Vikan - 12.05.1966, Qupperneq 30
Husegvasriia
Husqvarna eldavélin er ómissandi í hver|u nútíma eldhúsi
— þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt það sem tækni nútím-
ans getur gert til þess að matargerðin verði húsmóðurinni auð-
veld og ónægjuleg.
Husqvarna eldavélar
fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni.
Leiðarvísir á íslenzku
ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir.
^annai cSfyzehóóo-n kf
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volver« - Sími 35200
Eins manns styrjöld
Framhald af bls. 21.
ari nótt á Slysavarðstofunni, og eft-
ir því, sem ég hugsa meir um hana,
verð ég hræddari. Þá nótt hélt ég
að ég myndi deyja. Eftir að hafa
fengið krampa niðri í miðbæ, var
ég fluttur upp á Slysavarðstofu,
ég lagður í rúm yfir nóttina, þá
þegar krampinn var liðinn hjá,
fékk ég hjartakastið. Hjartsláttur-
inn byrjaði að aukast, fyrst hægt
og rólega, svo ég varla fann það,
ég fór að verða móður og hræðsl-
an fór að gera vart við sig, jafnt
og þétt jókst hraðinn og að lokum
sló það eins og verið væri að skjóta
úr hríðskotabyssu. Hjúkrunarkonan
náði þá í lækninn, en á meðan ég
beið hélt ég að hjartað myndi
springa. Eg reyndi að setjast upp
í rúminu en gat það ekki. Loks kom
læknirinn með sprautu, hjúkrunar-
konan bretti upp á skyrtuermina
og batt slöngu um handlegginn,
hjartslátturinn lagað;st strax eftir
sprautuna, og ég féll í mók.
Eg var nú kominn á móts við
Ríkið, og ég passaði mig á því að
vera hinum megin á götunni, stræt-
isvagn fullur af fólki keyrði fram-
hjá. Eg gat alveg eins verið á leið-
inni inn að BP stöðinni, hugsaði
ég. Það var enginn bíll í portinu.
Eg hikaði, stoppaði ráðþrota augna-
blik. Hvað átti ég nú að gera? Eg
var viss um að ef ég fengi ekki vín
bráðlega, þá fengi ég krampa, það
hlýtur einhver að fara að koma,
það hafði alltaf einhver komið, því
þá ekki núna?
Svartur leigubíll beygði inn í port-
ið, ég tók kipp, þegar ég sá hver
kom út úr bílnum, það var Bjarni,
góður kunningi minn. Hann hvarf
inn um dyrnar á Ríkinu, ég verð að
fara yfir götuna, hann hlýtur að
bjóða mér með, hverjir ætli séu með
honum, ef þeir neita mér? Hann
verður að minnsta kosti að gefa
mér sjúss, svo ég fái ekki kramp-
ann.
Nú kom hann út og ég tók strik-
ið til hans. Ertu í því? spurði hann,
án þess að heilsa. Eg gat varla
svarað, en kinkaði kolli. Komdu upp
í, hann settist fram í bílinn, ég opn-
aði afturdyrnar, og mér létti þegar
ég sá að ég þekkti báða, sem voru
í aftursætinu. Annar þeirra hefur
víst séð, hvað ég var aumur, því
hann sagði: — Getur þú drukkið
dry? — Já, já, flýtti ég mér að
svara. — Hafðu gluggann opinn,
ef þú gubbar, sagði hann og rétti
mér flösku. Eg tók fyrst einn lítinn
og svo stóran á eftir. Ég hallaði
mér aftur í sætið, fann hvernig
notaleg öryggistilfinning leið um
mig. Ég heyrði ekki hvað þeir voru
að tala um og mér var sama hvert
þeir voru að fara, mér var borgið,
enginn krampi, ekki í dag.
í litla húsinu, eins og það var
kallað, bjó gamall maður. Það var
eitt af þessum gömlu húsum í Vest-
urbænum, sem eru nú óðum að
hverfa fyrir nýtízku stórbyggingum,
sem þjóta upp á nokkrum vikum.
Það var eins og litla húsið hefði
gleymzt, því að allt í kring um það
voru risin ný hús. Það sást ekki
frá götunni, — það tóku fáir eftir
því, nema þá helzt öskukarlarnir,
sem þurftu að fara á bak við nýju
húsin til að ná í öskutunnurnar.
