Vikan


Vikan - 12.05.1966, Page 25

Vikan - 12.05.1966, Page 25
Þann 3ja fundust tjaldstaðir þjófanna og seinast þeirra híbýli, vestan til við Arnarfell undir jöklinum, hér um bil 3 þingmannaleiðir frá byggð. Þar var grafinn innan stór hóll, fallega hlaðnir kampar að dyrum og hrísflaki í þeim; fyrir innan kampana var hús þvert um, tveggja faðma langt, en vel faðms breitt, grafið með páli og rekum. rændu búfé þeirra, hrossum og kindum. Hin langa bæjarleið var þeim þess vegna enginn þyrnir í augum. Bæiarleiðin reynd- ist þó ekki nógu löng. Fylgsni þeirra fannst um síðir. Svo er að sjá sem þeirra hafi orðið vart einhversstaðar á afrétrum Arnesinga seint á engjaslætti sumarið 1762, ef til vill af grasafólki, nema Árnesingar hefja leit að útileguþjófunum síðla hausts, fjöl- mennir og vel hestaðir, hvorki meira né minna en 33 menn með 45 hesta. Á þriðja degi finna þeir loks kofann í Arnarfells- múlum ásamt miklum matarbirgðum og öðrum nauðsynjum, en útileguþjófarnir eru allir á bak og burt. Til er greinagott plagg, ritað hálfri þriðju viku síðar af Brynjólfi Sigurðssyni í Hjálmholti í Flóa, yfirvaldi Árnesinga, um leitarferðina og fund kofans, sem þeir umturnuðu og brenndu til kaldra kola. Gefur skýrslan nokkra hugmynd um lífið á hinum af- skekkta bæ í Arnarfellsmúlum fyrir rúm- um tvö hundruð árum, en skýrsla Brynjólfs er á þessa leið: „Anno 1762 þann lta octobris, sem var föstudagur, fóru 33 karimenn með 45 hesta frá Kallbak í Ytrahrepp upp á fjöll að leita eftir mönnum, sem þar höfðu sézt þann 7da septembris. Mennirnir voru úr Biskupstungum 8, Ytrahrepp 7, Austur- hrepp 4, af Skeiðum 3, (úr Villingaholts- hrepp) 4, Hraungerðishrepp 2, Sandvík- urhrepp 3 og úr Bæjarhrepp 3. Þessir menn leituðu Ita og 2an octo- bris. Þann 3ja fundust tjaldstaðir þjófanna og seinast þeirra híbýli, vestan til við Arnarfell undir jöklinum, hér um 3 þing- mannaleiðir frá byggð. Þar var grafinn innan stór hóll, fallega hlaðnir kampar að dyrum og hrísflaki í þeim,- fyrir inn- an kampana var hús þvert um, tveggja faðma langt, en vel faðms breitt, grafið með páli og rekum. Innan af þverhúsinu lágu nær 2ja faðma löng göng upp í hólinn í kringlótt eldhús, sem var 20 fet [ kring. í eldhús- inu voru lítil hlóð. Uppi yfir þeir hengu 2 lundabaggar og magáll af sauðum. Húsin voru af viðarflökum og sauðgær- um upp gerð og tyrfð; gærurnar skarað- ar sem helluþak. [ fremra húsinu fundust tvær bækur, nefnilega sumarpartur Gíslapostillu í 8vo og Jóns Arasonar passíuprédikanir, tveir askar, trédiskur, skæri, mjólkurtrog, smiðjubelgur, smjör skemmt í óbrúkuðum skinnstakk, 4 fjórðungar að vikt, rifrildi af skinnbrók og þar f samanrunnin vor- ull, 2 pör karlmannaskór af nýju hross- skinni, 1 par kvenskór og 1 par dito minni til 10 á 11 vetra gamals ungmenn- is af sauðskinni, kvenmanns svuntu slitur af grænu raski, klæðis kventreyju garmur, barns nærskyrtu ræfill af einskeftu, rauð- ir kven- og aðrir barns-sokka ræflar, gul prjónapeysa með sléttum látúnshnöppum, skjóða með álftafiðri í, vorullar band- hnyklar, 2 snældusnúðar. Utan húss var þar viðarköstur af rif- hrisi, fullkomlega á 30 hesta; í honum sauðakjöt, föll af 73'/3 sauð alls, gang- limir af folaldi, sauðamör, nóg klyf á 4 hesta, ristlar á 1 hest. Sauðahöfuð voru þar hjá í bunka 75, flest af gömlum sauð- um, nokkur af tvævetrum og þrevetrum, á hverjum mörkin þekktust og áttu