
— Ég spuröi, hvort foringi ykkar væri hér, sagði sá nýkomni og
sneri sér aö einum þeirra.
— Ætli þú finnir hann ekki í borginni, sagöi hann án þess að hreyfa
sig.
— Skildi hann ekki eftir pakka handa mér?
— Ég er enginn bryti, sagði hinn, spýtti út úr sér steinum og hélt
áfram að spila.
MaÖurinn neri kinn sína ráðvilltur. Hellice, gríska ambáttin, kom
út úr klefa sínum, hún brosti við honum og síöan hvíslaði hún að
Angelique: — Þetta er Rochat, franski konsúllinn. Viljið þér ekki tala
viÖ hann? Ef til vill getur hann hjálpaö yöur. Ég skal koma meö svo-
litið franskt vin.
— Ó, nú man ég, sagöi Angelique. — Rochat er nafn aðstoBarmanns
míns hérna I Candia. Ef til vill getur hann gert eitthvað fyrir okkur.
En Rochat hafði þegar gert sér grein fyrir, að ungi maðurinn, sem
hann sá frammi I stafni, var raunar kona í karlmannsfötum og kom í
áttina til hennar.
— Ég sé, aö minn gamli vinur, d’Escrainville, er alltaf jafn heppinn.
Leyfið mér að kynna mig, fagra farandkona: Rochat, varakonsúll Frakk-
landskonungs i Candia.
— Og ég sagöi hún, — er Marquise du Plessis-Belliére, konsúll Frakk-
landskonungs i Candia.
Andlit Rochats var einn spegill undrunar, vantrúar, kvíöa og and-
styggöar.
— Höfðuð þér ekki heyrt, að ég keypti titilinn? spurði Angelique
rólega.
— Raunar heyrBi ég þaB, en fyrirgefið mér, þótt ég verði ofurlitið
undrandi, Madame. Setjum nú svo, að þér séuð í rauninni Marquise
du Plessis-Belliére, hvað gæti þá hafa komið yður til að koma hingað?
Ég myndi gjarnan vilja fá nokkrar sannanir fyrir því, sem þér segiö.
— Þér verðið að taka mín orð fyrir því, Monsieur. „Vinur yðar,
d’Escrainville markgreifi, stal pappírum mlnum, ásamt öllum mínum
fjármunum, þegar hann sigraði okkur á hafinu.
— Ég skil, sagði þessi tötrum klæddi sendiráðsstarfsmaður og horfði
með sívaxandi ósvífni á hana og Savary. — Þið eruð þá eins og stendur
gestir vinar mlns, d’Escrainville, gegn vilja ykkar.
— Já. Og Maitre Savary hér er þjónn minn og ráðgjafi.
Savary gekk þegar inn i hlutverkið, sem hún úthlutaðl honum: —
Viö skulum ekki eyða dýrmætum tima, sagði hann. — Monsieur, við
bjóðum yður samning, sem á engri stundu mun færa yður hundrað
livres i aðra hönd.
Rochat muldraði eitthvað um, að hann sæi nú ekki glöggt hvernig
fangar.... hann virtist eiga í einhverri innri baráttu. Hann lagaði boð-
unginn á slitnum jakka sínum.
Hellice kom aftur með bakka, sem á var flaska og nokkur glös og
setti fyrir framan þau. Síðan hvarf hún eins og sæmdi góðum þjóni.
Lotningarfull framkoma hennar I garð Angelique virtist sannfæra
Rochat um, að hann ætti ekki við venjulega ambátt, heldur hefðar-
konu af háum stigum. Eftir stuttar samræður, þar sem þau ræddu um
fólk, sem þau bæði þekktu, var hann alveg viss. En þetta setti hann
I gífurlegan vanda.
— Mér þykir fyrir þvi Madame. Að falla I hendur d’Escrainville var
það versta, sem gat hent yður. Hann fyrirlitur konur, og það er erfitt
að hafa hann ofan af því, ef hnn ákveður að hefna sín á einhverri
þeirra. Ég get sjálfur ekkert gert. Þetta er borg þrælasalanna, og eins
og máltækið segir: — Herfangið er eign sjóræningjans. Ég hef engln
völd, hvorki sem fjármálamaður eða ráðgjafi, svo þér getið ekki reiknað
með þvi, að ég sletti mér fram í fyrirætlanlr d’Escrainville markgrelfa
Jg VIKAK 19. tbl.
eða tefli í voða þeim litlu áhrifum, sem ég get haft sem varakonsúll.