í litla húsinu voru tvö lítil herbergi
og eldhúskytra. Gamli maðurinn bjó
þar einn. Oftast var hreint og
snyrtilegt þarna, því sá gamli var
snyrtimenni og varð sjaldan of
drukkinn. En það voru oft margir
gestir og þá þröngt í litlu herbergj-
unum, stólarnir ekki nógu margir,
og mikið drukkið. Aldrei fór gamli
maðurinn svo út að morgni að ekki
væri búið að laga allt til, sem af-
laga hafði farið um nóttina.
Ég kunni vel við hann, þótt hann
væri helmingi eldri en ég. Ég átti
betra með að tala við hann en
aðra, sem yngri voru en hann,
kannske mest vegna þess að hann
nennti að hlusta á mig. Við vorum
þarna í 2 daga i glaum og gleði,
en þá voru peningarnir búnir.
Ég hlýt að hafa verið nokkuð
drukkinn, þegar ég fór frá gamla
manninum, því næst þegar ég rank-
aði við mér var ég í klefa í Síðu-
múlanum. Ég var of máttfarinn til
þess að fara að gera mér neinar
grillur eða hafa áhyggjur út af
Skólavörðustíg 9. Ég lá og bylti
mér sitt á hvað, reyndi að ímynda
mér hvað klukkan gæti verið. Ég
gafst upp á þvi, bara beið og beið.
Ég heyrði þegar verið var að opna
klefana í kringum mig, en það var
ekki opnað hjá mér, síðan varð allt
hljótt. Þegar ég hafði beðið í þó
nokkra stund, fór ég að berja á
hurðina. I þessum klefum, eru
bjölluhnappar til að hringja á
fangaverðina, en bjöllurnar eru
teknar úr sambandi um leið og ein-
hverjir eru settir í þá. Þegar ég var
búinn að lemja nokkrum sinnum á
hurðina heyrði ég að einhver kom
eftir ganginum. Síðan hringlaði í
lyklum og það var opnað.
— Hvað er klukkan? Spurði ég.
— Hún er orðin 2.
— Af hverju var mér ekki sleppt
út með hinum?
— Það á að koma læknir til þín,
svaraði fangavörðurinn. Hann fer
að koma, bætti hann við.
Ég gat ekkert sagt.
— Viltu sígarettu? spurði hann.
— Já þakka þér fyrir.
Eftir að hafa reykt sígarettuna
varð ég að leggjast fyrir.
Læknirinn kom kl. 3. Hann sagði
mér að hann væri búinn að útvega
mér pláss á sjúkrahúsi. Ég yrði
bara að skrifa undir nokkur plögg,
svo yrði farið með mig.
— Hverskonar plögg? Spurði ég.
— Að þú viljir vera vissan tíma
undir meðhöndlun, ef þú ekki skrif-
ar undir þá verður þú sviptur sjálf-
ræði, bætti hann við.
Þegar ég hafði skrifað undir
plöggin fóru 2 lögregluþjónar með
mig upp í lögreglubíl fyrir utan.
Oljós grunur hafði vaknað hjá
mér, þó áræddi ég að spyrja.
— Hvaða sjúkrahús á ég að fara
á?
— Það er nú inn við sundin blá,
svaraði annar þeirra brosandi.
— Sundin blá? hváði ég.
— Já, inn á Klepp.
Lögregluþjónarnir skildu mig eft-
ir í biðstofunni hjá ungum lækna-
nema, strax á eftir komu 2 lækn-
ar.
— Farið með hann á tíunda,
sagði sá elzti þeirra, þegar hann
var búinn að lesa plöggin, sem lög-
regluþjónarnir höfðu skilið eftir.
Síðan var marserað eftir löngum
göngum, upp stiga og aftur eftir
löngum gangi, unz komið var að
lokuðum dyrum. Kandidatinn
hringdi dyrabjöllu, og eftir stutta
stund var opnað. Og þar gaf á að
líta. Framundan var breiður gana-
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A .
HVAR ER ÖRKIN HANS NOA?
I»að er alltaf sami leikurinn í henni Ynd-
isfrið okkar. Hún hefur falið örkina hans
Nóa elnhvers staðar í blaðinu og hcltir
góðum verðlaunum handa þeim. sem gctur
fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon-
fektkassi, fullur af bezta konfekti, og
framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð-
in Nói.
Orkin er á bls.
pA
3
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Gunnar tílfsson,
Hlíðarveg 43, Rvík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 19. tbl
gQ VIKAN 19. tbl.