heima 22 á Unnarholti, 9 á Kópsvatni, 18 á Tungufelli, 15 á Berghyl, 1 á Miðfelli, 2 á Hólum, 2 á Seli, 3 á Skálholti, 1 á Auðs- holti og 2 óviss. Engan mann urðu leitarmenn varir við; því fóru þeir að leita spora hjá híbýlum þessum, og fundu þeir 5 hesta og tveggja manna ný spor upp á Arnarfellsjökul, hver þeir röktu upp á hájökul og þoku fengu þeir á jöklinum. Sneru þeir svo til baka eftir sólarlag til híbýla þjófanna. Eigendur að sauðahöfðunum skiptu með sér slátrinu, sem var nokkuð skemmt. Bækur, smjör og skinnstakk, peysuræfil- inn með treyju og svuntugarmi fluttu þeir með sér, virt 50 álnum. Hitt annað rusl, fúið og fánýtt, brenndu þeir upp með hreysinu og kofunum, sem þeir umturn- uðu og umveltu. Síðan hefur ekki í Árnessýslu til þjóf- anna spurzt eður við þá vart orðið. Til byggða var skemmst af jöklinum, þá leitarmenn aftur sneru, í Blöndudal- inn. En híbýli sín meina menn þeir hafi flú- ið og í flaustri við skilið, þá þeir, yfir eyðisand sléttan og nær 3ðja part úr þing- mannaleið langan, hafi um daginn séð för leitarmanna. Þó hafa þeir með sér tekið það nauðsynlegasta, svo sem tjald, verkfæri, reiðtygi, pottinn og gærur nokkr- ar, item langan staf með broddi neðan í, sem af hestinum hafði dregizt í snjón- um, þar um fóru. Að þetta sé satt og svoleiðis eftir leitar- mönnum uppteiknað testerar að Hjálm- holti d. 21ta octobris 1762. Brynjólfur Sigurðsson". Það kemur að vísu ekki fram í þessari skýrslu Brynjólfs, hvaða útileguþjófa þarna var um að ræða, en ekki mun leika á tveim tungum, að það voru engir aðrir en Fjalla-Eyvindur og Halla, sem frægust hafa orðið allra íslenzkra útilegumanna. Talið er öruggt að kofi þeirra Fjalla- Eyvindar og Höllu, sem að framan er get- ið, hafi verið í Arnarfellsmúlum. Ymsir hafa leitað rústanna, en ekki fundið, þó hafa Farfuglar talið sig hafa rekizt á tótt- arbrot innarlega í Múlunum, má vera, að þar hafi kofi Eyvindar staðið. Tíu árum síðar eða sumarið 1772 rek- umst við aftur á Eyvind og Höllu á svip- uðum slóðum, þá austan Þjórsár gegnt Arnarfelli, þar sem nú er kallað Innra- Hreysi, við Hreysiskvísl. Eru þau þá ný- flutt úr Eyvindarkofaveri, sem er nokkrum kílómetrum sunnar. Ekki er nú vitað hvers- vegna þau flytja sig þaðan að Hreysis- kvísl. I raun og veru virðast þau Eyvindur mun óhultari austan við ána heldur en í Múlunum. Sprengisandsvegur var þá um sinn aflagður og umferð lítil sem engin á hálendinu norðan Köldukvíslar. En heppnin var ekki með þeim að þessu sinni. Sumarið 1772 hefjast einmitt Sprengisandsferðir að nýju. Sigurður Sig- urðsson landþingsskrifari á Hlíðarenda í Fljótshlíð fékk þá Einar bróðurson sinn á Stóra-Núpi til að takast ferð á hendur norður í Mývatnssveit í viðskiptaerindum fyrir sig. Einar var sonur Brynjólfs sýslu- manns í Hjálmholti, sem áður er getið. Fór Einar við fimmta mann norður og rakst þá’af tilviljun á þau Eyvind og Höllu hjá kofa sínum við Hreysiskvísl, tók þau höndum og flutti norður að Reykjahlíð ( Mývatnssveit. Ekki tókst betur til með fangageymsluna en svo, að Eyvindur slapp jafnharðan að kalla, varð hann fljótari þeim félögum að Hreysiskvísl og hafði tekizt að forða ýmsum nauðsynjum sín- um, þegar þeir vitjuðu kofans í bakaleið- inni. Kofi Eyvindar við Hreysiskvísl virðist hafa staðið um alllangt skeið eftir þetta, Framhald á bls. 37. VIKAN 19. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.