Vikan - 12.05.1966, Side 45
Aðalatriðið við kínverska matargerð
er að bera réttina fram strax eftir
að þeir eru búnir til. Það þekkist ekki
þar I landi að hita matinn upp eða
halda honum heitum lengi. Þess vegna
er kjötið skorið mjög smátt, svo að
auðvelt sé að elda það í flýti eða rétt
áður en á að neyta þess. Kjötið er
skorið þvert og grænmetið oftast á
ská, hvort tveggja með kínverskum
hníf eða beittum spaða, en það er
flatur breiður hnífur. í Kína er geysi-
leg fjölbreytni i öllu grænmeti og að-
eins litið brot af því fæst i Evrópu,
hvað þá hér á íslandi. í egta kín-
verskum uppskriftum er gerður tölu-
verður munur á tegundum af sömu
grænmetistegund, t. d. eru til þar
þrjár eða fjórar tegundir af selleríi
og eftir því. Það verður þvi að heim-
færa kínverskar uppskriítir upp á
markaðinn í þvi landi, sem þær eiga
að notast í. í Kina er aðalrétturinn
borinn fram fyrst, sfðan súpan og
loks ávextir eða ávaxtaábætir. Hrís-
grjónin eru borin fram í stórri skál
og smáréttir í minni skálum, venju-
lega margir í senn. Matseðillinn hér
á eftir væri því ekki óeðlileg máltíð
— allt borið fram í einu.
Bezt er að nota jarðhnetuolíu við
matreiðslu kfnverskra rétta. Hún er
auðveld í notkun og mjög auðmelt.
Soya sósa er eiginlega salt, en heldur
bragðmeiri en venjulegt salt. Mono-
sodium glutamate, á kfnversku Ve-
Tsin eða oftast kallað þriðja kryddið
er gert til að draga betur íram bragð
matarins. Ekki á að nota nema ca.
>/4 tsk. í einu við máltíð fyrir 5—6
manns. Agar-Agar er þurrt, hlaup-
kennt efni, mestmegnis notað tll að
gera réttina þykkari. Venjulega selt
í flögum.
Hrísgrjón.
1 bolli (helzt löng) hrísgrjón eru
sett í sigti og skoluð vel undir köldu
vatni. Sett í pott með þykkum botni
og lVz bolli af köldu vatni hellt yfir.
Suðan látin koma upp og lok haft
á pottinum. Aðeins efnu sinni má
hræra i hrísgrjónunum, rétt eftir að
suðan kemur upp. Þegar vatnið hefur
gufað upp er potturinn hafður áfram
á plötunni við mjög lágan hita, en
þannig halda hrisgrjónin áfram að
soðna við gufuna. Áður en þau eru
borin fram, er hrært í þeim með
stórri sleif, til þess að þau verði laus-
ari og léttari.
Selleri með agar-agar.
1 lengja agar-agar, ca. 5x15 cm.,
2 selleríleggir. Sósa: 1 matsk. jarð-
Kfn-
verskur
matur
Nokkur grundvallaratriði og einfaldir
réttir.
hnetusmjör (peanut butter) y2 matsk.
olívuolía, V2 matsk. soyasósa, \'2 matsk.
edik, framan á hnffsoddi af þriðja
kryddinu, y2 tesk. sinnepsduft, nokkrir
dropar chilisósa (má sleppa).
Skerið agar-agar í 5 cm. lengjur og
látið liggja í volgu vatni í 20—30 mín.
Þvoið selleríið og skerið það f sneið-
ar á ská og sjóðið í 2—3 mín. Síðan
sellerfið og setjið agar-agar saman
við. Gerið sósu úr hinum efnunum
og hrærið selleríinu og agar-agar sam-
an við. Ef vill má bæta svolitlu af
köldu svínakjöti i smáum lengjum
saman við eða köldum kjúkling.
Salat úr nýjum hreðkum eða gúrkum.
Takið kálið og rótina af hreðkunum
og skerið sundur eftir endilöngu.
Berjið svo snöggt á hverja hálfa
hreðku. að hún hálfsplundrist, stráið
\'2 tsk. af salti á og látið standa í
20 mín. Kreistið vökvann úr hreðkun-
um, bætið 2—3 tsk. sykur f, l'/2 matsk.
hvítu ediki og 2 tsk. olívuolíu. Berið
fram vei kalt. Gúrkan er matreldd
þannig, að hún er skorin langsum í
sundur, flysjuð og kjarnarnir teknir
úr henni. Skorin í skástykki í meðal
þunnar sneiðar, salti stráð yfir og
farið með þær eins og hreðkurnar.
Kartöflulengjur.
2 stórar kartöflur, 2 matsk. matar-
olía, 1 tsk. salt, svolitill pipar, 1/4 tsk.
paprika, \\ tsk. þriðja kryddið.
Flysjið og skerið kartöflurnar i
litlar lengjur. Látið liggja í hálftíma
f köldu saltvatni og síið síðan. Hitið
olíuna við meðalhita í 5 mfn. og bætið
öllu hinu í og sjóðið í 2 mín.
Kjöt i hrúnni sósu.
l/2 kg. magurt svínakjöt, skorið í
teninga ca. 2(4 cm. á hvern veg, 2
matsk. soyasósa, 1 matsk. sherry, svo-
lítill pipar, 2 sneiðar af engiferi eða
ef það fæst ekki, ca. tsk. af engifer-
dufti, 2 matsk. edilc, 1 matsk. sykur,
2 litlir laukar, skornir í litlar lengjur.
Setjið kjötið í pott með þykkum
botni. Bætið soyasósunni, sherrýinu,
piparnum og engiferinu út f. Setjið
lok á pottinn og látið malla i
klukkustund og hrærið öðru hverju
i. Bætið stðan hinum efnunum í og
látið halda áfram að malla við mjög
lítinn hita f 40 mín. Ef nauðsynlegt
er að hita þetta upp, verður að hætta
að sjóða það 10 min. áður en það er
fullsoðið, bæta síðan nokkrum drop-
um af vatni I og hita f 10 mfn., sem
á vantaði.
Fleiri kínverskir réttir verða í næsta
blaði.
Sumankiúlai1
Samkvæmis-
kiúlar
Frá Englandi:
SHUBETTE OF LONDON
LADY COURT OF LONDON
Frá Hollandi:
DOOYES, Jersey kjólar
Frá Danmörku:
ELSON, dagkjólar
Alltaf eitthvað nýtt.
r
Laugavegi 59
Sími 18646
CEiDiiciinn m TQfn íp
atlKiðliill m m m II
HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830.
Tveggja manna svefnsóíi
Stærð: 120 x 186 cm.
VIKAN 19. tbl.