Hann hélt áfram að lagfæra slitin föt sín og stara á tötralega skóna,
en jafnframt að réttlæta sjálfan sig. Hann var yngsti sonur de Rochat
greifa, og þar sem honum bar enginn arfur, var hann sendur átta ára
að aldri i skóla til að læra erlend tungumál. Það var eina leiðin til
að gera eitthvað fyrir hina fátæku yngri syni, með öðrum orðum að
sjá um, að þeir lærðu framandi tungumál og venjur annarra landa,
til þess að þeir gætu orðið túlkar sendiherra síðar meir. Hann hafði
verið alinn upp í hinum franska hluta Konstantínópel, og þar hafði
hann lokið námskeiði við skóla Múhameðstrúarmanna og leikið sér
við syni pasjanna. Þar hafði hann kynnzt d’Escrainville, sem einnig var
tungumálanemi. Þeir höfðu útskrifazt saman, og hinn ungi d’Escrainville
hafði lagt út á efnilega framabraut sem nýlendustjóri, en sá vegur tók
enda, þegar hann dag nokkurn varð ástfanginn af fagurri konu franska
konsúlsins í Konstantínópel. Hún átti elskhuga, sem var skuldum hlað-
inn, og til að leysa hann úr skuldunum, án þess að ambassadorinn
kæmist að því, fékk hún hinn unga d’Eserainville til að falsa nokkra
reikninga. Hann gerði svo, vegna þess hve hugfanginn hann var af henni.
Náttúrlega var það hann, sem varð að borga, þegar svikin urðu upp-
vis. Sú fagra neitaði öllu, og fann jafnvel nokkrar ásakanir í viðbót,
gegn honum.
Þessi saga komst I hámæli. D’Escrainville varð æfur yfir henni.
Hann seldi stöðu sína, keypti lítinn bát og tók að stunda sjórán. 1
raun og veru hafði hann þannig valið betri leið en vinur hans, Rochat,
sem barðist við að komast hærra í starfi sinu sem stjórnmálaerindreki,
en komst hvorki lönd né strönd, þvi hann var ekki nógu kunnugur því,
hvernig hirðmennirnir í Versölum seldu stöður sínar æ ofan í æ. Allt,
sem hann vissi, var að hann átti rétt á tveimur og hálfu prósenti af
allri franskri markaðsvöru, sem fór um Candia. En nú í fjögur ár
hafði hvorki verzlunarráðið I Marseilles né Colbert, fjármálaráðherra
Frakklands, munað eftir því að borga honum, en svo var að sjá, sem
arðurinn hefði stöðugt streymt I vasa fyrirrennara hans í þessu starfi.
— Eruð þér ekki að hnika hlutunum ofurlítið yður í hag? spurði
Angelique. — Það er alvarlegur hlutur, að ásaka konunginn og ráð-
herra hans. Hversvegna farið þér ekki með mál yðar til Versala?
— Ég hef engin tök á Þvi. Hvernig ætti ég að komast þangað lifandi,
eða án þess að lenda í illdeilum við Tyrkina? Haldið þér, að ég sé að
ýkja? Leyfið mér þá að segja yður, að opinber starfsmaður, miklu hærra
settur en ég — ambassador okkar í Tyrklandi, de la Have, markgreifi
— er í fangelsi í Konstantínópel vegna skuldar, einfaldlega vegna þess
að ráðherrann hefur ekki borgað honum árum saman. Svo þér sjáið,
að ég verð einhvernveginn að komast út úr þessu. Ég á þó í drottins
nafni konu og börn.
Svo andvarpaði hann og hélt áfram: — En engu að siður get ég reynt
að hjálpa yður ofurlítið, að þvi tilskildu, að ég lendi ekki I kasti við
eiganda yðar, d’Escrainville markgreifa. Hvað get ég gert fyrir yður?
— Tvennt, sagði Savary. — 1 fyrsta lagi, finnið í þessari borg, sem
þér hljótið að þekkja mjög vel, arabiskan kaupmann, sem heitir Ali
Mektub og á frænda, sem heitir Mohammed Raki. Spyrjlö hann síðan,
ef hann vilji þóknast spámanninum, að vera niðri við hafnarbakkann
í Candía, þegar franska sjóræningjaskipið rekur þræla sína til upp-
boðs.
— Ég get líklega gert Það, svaraði Rochat og léttir hans var auð-
sær. — Ég held ég viti, hvar þessi kaupmaður á heima.
Siðari hluti áætlunarinnar sagði hann, að yrði erfiðari, en Það var
að afhenda Savary þegar i stað þær fáu sekínur, sem hann hefði í vas-
anum. Að lokum lét hann undan, en það leyndi sér ekki, að honum
likaði það mjög miður.
— Or þvi þér fullvissið mig um, að Þessar fjörutíu sekínur muni
færa mér hundrað livrea 1 aðra hönd.... en hvað um ágóðann af sölu
svampanna minna í Marseilles? D’EscrainvilIe lofaði lika að færa mér
tunnu af Banyulsvini. Hvar er það?