Vikan


Vikan - 19.05.1966, Síða 6

Vikan - 19.05.1966, Síða 6
I ^angaster rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi óburður bætir húðina starx eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugffinn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan, Snyrtiáhald, Grensásvegi. Útsölustaðir úti á landi: Drifa, Akureyri, Verzlunin Ása, Keflavík, Betty, Neskaupsstað, Drangey, Akranesi. Skúlngötu M, Reykjavik. Súni 2167*. Nýjar hljómplötur Framhald af bls. 4. Kling Klang. Laglínan er mjög þokkaleg en textinn óttalega rýr í roðinu. Oft hefur okkar ágæta Ól- afi Gauk tekizt vel upp en að þessu sinni eru honum því miður aldeilis mislagðar hendur. Kling klang og ding dong! Klukkuspilið setur skemmtilegan blæ á lagið og tví- söngur í millikafla er með mestu ágætum. Furðulegt var það tiltæki, að setja lagið Cadillac á þessa plötu. Einhvern veginn finnst manni þetta lag ekki eiga heima innan um (s- lenzku lögin. Framburður á bif- reiðategundinni Cadillac er óþarf- lega ýktur og nálgast að vera „Kjeðelakk". Vafamál er, hvort nokkur Englendingur mundi skilja, hvað piltarnir væru að fara. Stefán Jóhannsson sýnir mjög góð tilþrif á trommur sínar í þessu lagi. Bassa- tromman heyrist mjög greinilega og skapar skemmtilegan rhytma. Lagið er sungið af mikilli innlifun, kannski óþarflega mikillil Danska hljóm- sveitin The Defenders hefur leikið þetta lag á hljómplötu og gert því feiknalega góð skil. Þegar þessar tvær útgáfur af sama laginu eru bornar saman sézt bezt, að enn vantar mikið púður í Dáta. Það er heldur ekki við öðru að búast, því að enn eru Dátar nýgræðingar ( hljóðfæraleikarastétt, en vonandi tekst þeim að skapa sér sjálfstæð- an st(l, þegar fram l(ða stundir. Upptaka á þessari plötu hefur tekizt með ágætum á íslenzkan mælikvarða. Hafa tæpast í annan t(ma heyrzt jafn góðar hérlendar upptökur á þessari tegund tónlist- ar. Hafi Pétur Steingrímsson þökk fyrir- Já, honum fer sífellt fram, piltinum þeim! Því fer auðvitað ó- endanlega fjarri, að upptaka þess- arar plötu standist samanburð við upptöku nýjustu plötu Hljóma — sem var upptekin ( Englandi, eins og kunnugt er — en samt sem áð- ur er árangurinn mjög þokkalegur. Að öllu samanlögðu er óhætt að segja, að vel hafi tekizt til með þessa fyrstu hljómplötu Dáta. Þann- ig er hún í heild betur heppnuð en fyrsta hljómplata Hljóma var á sínum t(ma. Dátarnir mega sann- arlega taka ofan fyrir Þóri Baldurs- syni, en hann á mikinn þátt í þv(, hve vel hefur til tekizt. Það er gleðilegt til þess að vita, að við skulum nú eiga tvo laga- smiði, sem geta samið falleg og frískleg lög við hæfi unga fólksins. Hér er auðvitað átt við Þóri og Gunnar Þórðarson. Lögin þeirra eru fyllilega sambærileg við það sem við heyrum utan úr heimi. Utan um hljómplötu Dáta er hið myndarlegasta hulstur, sem þó er að nokkru leyti gallað. Kápumynd- in sýnir piltana ( reiptogi niðri á Ingólfsgarði í slnum forkostulegu múnderingum, en baksíðan gefur tilefni til nöldurs. Hinir fjölmörgu aðdáenda Dáta hefðu vafalítið óskað þar eftir ítarlegri upplýsing- um um piltana í stað uppskrúfaðs lofsöngs um ágæti þeirra. Þessi bak- síðulofsöngur á hljómplötuhulstrum er ekkert annað en hvimleitt og broslegt auglýsingaskrum. Það þarf ekki að segja unga fólkinu, að Dátar séu góð hljómsveit. Það vita allir þeir, sem á annað borð láta sig þessa músik einhverju skipta, en aðrir kaupa ekki plöt- una. Víst er um það, að þessi plata á eftir að seljast vel og heyrast lengi. Útgefandi á sannarlega þakk- ir skilið fyrir framtakið og vonandi lætur hann ekki hér við sitja. Á það má benda að lokum, að plötur með Dúmbó og Steina, Pónik og Einari og Bravó frá Akureyri mundu seljast eins og heitar lummur. Sóló-gítarar Framhald af bls. 5. blandna ánægju aS kynnast ýmsu varð- andi tónlistina — ýmsu, sem maður veit aldrei ella. Ég held líka, að það sé gagnlegt fyrir hvern þann, sem langar til að geta spilað hvað sem er, að læra að lesa nótur. Hvað minn eig- in stíl snertir, mun ég alltaf nota „skjálf-arminn" að einhverju leyti. Ég hef alltaf notað hann, enda held ég að hann sé orðinn nokkurs konar vöru- merki fyrir hljómsveitina. Hann skap- ar skemmtilegan, syngjandi tón í gít- arnum en varast verður þó, að nota hann um of. Að lokum þetta ráð: Fáðu þér tilsögn hjá kennara. Auðvit- að er hægt að læra að leika á gítar af sjálfsdáðum, en þar kemur sú hætta til að fingrasetning verði röng. Farðu að mínum ráðum og fáðu þér tilsögn. Ég sótti alls þrjá tfma í gítarleik, en ég lærði heil ósköp. Bpéffaskipti Susan Whitton, Pat Collins, Les- lie Hennings, allar til heimilis á Middelsex County Counsil High School for Girls, Tottenham N17, England. Þrjár 18 ára gamlar stúlkur sem vilja skrifast á við 20 ára gamla pilta. Hafa áhuga á allskonar íþróttum, söng og dansi. g VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.